Vilja þrívíddarprenta híbýli á tunglinu og Mars Samúel Karl Ólason skrifar 29. nóvember 2022 15:01 Á þessari tölvuteiknuðu mynd má meðal annars sjá þrjá Project Olympus þjarka, eins og þeir eru hugsaðir í dag, vinna að byggingu innviða og húsa á tunglinu. ICON Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) hefur veitt bandarísku fyrirtæki 57 milljónir dala til að þróa tækni til að prenta híbýli manna á tunglinu og jafnvel öðrum reikistjörnum. Fyrirtækið ICON frá Texas mun einnig þróa leiðir til að byggja innviði eins og vegi og lendingarpalla úr jarðvegi á tunglinu og Mars. Rannsóknarverkefnið, sem kallast Project Olympus, byggir á öðru slíku sem ICON hafði unnið að fyrir NASA og Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna. Project Olympus snýr í grófum dráttum að því að búa til þjarka sem hægt er að senda með eða á undan mönnum til tunglsins og annarra reikistjarna, þar sem þeir geta byggt innviði úr þeim efnivið sem þar er að finna. Innan veggja NASA og víðar er unnið að því að senda menn til tunglsins á nýjan leik og það með Artemis-áætluninni svokölluðu. Þegar þetta er skrifað er Orion-geimfar á braut um tunglið í Artemis-1, fyrstu ferð áætlunarinnar. Seinna meir stendur til að koma upp varanlegri byggð á tunglinu og nota það sem stökkpall lengra út í sólkerfið. Starfsmenn ICON munu meðal annars nota jarðsýni frá tunglinu við þessa rannsóknarvinnu og þyngdarleysisherma til að kanna hvernig þessi efni virka til byggingar í þyngdarafli tunglsins. Möguleg þrívíddarprentuð bækistöð á tunglinu.ICON Í tilkynningu frá ICON segir Jason Ballard, forstjóri, að til að koma upp byggðum á öðrum reikistjörnum þurfi að þróa góð og áreiðanleg kerfi til sem geti notast við þær auðlindir sem finna má á þessum fjarlægu stöðum. Hann segir forsvarsmenn fyrirtækisins ánægða með að starfsmenn þess hafi getað sýnt fram á að þessi tækni sé möguleg og þá hlakki til að gera hana að raunveruleika. Hann segir að verkefninu loknu muni verkefni hafa leitt til fyrstu bygginga mannkynsins á öðrum hnetti. Samningur NASA og ICON gerir ráð fyrir því að rannsóknarverkefninu ljúki árið 2028. Nauðsynleg tækni á öðrum heimum Niki Werkheiser, einn af yfirmönnum NASA, segir þessa tækni nauðsynlega til að kanna aðra heima. Eins og áður segir á að senda menn til að lenda á tunglinu með Artemis-3. Til stendur að skjóta því geimfari af stað árið 2025. Það verður í fyrsta sinn sem menn lenda á tunglinu frá 1972. NASA hefur gert samning við fyrirtækið SpaceX um að þeir geimfarar verði fluttir á yfirborð tunglsins um borð í Starship geimfari. Það sama verður gert þegar áhöfn Artemis-4 lendir á tunglinu. ICON hefur áður þrívíddarprentað frumgerð af mögulegu híbýli manna á Mars sem kallast Mars Dune Alpha. Geimurinn Tunglið Tækni Mars Artemis-áætlunin SpaceX Tengdar fréttir Bein útsending: Flogið upp að tunglinu Orion-geimfarið sem sent var til tunglsins í fyrsta geimskoti Artemis-áætlunarinnar stefnir nú hraðbyr að tunglinu. Þyngdarkraftur tunglsins verður notaður í dag til að koma því á háa sporbraut en myndefni frá geimfarinu er streymt til jarðarinnar. 21. nóvember 2022 10:52 Á fleygiferð til tunglsins Fyrsta geimskot Artemis-áætlunarinnar heppnaðist vel þegar Orion geimfari var skotið af stað til tunglsins. Um fimmtíu ár eru frá því menn stóðu síðast á yfirborði tunglsins en Artemis-áætlunin snýr að því að koma upp varanlegri viðveru þar á næstu árum. 17. nóvember 2022 11:15 Artemis-1 loks á leið til tunglsins Starfsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) skutu í morgun geimfari af stað til tunglsins. Eftir ítrekaðar frestanir bar fyrsta Space Launch System eldflaugin, sem er sú öflugasta sem hefur verið framleidd, Orion-geimfar á braut um jörðu en þaðan verður farinu flogið til tunglsins. 16. nóvember 2022 08:29 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Fleiri fréttir Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Sjá meira
Rannsóknarverkefnið, sem kallast Project Olympus, byggir á öðru slíku sem ICON hafði unnið að fyrir NASA og Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna. Project Olympus snýr í grófum dráttum að því að búa til þjarka sem hægt er að senda með eða á undan mönnum til tunglsins og annarra reikistjarna, þar sem þeir geta byggt innviði úr þeim efnivið sem þar er að finna. Innan veggja NASA og víðar er unnið að því að senda menn til tunglsins á nýjan leik og það með Artemis-áætluninni svokölluðu. Þegar þetta er skrifað er Orion-geimfar á braut um tunglið í Artemis-1, fyrstu ferð áætlunarinnar. Seinna meir stendur til að koma upp varanlegri byggð á tunglinu og nota það sem stökkpall lengra út í sólkerfið. Starfsmenn ICON munu meðal annars nota jarðsýni frá tunglinu við þessa rannsóknarvinnu og þyngdarleysisherma til að kanna hvernig þessi efni virka til byggingar í þyngdarafli tunglsins. Möguleg þrívíddarprentuð bækistöð á tunglinu.ICON Í tilkynningu frá ICON segir Jason Ballard, forstjóri, að til að koma upp byggðum á öðrum reikistjörnum þurfi að þróa góð og áreiðanleg kerfi til sem geti notast við þær auðlindir sem finna má á þessum fjarlægu stöðum. Hann segir forsvarsmenn fyrirtækisins ánægða með að starfsmenn þess hafi getað sýnt fram á að þessi tækni sé möguleg og þá hlakki til að gera hana að raunveruleika. Hann segir að verkefninu loknu muni verkefni hafa leitt til fyrstu bygginga mannkynsins á öðrum hnetti. Samningur NASA og ICON gerir ráð fyrir því að rannsóknarverkefninu ljúki árið 2028. Nauðsynleg tækni á öðrum heimum Niki Werkheiser, einn af yfirmönnum NASA, segir þessa tækni nauðsynlega til að kanna aðra heima. Eins og áður segir á að senda menn til að lenda á tunglinu með Artemis-3. Til stendur að skjóta því geimfari af stað árið 2025. Það verður í fyrsta sinn sem menn lenda á tunglinu frá 1972. NASA hefur gert samning við fyrirtækið SpaceX um að þeir geimfarar verði fluttir á yfirborð tunglsins um borð í Starship geimfari. Það sama verður gert þegar áhöfn Artemis-4 lendir á tunglinu. ICON hefur áður þrívíddarprentað frumgerð af mögulegu híbýli manna á Mars sem kallast Mars Dune Alpha.
Geimurinn Tunglið Tækni Mars Artemis-áætlunin SpaceX Tengdar fréttir Bein útsending: Flogið upp að tunglinu Orion-geimfarið sem sent var til tunglsins í fyrsta geimskoti Artemis-áætlunarinnar stefnir nú hraðbyr að tunglinu. Þyngdarkraftur tunglsins verður notaður í dag til að koma því á háa sporbraut en myndefni frá geimfarinu er streymt til jarðarinnar. 21. nóvember 2022 10:52 Á fleygiferð til tunglsins Fyrsta geimskot Artemis-áætlunarinnar heppnaðist vel þegar Orion geimfari var skotið af stað til tunglsins. Um fimmtíu ár eru frá því menn stóðu síðast á yfirborði tunglsins en Artemis-áætlunin snýr að því að koma upp varanlegri viðveru þar á næstu árum. 17. nóvember 2022 11:15 Artemis-1 loks á leið til tunglsins Starfsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) skutu í morgun geimfari af stað til tunglsins. Eftir ítrekaðar frestanir bar fyrsta Space Launch System eldflaugin, sem er sú öflugasta sem hefur verið framleidd, Orion-geimfar á braut um jörðu en þaðan verður farinu flogið til tunglsins. 16. nóvember 2022 08:29 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Fleiri fréttir Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Sjá meira
Bein útsending: Flogið upp að tunglinu Orion-geimfarið sem sent var til tunglsins í fyrsta geimskoti Artemis-áætlunarinnar stefnir nú hraðbyr að tunglinu. Þyngdarkraftur tunglsins verður notaður í dag til að koma því á háa sporbraut en myndefni frá geimfarinu er streymt til jarðarinnar. 21. nóvember 2022 10:52
Á fleygiferð til tunglsins Fyrsta geimskot Artemis-áætlunarinnar heppnaðist vel þegar Orion geimfari var skotið af stað til tunglsins. Um fimmtíu ár eru frá því menn stóðu síðast á yfirborði tunglsins en Artemis-áætlunin snýr að því að koma upp varanlegri viðveru þar á næstu árum. 17. nóvember 2022 11:15
Artemis-1 loks á leið til tunglsins Starfsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) skutu í morgun geimfari af stað til tunglsins. Eftir ítrekaðar frestanir bar fyrsta Space Launch System eldflaugin, sem er sú öflugasta sem hefur verið framleidd, Orion-geimfar á braut um jörðu en þaðan verður farinu flogið til tunglsins. 16. nóvember 2022 08:29