Opið bréf til dómsmálaráðherra Guðný Ingvarsdóttir skrifar 28. nóvember 2022 14:31 Sæll, Jón Gunnarsson Að undanförnu hefur fyrirhuguð lokun við fangelsið á Sogni verið mér hjartansmál. Í þessu bréfi ætla ég að segja hug minn í því máli og hvers virði staðurinn er fyrir okkur stafsfólkið, vistmennina sem þar eru og aðstandendur þeirra. Í dag er ég aðstoðarvarðstjóri við fangelsið á Sogni en ég hef starfað hjá Fangelsismálastofnun meira og minna síðan árið 1999. Á Sogni starfar gott og reynslumikið fólk en þann mannauð megum við ekki missa úr fangelsiskerfinu, en góður og samstilltur mannauður er ómetanlegur og grundvöllur góðs rekstrar. Í þessari einingu skiptir okkar dýrmæta reynsla og þekking miklu máli, því oft krefjast daglegu verkefnin okkar þess. Fangelsið á Sogni er mjög mikilvægur staður fyrir atvinnulífið á svæðinu, því væri það ekki í samræmi við þá stefnu stjórnvalda að efla atvinnulífið og stoðkerfi þess á landsbyggðinni, komi til lokunar. Jörðin Sogn í Ölfusi hefur mikinn sjarma, útsýnið er stórfenglegt, víðsýnt, friðurinn mikill og bæjarstæðið er einstaklega fallegt. Það eru því forréttindi að mínu mati, að fá að starfa á Sogni í þessu umhverfi með þeim vistmönnum sem þar eru. Möguleikarnir eru miklir bæði til framkvæmda, sköpunar og sjálfbærni, sem auka þyrfti enn frekar og stefnt er að. Það er einnig mikill kostur sem hlýtur að vera rekstrarlega hagkvæmt, hvað stutt er í alla þjónustu frá Sogni sbr. alla bráðaþjónustu, sé þess þörf. Á Sogni eru pláss fyrir 21 vistmann í dag, en þar af höfum við pláss fyrir 3 konur í afplánun, sem er okkar sérstaða, í okkar opna úrræði. Í fangelsinu reynum við ávallt að finna atvinnu á staðnum fyrir hvern og einn vistmann, sem miðast við hans getu og kunnáttu. Sjálf er ég hliðholl endurnýtingu og myndi vilja innleiða hana enn frekar inn í fangelsið. Ég hef lagt mikinn metnað í að fegra umhverfið, sem mitt eigið og gera það heimilislegt á útjónasaman og hagstæðan hátt, en í því fellst einnig kennsla í leiðinni sem skilar sér vonandi áfram út í lífið, til þeirra vistmanna sem hafa verið á Sogni og eru. Áhuginn á garðrækt hefur aukist sem og þekking á umhirðu gróðurs, en það er mikil betrun fólgin í því að huga að einhverju á lífi og sjá það vaxa og dafna. Á Sogni erum við með hænur sem eru afar fallegar og við gætum að velferð þeirra, en margir vistmenn hjá okkur eru miklir dýravinir. Staðurinn hefur þann möguleika að auka á dýralífið sem að ég teldi mikla gæfu fyrir staðinn, þar sem ég sjálf bý í sveit, er ég viss um það því dýrin veita okkur hugarró, þau eru æðrulaus og dæma okkur ekki. Við höfum haft föst verkefni fyrir fyrirtækið Set á Selfossi. Hér í næsta nágrenni við Sogn, Selfossi, Hveragerði og Ölfusi hefur átt sér stað mikil fólksfjölgun og uppbygging á ýmsum sviðum og enn meiri fyrirhuguð, tækifæri Sogns til samstarfs við þessi samfélög og fyrirtæki ættu því að vera fjölmörg. Slíkt samstarf og verkefni sem af því skapast gera staðinn enn hæfari í því hlutverki sínu að búa vistmenn undir samfélagið á ný. Á Sogni er starfræktur skóli, þar koma að kennarar frá Fjölbrautaskóla Suðurlands og samstarfið hefur verið gott. Aukin menntun gefur afl, en menntun er eitt sem ekki verður tekið af okkur í lífinu. Í starfi mínu hefur mér þótt mest til þess koma, þegar vistmenn taka eftir og tala um hvað við höfum byggt Sogn fallega upp. Einnig hafa aðstandendur oft haft orð á þeim breytingunum sem orðið hafa á Sogni að undanförnu og sjá þá í leiðinni þá góðu uppbyggingu á umhverfinu, bæði úti við og inni. Það skiptir mig miklu máli að reyna að láta öllum líða sem best á Sogni. Að undanförnu höfum við verið að skreyta fyrir komandi hátíð, þar hefur sköpunargleðin fengið að njóta sín. Nýlega tókum við þátt í alþjóðlega verkefninu, Jól í skókassa sem var mjög gefandi verkefni, en að mínu mati felst einstök gleði í því að gefa af sér, sérlega til þeirra sem minna hafa. Ég óska þess svo innilega að fangelsið á Sogni fái fjármagn til veru sinnar áfram. Margir aðstandendur þeirra vistmanna sem eru á Sogni búa í Reykjavík og er því leiðin ekki svo löng fyrir þá, sem er mikill kostur til þess að styrkja tengslin sín á milli, sem er mikilvægur þáttur í betrun. Fangelsið á Sogni er einstakt úrræði til betrunar, því megum við ekki missa staðinn. Ég er tilbúin að leggja mitt að mörkum til þess að efla Sogn enn frekar, en hugur minn til Sogns er sterkur. Þegar hef ég gert áætlun um aukin verkefni næsta sumar á Sogni, sem yrðu í leiðinni atvinnuskapandi og hvetjandi, en atvinnuna á staðnum vil ég auka því það er nauðsynlegt í leik og starfi að hafa hvata en við lærum hvert af öðru með samvinnu. Einnig hef ég verið að kynna mér styrki til nýsköpunar, menningar og lista sem vert væri að sækja um í ákveðin verkefni. Fjármagn hefur okkur skort en það mun skila sér margfalt til baka, sé rétt með það farið, til samfélagsins aftur. Í orðtakinu: þú þarft að afla til þess að eyða, sný ég því við, þar sem mér finnst það eiga vel við í fangelsiskerfinu og segi að lokum: Þú þarft að eyða til þess að afla. Það væri bæði fróðlegt og ánægjulegt að fá þig í heimsókn á Sogn við fyrsta tækifæri, það myndi gleðja okkur og vonandi þig, en við munum taka fagnandi á móti þér. Höfundur er aðstoðarvarðstjóri við fangelsið á Sogni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fangelsismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Ölfus Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Sjá meira
Sæll, Jón Gunnarsson Að undanförnu hefur fyrirhuguð lokun við fangelsið á Sogni verið mér hjartansmál. Í þessu bréfi ætla ég að segja hug minn í því máli og hvers virði staðurinn er fyrir okkur stafsfólkið, vistmennina sem þar eru og aðstandendur þeirra. Í dag er ég aðstoðarvarðstjóri við fangelsið á Sogni en ég hef starfað hjá Fangelsismálastofnun meira og minna síðan árið 1999. Á Sogni starfar gott og reynslumikið fólk en þann mannauð megum við ekki missa úr fangelsiskerfinu, en góður og samstilltur mannauður er ómetanlegur og grundvöllur góðs rekstrar. Í þessari einingu skiptir okkar dýrmæta reynsla og þekking miklu máli, því oft krefjast daglegu verkefnin okkar þess. Fangelsið á Sogni er mjög mikilvægur staður fyrir atvinnulífið á svæðinu, því væri það ekki í samræmi við þá stefnu stjórnvalda að efla atvinnulífið og stoðkerfi þess á landsbyggðinni, komi til lokunar. Jörðin Sogn í Ölfusi hefur mikinn sjarma, útsýnið er stórfenglegt, víðsýnt, friðurinn mikill og bæjarstæðið er einstaklega fallegt. Það eru því forréttindi að mínu mati, að fá að starfa á Sogni í þessu umhverfi með þeim vistmönnum sem þar eru. Möguleikarnir eru miklir bæði til framkvæmda, sköpunar og sjálfbærni, sem auka þyrfti enn frekar og stefnt er að. Það er einnig mikill kostur sem hlýtur að vera rekstrarlega hagkvæmt, hvað stutt er í alla þjónustu frá Sogni sbr. alla bráðaþjónustu, sé þess þörf. Á Sogni eru pláss fyrir 21 vistmann í dag, en þar af höfum við pláss fyrir 3 konur í afplánun, sem er okkar sérstaða, í okkar opna úrræði. Í fangelsinu reynum við ávallt að finna atvinnu á staðnum fyrir hvern og einn vistmann, sem miðast við hans getu og kunnáttu. Sjálf er ég hliðholl endurnýtingu og myndi vilja innleiða hana enn frekar inn í fangelsið. Ég hef lagt mikinn metnað í að fegra umhverfið, sem mitt eigið og gera það heimilislegt á útjónasaman og hagstæðan hátt, en í því fellst einnig kennsla í leiðinni sem skilar sér vonandi áfram út í lífið, til þeirra vistmanna sem hafa verið á Sogni og eru. Áhuginn á garðrækt hefur aukist sem og þekking á umhirðu gróðurs, en það er mikil betrun fólgin í því að huga að einhverju á lífi og sjá það vaxa og dafna. Á Sogni erum við með hænur sem eru afar fallegar og við gætum að velferð þeirra, en margir vistmenn hjá okkur eru miklir dýravinir. Staðurinn hefur þann möguleika að auka á dýralífið sem að ég teldi mikla gæfu fyrir staðinn, þar sem ég sjálf bý í sveit, er ég viss um það því dýrin veita okkur hugarró, þau eru æðrulaus og dæma okkur ekki. Við höfum haft föst verkefni fyrir fyrirtækið Set á Selfossi. Hér í næsta nágrenni við Sogn, Selfossi, Hveragerði og Ölfusi hefur átt sér stað mikil fólksfjölgun og uppbygging á ýmsum sviðum og enn meiri fyrirhuguð, tækifæri Sogns til samstarfs við þessi samfélög og fyrirtæki ættu því að vera fjölmörg. Slíkt samstarf og verkefni sem af því skapast gera staðinn enn hæfari í því hlutverki sínu að búa vistmenn undir samfélagið á ný. Á Sogni er starfræktur skóli, þar koma að kennarar frá Fjölbrautaskóla Suðurlands og samstarfið hefur verið gott. Aukin menntun gefur afl, en menntun er eitt sem ekki verður tekið af okkur í lífinu. Í starfi mínu hefur mér þótt mest til þess koma, þegar vistmenn taka eftir og tala um hvað við höfum byggt Sogn fallega upp. Einnig hafa aðstandendur oft haft orð á þeim breytingunum sem orðið hafa á Sogni að undanförnu og sjá þá í leiðinni þá góðu uppbyggingu á umhverfinu, bæði úti við og inni. Það skiptir mig miklu máli að reyna að láta öllum líða sem best á Sogni. Að undanförnu höfum við verið að skreyta fyrir komandi hátíð, þar hefur sköpunargleðin fengið að njóta sín. Nýlega tókum við þátt í alþjóðlega verkefninu, Jól í skókassa sem var mjög gefandi verkefni, en að mínu mati felst einstök gleði í því að gefa af sér, sérlega til þeirra sem minna hafa. Ég óska þess svo innilega að fangelsið á Sogni fái fjármagn til veru sinnar áfram. Margir aðstandendur þeirra vistmanna sem eru á Sogni búa í Reykjavík og er því leiðin ekki svo löng fyrir þá, sem er mikill kostur til þess að styrkja tengslin sín á milli, sem er mikilvægur þáttur í betrun. Fangelsið á Sogni er einstakt úrræði til betrunar, því megum við ekki missa staðinn. Ég er tilbúin að leggja mitt að mörkum til þess að efla Sogn enn frekar, en hugur minn til Sogns er sterkur. Þegar hef ég gert áætlun um aukin verkefni næsta sumar á Sogni, sem yrðu í leiðinni atvinnuskapandi og hvetjandi, en atvinnuna á staðnum vil ég auka því það er nauðsynlegt í leik og starfi að hafa hvata en við lærum hvert af öðru með samvinnu. Einnig hef ég verið að kynna mér styrki til nýsköpunar, menningar og lista sem vert væri að sækja um í ákveðin verkefni. Fjármagn hefur okkur skort en það mun skila sér margfalt til baka, sé rétt með það farið, til samfélagsins aftur. Í orðtakinu: þú þarft að afla til þess að eyða, sný ég því við, þar sem mér finnst það eiga vel við í fangelsiskerfinu og segi að lokum: Þú þarft að eyða til þess að afla. Það væri bæði fróðlegt og ánægjulegt að fá þig í heimsókn á Sogn við fyrsta tækifæri, það myndi gleðja okkur og vonandi þig, en við munum taka fagnandi á móti þér. Höfundur er aðstoðarvarðstjóri við fangelsið á Sogni.
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar