Tímapressa tilboðsdaganna til þess fallin að skapa gerviþörf Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 25. nóvember 2022 15:22 Þrátt fyrir að hægt sé að gera góð kaup á tilboðsdögum á borð við Black friday getur líka verið afar auðvelt að tapa áttum í kaupgleðinni. „Þarf ég þetta virkilega?“ er spurning sem landsmenn ættu að velta vandlega fyrir sér áður en þeir taka ákvarðanir um kaup að mati forsvarsmanna Sorpu. Í dag er einn af stóru tilboðsdögum ársins sem hefur fest sig í sessi á síðustu árum og er annar slíkur á dagskrá eftir helgi. Meðalfjölskylda hendir að meðaltali rúmlega fimm hundruð kílóum af sorpi í óflokkuðu tunnuna á ári hverju. Það hefur líklega ekki farið fram hjá neinum að í dag er tilboðsdagurinn Svartur föstudagur. Hægt er að gera afar góð kaup á degi sem þessum en það eru í líka dekkri hliðar á allri þessari kaupgleði. Gunnar Dofri Ólafsson er samskipta- og viðskiptaþróunarstjóri hjá Sorpu. „Við sjáum það bara á því að meðalfjölskylda; fjögurra manna vísitölufjölskylda, hendir að meðaltali rúmlega fimm hundruð kílóum í óflokkuðu tunnuna þannig að þetta eru hundrað og þrjátíu kíló á mann. Þetta segir okkur bara að það er einhvers staðar eitthvað í ferlinu sem klikkar. Það er einhver sem hannar vöru þannig að hún endist ekki nógu lengi og það er einhver sem markaðssetur hugsanlega of mikið af vöru og það er einhver sem kaupir meira en hann ætlaði sér og með þessum afleiðingum.“ Tilboðsdagar geti þó verið góðra gjalda verðir en Gunnar segir að fólk verði að nálgast þá rétt og ígrunda áður en keypt er. „Hættan við svona tilboðsdaga er hins vegar alltaf sú að það skapist einhvers konar gerviþörf því fólk er sett í tímapressu, það þarf að bregðast við á stuttum tíma og þá gerir fólk kannski einhver mistök, það fer í einhver "impulse-kaup" sem það hefði ekki gert áður einmitt vegna þess að varan er á tilboði og þá hættir hlutum oftar en ekki til þess að enda annað hvort varanlega upp í eða bara á planinu hjá Sorpu“ En hvað þarf þá að hafa í huga á degi sem þessum? „Það er kannski rétt að halda til haga að hinn hatturinn minn er þáttastjórnandi hlaðvarpsins Leitin að peningunum og þar höfum við rætt mjög mikið um þetta tilfinningalega samband fólks við peninga. Við höldum gjarnan að við séum svo rökrétt en í grunninn erum við bara tilfinningaverur sem stýrumst af tilfinningum og hvötum sem þróuðust fyrir þúsundum ára. Þannig að varinn sem maður getur haft á er einmitt að velta fyrir sér hvort maður hefði keypt hlutinn ef hann væri ekki á afslætti, ef svarið við því er nei, ég hefði ekki keypt hlutinn ef hann væri ekki á afslætti þá þarf maður svona aðeins að líta í eigin barm og velta fyrir sér; þarf ég þetta?“ Verslun Neytendur Tengdar fréttir Löggan býður upp á Black Friday tilboð sem allir vilja missa af Það hefur varla farið framhjá nokkrum manni að í dag er Svartur föstudagur. Fólk er hvergi óhult fyrir auglýsingum fyrirtækja sem keppast um að bjóða sem best tilboð. Í dag birtist þó heldur óhefðbundin auglýsing, þegar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu auglýsti „Black Friday“ tilboð á umferðasektum. 25. nóvember 2022 10:47 Ýmislegt sem ber að varast á tilboðsdögum: „Hægt að gera góð kaup en ekki eru öll kaup góð“ Verslanir víða um land tóku þátt í Svörtum föstudegi í dag. Formaður Neytendasamtakanna og stofnandi Vakandi segja mikilvægt að fólk sé á varðbergi á tilboðsdögum sem þessum fyrir mögulegu svindli og sé meðvitað um neyslu sína. 26. nóvember 2021 22:00 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Sjá meira
Það hefur líklega ekki farið fram hjá neinum að í dag er tilboðsdagurinn Svartur föstudagur. Hægt er að gera afar góð kaup á degi sem þessum en það eru í líka dekkri hliðar á allri þessari kaupgleði. Gunnar Dofri Ólafsson er samskipta- og viðskiptaþróunarstjóri hjá Sorpu. „Við sjáum það bara á því að meðalfjölskylda; fjögurra manna vísitölufjölskylda, hendir að meðaltali rúmlega fimm hundruð kílóum í óflokkuðu tunnuna þannig að þetta eru hundrað og þrjátíu kíló á mann. Þetta segir okkur bara að það er einhvers staðar eitthvað í ferlinu sem klikkar. Það er einhver sem hannar vöru þannig að hún endist ekki nógu lengi og það er einhver sem markaðssetur hugsanlega of mikið af vöru og það er einhver sem kaupir meira en hann ætlaði sér og með þessum afleiðingum.“ Tilboðsdagar geti þó verið góðra gjalda verðir en Gunnar segir að fólk verði að nálgast þá rétt og ígrunda áður en keypt er. „Hættan við svona tilboðsdaga er hins vegar alltaf sú að það skapist einhvers konar gerviþörf því fólk er sett í tímapressu, það þarf að bregðast við á stuttum tíma og þá gerir fólk kannski einhver mistök, það fer í einhver "impulse-kaup" sem það hefði ekki gert áður einmitt vegna þess að varan er á tilboði og þá hættir hlutum oftar en ekki til þess að enda annað hvort varanlega upp í eða bara á planinu hjá Sorpu“ En hvað þarf þá að hafa í huga á degi sem þessum? „Það er kannski rétt að halda til haga að hinn hatturinn minn er þáttastjórnandi hlaðvarpsins Leitin að peningunum og þar höfum við rætt mjög mikið um þetta tilfinningalega samband fólks við peninga. Við höldum gjarnan að við séum svo rökrétt en í grunninn erum við bara tilfinningaverur sem stýrumst af tilfinningum og hvötum sem þróuðust fyrir þúsundum ára. Þannig að varinn sem maður getur haft á er einmitt að velta fyrir sér hvort maður hefði keypt hlutinn ef hann væri ekki á afslætti, ef svarið við því er nei, ég hefði ekki keypt hlutinn ef hann væri ekki á afslætti þá þarf maður svona aðeins að líta í eigin barm og velta fyrir sér; þarf ég þetta?“
Verslun Neytendur Tengdar fréttir Löggan býður upp á Black Friday tilboð sem allir vilja missa af Það hefur varla farið framhjá nokkrum manni að í dag er Svartur föstudagur. Fólk er hvergi óhult fyrir auglýsingum fyrirtækja sem keppast um að bjóða sem best tilboð. Í dag birtist þó heldur óhefðbundin auglýsing, þegar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu auglýsti „Black Friday“ tilboð á umferðasektum. 25. nóvember 2022 10:47 Ýmislegt sem ber að varast á tilboðsdögum: „Hægt að gera góð kaup en ekki eru öll kaup góð“ Verslanir víða um land tóku þátt í Svörtum föstudegi í dag. Formaður Neytendasamtakanna og stofnandi Vakandi segja mikilvægt að fólk sé á varðbergi á tilboðsdögum sem þessum fyrir mögulegu svindli og sé meðvitað um neyslu sína. 26. nóvember 2021 22:00 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Sjá meira
Löggan býður upp á Black Friday tilboð sem allir vilja missa af Það hefur varla farið framhjá nokkrum manni að í dag er Svartur föstudagur. Fólk er hvergi óhult fyrir auglýsingum fyrirtækja sem keppast um að bjóða sem best tilboð. Í dag birtist þó heldur óhefðbundin auglýsing, þegar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu auglýsti „Black Friday“ tilboð á umferðasektum. 25. nóvember 2022 10:47
Ýmislegt sem ber að varast á tilboðsdögum: „Hægt að gera góð kaup en ekki eru öll kaup góð“ Verslanir víða um land tóku þátt í Svörtum föstudegi í dag. Formaður Neytendasamtakanna og stofnandi Vakandi segja mikilvægt að fólk sé á varðbergi á tilboðsdögum sem þessum fyrir mögulegu svindli og sé meðvitað um neyslu sína. 26. nóvember 2021 22:00