Skotar þurfa leyfi fyrir nýrri atkvæðagreiðslu Samúel Karl Ólason skrifar 23. nóvember 2022 11:02 Skoskur sjálfstæðissinni fyrir utan húsnæði Hæstarétts Bretlands í morgun. AP/Aaron Chown Skoska heimastjórnin má ekki halda nýja þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði, án leyfis frá breska þinginu. Hæstiréttur Bretlands opinberaði þessa niðurstöðu í morgun en Nicola Sturgeon, oddviti heimastjórnarinnar, stefndi á atkvæðagreiðslu í október á næsta ári. Dómarar hæstaréttar voru sammála um það að skoska þingið hefði ekki vald til að boða til þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands og að það vald væri eingöngu í höndum breska þingsins. Sturgeon og Skoski þjóðflokkurinn (SNP) kynntu í sumar áætlun um að halda nýja þjóðaratkvæðagreiðslu þann 19. október á næsta ári. Síðast var þjóðaratkvæðagreiðsla um sjálfstæði haldin árið 2014 og þú kusu rétt rúmlega 55 prósent kjósenda að Skotland ætti áfram að vera hluti af Bretlandi. Sjá einnig: Stefna á aðra þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands Brexit, útganga Bretlands úr Evrópusambandinu, breytti stöðunni þó mjög. Mikill meirihluti skosku þjóðarinnar greiddi atkvæði gegn Brexit og strax árið 2017 byrjaði Sturgeon að sækjast eftir því að halda nýja þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði. Fyrstu viðbrögð oddvitans við ákvörðun hæstaréttar voru á þá leið að hún ætli að virða niðurstöðuna. Sturgeon sagði að hæstiréttur Bretlands túlkaði lög ríkisins. Hún sagði einnig að lög um að Skotar geti ekki ákveðið eigin framtíð án samþykkis breska þingsins opinberi það að breska sambandsríkið sem einhvers konar frjálst samstarf, sé einungis mýta. Niðurstaðan ýti frekar undir það að Skotar ættu að sækjast eftir sjálfstæði. 2/ Scottish democracy will not be denied. Today s ruling blocks one route to Scotland s voice being heard on independence - but in a democracy our voice cannot and will not be silenced.I'll make a full statement later this morning - tune in around 11.30am— Nicola Sturgeon (@NicolaSturgeon) November 23, 2022 Bretland Kosningar í Bretlandi Skotland Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Fleiri fréttir Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Sjá meira
Dómarar hæstaréttar voru sammála um það að skoska þingið hefði ekki vald til að boða til þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands og að það vald væri eingöngu í höndum breska þingsins. Sturgeon og Skoski þjóðflokkurinn (SNP) kynntu í sumar áætlun um að halda nýja þjóðaratkvæðagreiðslu þann 19. október á næsta ári. Síðast var þjóðaratkvæðagreiðsla um sjálfstæði haldin árið 2014 og þú kusu rétt rúmlega 55 prósent kjósenda að Skotland ætti áfram að vera hluti af Bretlandi. Sjá einnig: Stefna á aðra þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands Brexit, útganga Bretlands úr Evrópusambandinu, breytti stöðunni þó mjög. Mikill meirihluti skosku þjóðarinnar greiddi atkvæði gegn Brexit og strax árið 2017 byrjaði Sturgeon að sækjast eftir því að halda nýja þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði. Fyrstu viðbrögð oddvitans við ákvörðun hæstaréttar voru á þá leið að hún ætli að virða niðurstöðuna. Sturgeon sagði að hæstiréttur Bretlands túlkaði lög ríkisins. Hún sagði einnig að lög um að Skotar geti ekki ákveðið eigin framtíð án samþykkis breska þingsins opinberi það að breska sambandsríkið sem einhvers konar frjálst samstarf, sé einungis mýta. Niðurstaðan ýti frekar undir það að Skotar ættu að sækjast eftir sjálfstæði. 2/ Scottish democracy will not be denied. Today s ruling blocks one route to Scotland s voice being heard on independence - but in a democracy our voice cannot and will not be silenced.I'll make a full statement later this morning - tune in around 11.30am— Nicola Sturgeon (@NicolaSturgeon) November 23, 2022
Bretland Kosningar í Bretlandi Skotland Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Fleiri fréttir Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Sjá meira