Öryggi íbúa á heilbrigðisstofnunum: Fjötrar eða öryggisbúnaður? Anna Björg Jónsdóttir, María Fjóla Harðardóttir, Steinunn Þórðardóttir og Sigurjón N. Kjærnested skrifa 24. nóvember 2022 08:00 Þjónusta við fólk á heilbrigðisstofnunum er reglulegt umræðuefni fjölmiðla og mikilvægt er að við sem störfum í heilbrigðisþjónustu séum ávallt tilbúin að fræða og upplýsa um það sem þar fer fram. Þjónustuþörf önnur nú en áður Þjónustan hefur breyst mikið á tíu árum. Til dæmis eru þeir sem flytja á hjúkrunarheimili í dag að glíma við erfiða sjúkdóma og eru veikari en áður sem gerir þeim ókleift að búa lengur heima með stuðningi heimahjúkrunar og félagslegrar þjónustu. Þarfir heimilisfólks eru því orðnar allt aðrar og hjúkrunarheimili dagsins í dag eru fyrst og fremst heilbrigðisstofnanir þó að allt sé gert til að hafa þau sem heimilislegust. Vandmeðfarin veikindi Um 71% skjólstæðinga hjúkrunarheimila og öldrunarlækningadeilda Landspítala glíma við heilabilunarsjúkdóm. Einkenni heilabilunarsjúkdóms geta verið ýmist líkamleg, vitsmunaleg eða geðræn, s.s. líkamleg fötlun, líffærabilun, skert skammtíma- og/eða langtímaminni, skapsveiflur, árásarhneigð og ýmsar aðrar áskoranir tengdar hegðun. Það er því engin ein lausn til meðhöndlunar, fagfólk þarf að meta hvern einstakling fyrir sig og hvaða einkenni þarf að meðhöndla og á hvaða hátt. Öryggið í fyrirrúmi Markmið í þjónustu hjúkrunarheimila og annarra heilbrigðisstofnana er að tryggja öryggi allra skjólstæðinga þeirra. Til þess að það geti gengið eftir getur öryggisbúnaður verið nauðsynlegur fyrir þá sem veikastir eru. Margir þeirra gera sér ekki grein fyrir hvað þeir geta og hvað ekki. Sumir gleyma því tímabundið að þeir geta ekki gengið og geta dottið úr hjólastólnum sínum. Þess vegna eru stundum notuð öryggisbelti. Settar eru grindur beggja megin rúma til að koma í veg fyrir að sá einstaklingur, sem ekki getur farið sjálfur fram úr á eigin spýtur, reyni það án aðstoðar og slasi sig. Öryggiskerfi við útganga koma í veg fyrir að veikir einstaklingar, á náttfötunum og á leið út í íslensku nóttina, komist út án þess að starfsfólk verði þess vart. Þannig er komið í veg fyrir að íbúar týnist og kalla þurfi út björgunarsveit eins og dæmi eru um. Mikilvægt er að verklag við notkun öryggisbúnaðar sé í sífelldri endurskoðun og að vilji íbúanna sjálfra hvað notkun hans varðar sé virtur eins og mögulegt er. Ef íbúi og aðstandendur hans taka þá einörðu afstöðu að taka frekar áhættuna á byltum en að setja öryggisbelti í hjólastól þarf að taka það til greina. Eins er mikilvægt að reyna af fremsta megni að hafa umhverfi lokaðra deilda heimilislegt, draga eins og kostur er úr þeirri tilfinningu að deildin sé lokuð og tryggja íbúum frelsi til að fara sinna ferða eins vel og aðstæður leyfa. Í daglegu tali er öryggisbúnaður kallaður fjötrar og er sem betur fer langt frá þeirri óskemmtilegu mynd sem orðið sjálft dregur upp í hugum fólks. Samkvæmt tölum frá Embættis landlæknis þurfa um 5% íbúa á hjúkrunarheimilum einhvers konar öryggisbúnað. Gæðaviðmið Embættisins miða við að halda skuli því hlutfalli á bilinu 3,1-12,1%, sem sýnir að hjúkrunarheimili á Íslandi eru vel innan þeirra marka. Slíkur öryggisbúnaður er einnig notaður á öðrum heilbrigðisstofnunum. Notkun öryggisbúnaðar er ávallt í samráði við íbúa, ef því verður við komið, lækni og aðstandendur og er yfirleitt tímabundið ástand í eins skamman tíma og mögulegt er. Lyfjagjöf hluti af meðferð Alvarlegustu og erfiðustu dæmin eru hjá þeim einstaklingum þar sem heilabilunarsjúkdómur hefur valdið miklum geðrænum einkennum, persónuleika- og atferlisbreytingum. Geðræn einkenni, eins og ranghugmyndir og ofskynjanir, geta valdið einstaklingnum miklum ótta og óöryggi og einstaka sinnum brotist fram í árásarhneigð. Í slíku hugarástandi geta einstaklingar orðið hættulegir sjálfum sér, öðrum íbúum og starfsfólki, að ekki sé talað um þá miklu vanlíðan sem getur fylgt ranghugmyndum og ofskynjunum. Í þessum tilvikum getur lyfjagjöf verið hluti af meðhöndlun einkennanna. Það er þó aldrei gert nema í samráði við lækni og eftir föngum við aðstandendur og eftir að gengið hefur verið úr skugga um að engin önnur bjargráð dugi til. Lyfjagjöf er flókin framkvæmd þar sem árangur næst oftast á löngum tíma. Þar er aldrei markmiðið að gefa lyf að óþörfu eða of mikið, en lyf geta verið nauðsynleg í upphafi til að ná tökum á alvarlegum geðrænum einkennum. Lyfjagjöf er endurskoðuð með reglulegu millibili. Umhyggja fyrir velferð einstaklingsins Vellíðan og reisn einstaklingsins er alltaf höfð að leiðarljósi í starfi heilbrigðisstarfsfólk. Það er því aldrei markmiðið að valda fólki skaða eða setja það í aðstæður sem eru óboðlegar. Fólk sem velur að starfa í heilbrigðisþjónustu gerir það vegna þess að það hefur áhuga á að vinna með fólki og er umhugað um velferð þess. Enginn dagur er eins og á hverjum degi drögum við lærdóm af þeim flóknu aðstæðum sem við glímum við. Það má þó alltaf gera betur og þar eru heilbrigðisstarfsmenn viljugir til verksins. Það myndi þó hjálpa ef lagaramminn um notkun öryggisbúnaðar og lyfjagjafar sem hluta af meðhöndlun við geðrænum einkennum heilabilunarsjúkdóma væri skýrari og þar köllum við eftir aðkomu stjórnvalda. Höfundar eru: Anna Björg Jónsdóttir, yfirlæknir öldrunarlækningadeildar Landspítala og formaður félags íslenskra öldrunarlækna María Fjóla Harðardóttir, formaður Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu Steinunn Þórðardóttir, yfirlæknir heilabilunareiningar Landspítala og formaður Læknafélags Íslands Sigurjón N. Kjærnested, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eldri borgarar Hjúkrunarheimili Heilbrigðismál Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Þjónusta við fólk á heilbrigðisstofnunum er reglulegt umræðuefni fjölmiðla og mikilvægt er að við sem störfum í heilbrigðisþjónustu séum ávallt tilbúin að fræða og upplýsa um það sem þar fer fram. Þjónustuþörf önnur nú en áður Þjónustan hefur breyst mikið á tíu árum. Til dæmis eru þeir sem flytja á hjúkrunarheimili í dag að glíma við erfiða sjúkdóma og eru veikari en áður sem gerir þeim ókleift að búa lengur heima með stuðningi heimahjúkrunar og félagslegrar þjónustu. Þarfir heimilisfólks eru því orðnar allt aðrar og hjúkrunarheimili dagsins í dag eru fyrst og fremst heilbrigðisstofnanir þó að allt sé gert til að hafa þau sem heimilislegust. Vandmeðfarin veikindi Um 71% skjólstæðinga hjúkrunarheimila og öldrunarlækningadeilda Landspítala glíma við heilabilunarsjúkdóm. Einkenni heilabilunarsjúkdóms geta verið ýmist líkamleg, vitsmunaleg eða geðræn, s.s. líkamleg fötlun, líffærabilun, skert skammtíma- og/eða langtímaminni, skapsveiflur, árásarhneigð og ýmsar aðrar áskoranir tengdar hegðun. Það er því engin ein lausn til meðhöndlunar, fagfólk þarf að meta hvern einstakling fyrir sig og hvaða einkenni þarf að meðhöndla og á hvaða hátt. Öryggið í fyrirrúmi Markmið í þjónustu hjúkrunarheimila og annarra heilbrigðisstofnana er að tryggja öryggi allra skjólstæðinga þeirra. Til þess að það geti gengið eftir getur öryggisbúnaður verið nauðsynlegur fyrir þá sem veikastir eru. Margir þeirra gera sér ekki grein fyrir hvað þeir geta og hvað ekki. Sumir gleyma því tímabundið að þeir geta ekki gengið og geta dottið úr hjólastólnum sínum. Þess vegna eru stundum notuð öryggisbelti. Settar eru grindur beggja megin rúma til að koma í veg fyrir að sá einstaklingur, sem ekki getur farið sjálfur fram úr á eigin spýtur, reyni það án aðstoðar og slasi sig. Öryggiskerfi við útganga koma í veg fyrir að veikir einstaklingar, á náttfötunum og á leið út í íslensku nóttina, komist út án þess að starfsfólk verði þess vart. Þannig er komið í veg fyrir að íbúar týnist og kalla þurfi út björgunarsveit eins og dæmi eru um. Mikilvægt er að verklag við notkun öryggisbúnaðar sé í sífelldri endurskoðun og að vilji íbúanna sjálfra hvað notkun hans varðar sé virtur eins og mögulegt er. Ef íbúi og aðstandendur hans taka þá einörðu afstöðu að taka frekar áhættuna á byltum en að setja öryggisbelti í hjólastól þarf að taka það til greina. Eins er mikilvægt að reyna af fremsta megni að hafa umhverfi lokaðra deilda heimilislegt, draga eins og kostur er úr þeirri tilfinningu að deildin sé lokuð og tryggja íbúum frelsi til að fara sinna ferða eins vel og aðstæður leyfa. Í daglegu tali er öryggisbúnaður kallaður fjötrar og er sem betur fer langt frá þeirri óskemmtilegu mynd sem orðið sjálft dregur upp í hugum fólks. Samkvæmt tölum frá Embættis landlæknis þurfa um 5% íbúa á hjúkrunarheimilum einhvers konar öryggisbúnað. Gæðaviðmið Embættisins miða við að halda skuli því hlutfalli á bilinu 3,1-12,1%, sem sýnir að hjúkrunarheimili á Íslandi eru vel innan þeirra marka. Slíkur öryggisbúnaður er einnig notaður á öðrum heilbrigðisstofnunum. Notkun öryggisbúnaðar er ávallt í samráði við íbúa, ef því verður við komið, lækni og aðstandendur og er yfirleitt tímabundið ástand í eins skamman tíma og mögulegt er. Lyfjagjöf hluti af meðferð Alvarlegustu og erfiðustu dæmin eru hjá þeim einstaklingum þar sem heilabilunarsjúkdómur hefur valdið miklum geðrænum einkennum, persónuleika- og atferlisbreytingum. Geðræn einkenni, eins og ranghugmyndir og ofskynjanir, geta valdið einstaklingnum miklum ótta og óöryggi og einstaka sinnum brotist fram í árásarhneigð. Í slíku hugarástandi geta einstaklingar orðið hættulegir sjálfum sér, öðrum íbúum og starfsfólki, að ekki sé talað um þá miklu vanlíðan sem getur fylgt ranghugmyndum og ofskynjunum. Í þessum tilvikum getur lyfjagjöf verið hluti af meðhöndlun einkennanna. Það er þó aldrei gert nema í samráði við lækni og eftir föngum við aðstandendur og eftir að gengið hefur verið úr skugga um að engin önnur bjargráð dugi til. Lyfjagjöf er flókin framkvæmd þar sem árangur næst oftast á löngum tíma. Þar er aldrei markmiðið að gefa lyf að óþörfu eða of mikið, en lyf geta verið nauðsynleg í upphafi til að ná tökum á alvarlegum geðrænum einkennum. Lyfjagjöf er endurskoðuð með reglulegu millibili. Umhyggja fyrir velferð einstaklingsins Vellíðan og reisn einstaklingsins er alltaf höfð að leiðarljósi í starfi heilbrigðisstarfsfólk. Það er því aldrei markmiðið að valda fólki skaða eða setja það í aðstæður sem eru óboðlegar. Fólk sem velur að starfa í heilbrigðisþjónustu gerir það vegna þess að það hefur áhuga á að vinna með fólki og er umhugað um velferð þess. Enginn dagur er eins og á hverjum degi drögum við lærdóm af þeim flóknu aðstæðum sem við glímum við. Það má þó alltaf gera betur og þar eru heilbrigðisstarfsmenn viljugir til verksins. Það myndi þó hjálpa ef lagaramminn um notkun öryggisbúnaðar og lyfjagjafar sem hluta af meðhöndlun við geðrænum einkennum heilabilunarsjúkdóma væri skýrari og þar köllum við eftir aðkomu stjórnvalda. Höfundar eru: Anna Björg Jónsdóttir, yfirlæknir öldrunarlækningadeildar Landspítala og formaður félags íslenskra öldrunarlækna María Fjóla Harðardóttir, formaður Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu Steinunn Þórðardóttir, yfirlæknir heilabilunareiningar Landspítala og formaður Læknafélags Íslands Sigurjón N. Kjærnested, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun