Einkavæðing banka og ábyrgð ráðherra Oddný G. Harðardóttir skrifar 22. nóvember 2022 13:30 Það má öllum vera ljóst að stjórnarsamstarfið er undir þegar ráðherrar tjá sig um bankasöluna og ábyrgð fjármálaráðherrans. Ef þau viðurkenna ábyrgð hans þá verður krafan eindregnari um að hann segi af sér, fari þau ekki fram á það sjálf. En hversu langt ætla þau að ganga? Fyrst þóttust þau hólpin og hafa haldreipi í einhverju sem þau kölluðu armslengd, að fjármálaráðherra hefði ekki mátt skipta sér af framkvæmdinni. Svo gera þau sér flest grein fyrir að það átti ekki við. Þá tala þau um að stjórnsýslan hafi ekki verið nógu góð en minnast ekkert á ábyrgð ráðherrans í þeim efnum. Umgjörðin var ekki nógu góð segja þau sum og eiga þá væntanlega við lögin sem gilda um söluna, þó ég efist um að þau hafi öll lesið þau. Lögin eru hvorki flókin né torskilin og þar er ekkert svigrúm til að senda ábyrgðina eitthvert annað - í burtu frá fjármálaráðherranum. Að selja banka sé ekki líkt og að selja prívateign segir forsætisráðherrann og hefur áhyggjur af rýrnandi trausti eftir bankasöluna. Lausnin sé að leggja Bankasýsluna niður og setja alla framkvæmd til fjármálaráðherrans. Ætli hún haldi að það sé til þess fallið að auka traustið? Út á við lítur út fyrir að hér sé spillt stjórnkerfi þar sem ráðherrar nýta sér stöðu sína til að gæta að sérhagsmunum. Forsætisráðherra segir mikilvægt að taka skýrslu Ríkisendurskoðanda alvarlega. Ætli hún vilji líka taka það alvarlega sem skrifað er á blaðsíðu 26 í skýrslunni?: „Þótt ekki sé gert ráð fyrir aðkomu ráðherra að framkvæmd sölunnar ber hann engu að síður ábyrgð á því að söluferlið sé í samræmi við þær forsendur og þau skilyrði sem lögð voru til grundvallar í greinargerð hans. Honum ber því að hafa eftirlit með söluferlinu og ganga í skugga um að það hafi verið í samræmi við greinargerðina áður en hann tekur ákvörðun um sölu.“. Ráðherranum er með öðrum orðum ætlað samkvæmt lögum að hafa virkt hlutverk í ákvarðanatöku um sölumeðferðina. Lagaleg og pólitísk ábyrgð Lögin um bankasöluna eru skýr . Myndin sem fylgir er myndræn skýring á lögunum nr.155/2012 um sölu á hlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Hér er slóð á lagatextann: https://www.althingi.is/lagas/nuna/2012155.html Lögunum var ætlað að skapa trausta umgjörð ef og þegar til þess kæmi að selja hluti ríkisins. Leiðarstef laganna eru gagnsæi, hlutlægni, jafnræði og hagkvæmni. Þar átti að draga lærdóm af bankahruninu. Salan í höndum fjármála- og efnahagsráðherrans vekur upp spurningar um hvort ráðherrann hafi ekkert lært af bankahruninu og aðdraganda þess. Almenn óánægja ríkir um söluna og traust til ráðherrans og ríkisstjórnarinnar hefur beðið hnekki. Ásakanir um spillingu og vanrækslu eru háværar og um að lögin um söluna hafi verið brotin. Ráðherrar í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur og þingmenn Vinstri grænna, Framsóknar og að sjálfsögðu Sjálfstæðisflokksins, slá skjaldborg um fjármála- og efnahagsráðherra. Þau láta eins og ábyrgð hans á sölunni og söluferlinu sé engin, hvorki lagaleg né pólitísk. Því ef þau verja hann ekki er ríkisstjórnin fallin. En væri það svo slæmt? Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Samfylkingin Salan á Íslandsbanka Íslandsbanki Íslenskir bankar Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Halldór 29.03.2025 Halldór Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Það má öllum vera ljóst að stjórnarsamstarfið er undir þegar ráðherrar tjá sig um bankasöluna og ábyrgð fjármálaráðherrans. Ef þau viðurkenna ábyrgð hans þá verður krafan eindregnari um að hann segi af sér, fari þau ekki fram á það sjálf. En hversu langt ætla þau að ganga? Fyrst þóttust þau hólpin og hafa haldreipi í einhverju sem þau kölluðu armslengd, að fjármálaráðherra hefði ekki mátt skipta sér af framkvæmdinni. Svo gera þau sér flest grein fyrir að það átti ekki við. Þá tala þau um að stjórnsýslan hafi ekki verið nógu góð en minnast ekkert á ábyrgð ráðherrans í þeim efnum. Umgjörðin var ekki nógu góð segja þau sum og eiga þá væntanlega við lögin sem gilda um söluna, þó ég efist um að þau hafi öll lesið þau. Lögin eru hvorki flókin né torskilin og þar er ekkert svigrúm til að senda ábyrgðina eitthvert annað - í burtu frá fjármálaráðherranum. Að selja banka sé ekki líkt og að selja prívateign segir forsætisráðherrann og hefur áhyggjur af rýrnandi trausti eftir bankasöluna. Lausnin sé að leggja Bankasýsluna niður og setja alla framkvæmd til fjármálaráðherrans. Ætli hún haldi að það sé til þess fallið að auka traustið? Út á við lítur út fyrir að hér sé spillt stjórnkerfi þar sem ráðherrar nýta sér stöðu sína til að gæta að sérhagsmunum. Forsætisráðherra segir mikilvægt að taka skýrslu Ríkisendurskoðanda alvarlega. Ætli hún vilji líka taka það alvarlega sem skrifað er á blaðsíðu 26 í skýrslunni?: „Þótt ekki sé gert ráð fyrir aðkomu ráðherra að framkvæmd sölunnar ber hann engu að síður ábyrgð á því að söluferlið sé í samræmi við þær forsendur og þau skilyrði sem lögð voru til grundvallar í greinargerð hans. Honum ber því að hafa eftirlit með söluferlinu og ganga í skugga um að það hafi verið í samræmi við greinargerðina áður en hann tekur ákvörðun um sölu.“. Ráðherranum er með öðrum orðum ætlað samkvæmt lögum að hafa virkt hlutverk í ákvarðanatöku um sölumeðferðina. Lagaleg og pólitísk ábyrgð Lögin um bankasöluna eru skýr . Myndin sem fylgir er myndræn skýring á lögunum nr.155/2012 um sölu á hlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Hér er slóð á lagatextann: https://www.althingi.is/lagas/nuna/2012155.html Lögunum var ætlað að skapa trausta umgjörð ef og þegar til þess kæmi að selja hluti ríkisins. Leiðarstef laganna eru gagnsæi, hlutlægni, jafnræði og hagkvæmni. Þar átti að draga lærdóm af bankahruninu. Salan í höndum fjármála- og efnahagsráðherrans vekur upp spurningar um hvort ráðherrann hafi ekkert lært af bankahruninu og aðdraganda þess. Almenn óánægja ríkir um söluna og traust til ráðherrans og ríkisstjórnarinnar hefur beðið hnekki. Ásakanir um spillingu og vanrækslu eru háværar og um að lögin um söluna hafi verið brotin. Ráðherrar í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur og þingmenn Vinstri grænna, Framsóknar og að sjálfsögðu Sjálfstæðisflokksins, slá skjaldborg um fjármála- og efnahagsráðherra. Þau láta eins og ábyrgð hans á sölunni og söluferlinu sé engin, hvorki lagaleg né pólitísk. Því ef þau verja hann ekki er ríkisstjórnin fallin. En væri það svo slæmt? Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt Skoðun