Til hamingju með 10 árin kæru Píratar - í öllum flokkum og utan Jón Þór Ólafsson skrifar 22. nóvember 2022 10:31 Frá ‘Frelsis sáttmálanum mikla’ árið 1215 á Englandi hafa fyrst aðalsmenn, svo borgarastéttin og loks verkafólk nýtt tækifæri sem helst stríð, byltingar og tækni hafa skapað til að vernda og efla sín borgararéttindi, og sinn rétt á aðkomu að ákvörðunum sem það varðar. - Þetta er nákvæmlega Grunnstefna Pírata. Píratar eru fyrst stofnaðir sem eins konar stjórnmálaarmur internetsins til að vernda nýju netsamfélögin sem upplýsingatæknibyltingin gerði möguleg. Píratar víkka svo út stefnu sína til að taka upp á 21 öldinni kyndil baráttunnar fyrir borgararéttindum og beinna lýðræði eins og margt hugrakkasta fólk heimssögunnar hefur gert í rúm 800 ár. Grunnstefna Pírata er stutt plagg. - En ekkert eitt atriði hefur betur tryggt þá samstöðu sem þurfti til að koma okkur á Alþingi 2013, koma okkur svo á öðru ári á þingi í yfir 30% fylgi í heilt ár - já og hæst í 41% fylgi - og halda svo ungum stjórnmálaflokki saman þegar við fórum óhjákvæmilega aftur niður þar sem við höfum siglt í þetta 10-15% fylgi síðan. Grunnstefnan setur í forgang það sem verður að vera í forgangi því að er grundvöllur frelsis, öryggis og réttarríkis okkar allra til lengri tíma - borgararéttindi og lýðræði. Á þeim grunni býður Grunnstefnan upp á beint lýðræði við mótun annarra stefnumála sem hafa endurspeglað vilja almennings um öflugt velferðarkerfi, sem er gildi í sjálfu sér en styður líka við öfluga vernd réttinda og lýðræðis. Hve einstakt er það svo hjá stjórnmálaflokki að hafa Grunnstefnu sem segir að allir verði að taka vel upplýstar ákvarðanir með gagnrýninni hugsun byggðum á gögnum. Grunnstefna Pírata - er í sögu heimsins - einstakt skjal fyrir stjórnmálaflokk. Píratar eru í dag Frjálslyndur Velferðarflokkur sem vinnur að auknu gagnsæi og valddreifingu - allt sem Nýja Stjórnarskráin mun svo gera auðvelt að gera að veruleika. Ef þú vilt: √ Frelsi einstaklingsins - frekar en frelsi fjármagns eða forræðishyggju. √ Í samfélagi sem aðstoðar allt fólk - sem getur það ekki sjálft. √ og fá í bónus flokk sem setur gagnsæi og valddreifingu í meiri forgang en allir aðrir flokkar. Þá ertu Pírati eins og ég. - Það er samfélag sem ég vill búa í. Kærar þakkir fyrir samstarfið, það er allt annað en sjálfgefið að nýr flokkur á Íslandi finni svona góða fótfestu - og til hamnigju við öll með 10 árin okkar kæru Píratar. Höfundur er fyrrverandi þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Þór Ólafsson Píratar Alþingi Mest lesið Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Skoðun Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Frá ‘Frelsis sáttmálanum mikla’ árið 1215 á Englandi hafa fyrst aðalsmenn, svo borgarastéttin og loks verkafólk nýtt tækifæri sem helst stríð, byltingar og tækni hafa skapað til að vernda og efla sín borgararéttindi, og sinn rétt á aðkomu að ákvörðunum sem það varðar. - Þetta er nákvæmlega Grunnstefna Pírata. Píratar eru fyrst stofnaðir sem eins konar stjórnmálaarmur internetsins til að vernda nýju netsamfélögin sem upplýsingatæknibyltingin gerði möguleg. Píratar víkka svo út stefnu sína til að taka upp á 21 öldinni kyndil baráttunnar fyrir borgararéttindum og beinna lýðræði eins og margt hugrakkasta fólk heimssögunnar hefur gert í rúm 800 ár. Grunnstefna Pírata er stutt plagg. - En ekkert eitt atriði hefur betur tryggt þá samstöðu sem þurfti til að koma okkur á Alþingi 2013, koma okkur svo á öðru ári á þingi í yfir 30% fylgi í heilt ár - já og hæst í 41% fylgi - og halda svo ungum stjórnmálaflokki saman þegar við fórum óhjákvæmilega aftur niður þar sem við höfum siglt í þetta 10-15% fylgi síðan. Grunnstefnan setur í forgang það sem verður að vera í forgangi því að er grundvöllur frelsis, öryggis og réttarríkis okkar allra til lengri tíma - borgararéttindi og lýðræði. Á þeim grunni býður Grunnstefnan upp á beint lýðræði við mótun annarra stefnumála sem hafa endurspeglað vilja almennings um öflugt velferðarkerfi, sem er gildi í sjálfu sér en styður líka við öfluga vernd réttinda og lýðræðis. Hve einstakt er það svo hjá stjórnmálaflokki að hafa Grunnstefnu sem segir að allir verði að taka vel upplýstar ákvarðanir með gagnrýninni hugsun byggðum á gögnum. Grunnstefna Pírata - er í sögu heimsins - einstakt skjal fyrir stjórnmálaflokk. Píratar eru í dag Frjálslyndur Velferðarflokkur sem vinnur að auknu gagnsæi og valddreifingu - allt sem Nýja Stjórnarskráin mun svo gera auðvelt að gera að veruleika. Ef þú vilt: √ Frelsi einstaklingsins - frekar en frelsi fjármagns eða forræðishyggju. √ Í samfélagi sem aðstoðar allt fólk - sem getur það ekki sjálft. √ og fá í bónus flokk sem setur gagnsæi og valddreifingu í meiri forgang en allir aðrir flokkar. Þá ertu Pírati eins og ég. - Það er samfélag sem ég vill búa í. Kærar þakkir fyrir samstarfið, það er allt annað en sjálfgefið að nýr flokkur á Íslandi finni svona góða fótfestu - og til hamnigju við öll með 10 árin okkar kæru Píratar. Höfundur er fyrrverandi þingmaður Pírata.
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar