Á að fækka húsum? Jónas Elíasson skrifar 18. nóvember 2022 13:00 Reykjavík er þekkt um heim allann fyrir nýtingu jarðhita. Margir hafa lagt þar hönd á plóginn, hér nægir að nefna tvö nöfn, Geir Hallgrímsson borgarstjóra og Jóhannes Zoega hitaveitustjóra. Jóhannes var mjög þekktur fyrir tæknilega þekkingu á jarðhitamálum. Þegar ég kom til Kína í fyrsta sinn var farið með mig í skoðunarferð í bókasafn alþýðunnar í Peking. Ég spurði auðvitað hvaða íslenskir höfundar væru á safninu. Þeir reyndust tveir, Nonni, eða Jón Sveinsson, og Jóhannes Zoega. Jóhannes tók við HR (Hitaveitu Reykjavíkur) í slæmri stöðu, en þróaði fyrirtækið af mikilli framsýni svo ekki skorti heitt vatn. Nú berast þær fregnir að sú tíð sé úti. Meira þarf til, líklega er það 400 milljarða skuld og tilheyrandi peningaleysi Rvk sem á sökina. En þetta er engin afsökun fyrir því að láta Rvk verða eins og Kiev. Hér eru engir Rússar að sprengja vatnsleiðslur. Aðeins borgarstjórn sem búin er að missa tökin á fjármálum, samgöngumálum, skólamálum og nú orkumálum. En hún hefur borgarstjóra með liðugt málbein, sem er mjög duglegur að gefa hrútskýringar í RÚV og sleppa með það. En nú þarf heitt vatn, ekki málæði. Svo hvað leggur borgarstjóri til ? E. t. v. er vísbending í því sem hann lagði til þegar samgöngukreppan helltist yfir borgina, þá lagði hann til að fækka bílum. Í beinu framhaldi getur hann núna komið með tillögu um að fækka húsum. Að auka aðrennsli hitaveituvatns frá Hellisheiði eða Nesjavöllum er tiltölulega ódýrt. Að gera það ekki varðar þjóðaröryggi. Skortur á aðrennsli til dælustöðva getur leitt til alvarlegra bilana, húsin missa heita vatnið og íbúarnir verða að flytja út. Slíkt hefur skeð. Borgarstjórnin þarf að hugsa sín mál. Höfundur er prófessor við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Orkumál Jónas Elíasson Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Reykjavík er þekkt um heim allann fyrir nýtingu jarðhita. Margir hafa lagt þar hönd á plóginn, hér nægir að nefna tvö nöfn, Geir Hallgrímsson borgarstjóra og Jóhannes Zoega hitaveitustjóra. Jóhannes var mjög þekktur fyrir tæknilega þekkingu á jarðhitamálum. Þegar ég kom til Kína í fyrsta sinn var farið með mig í skoðunarferð í bókasafn alþýðunnar í Peking. Ég spurði auðvitað hvaða íslenskir höfundar væru á safninu. Þeir reyndust tveir, Nonni, eða Jón Sveinsson, og Jóhannes Zoega. Jóhannes tók við HR (Hitaveitu Reykjavíkur) í slæmri stöðu, en þróaði fyrirtækið af mikilli framsýni svo ekki skorti heitt vatn. Nú berast þær fregnir að sú tíð sé úti. Meira þarf til, líklega er það 400 milljarða skuld og tilheyrandi peningaleysi Rvk sem á sökina. En þetta er engin afsökun fyrir því að láta Rvk verða eins og Kiev. Hér eru engir Rússar að sprengja vatnsleiðslur. Aðeins borgarstjórn sem búin er að missa tökin á fjármálum, samgöngumálum, skólamálum og nú orkumálum. En hún hefur borgarstjóra með liðugt málbein, sem er mjög duglegur að gefa hrútskýringar í RÚV og sleppa með það. En nú þarf heitt vatn, ekki málæði. Svo hvað leggur borgarstjóri til ? E. t. v. er vísbending í því sem hann lagði til þegar samgöngukreppan helltist yfir borgina, þá lagði hann til að fækka bílum. Í beinu framhaldi getur hann núna komið með tillögu um að fækka húsum. Að auka aðrennsli hitaveituvatns frá Hellisheiði eða Nesjavöllum er tiltölulega ódýrt. Að gera það ekki varðar þjóðaröryggi. Skortur á aðrennsli til dælustöðva getur leitt til alvarlegra bilana, húsin missa heita vatnið og íbúarnir verða að flytja út. Slíkt hefur skeð. Borgarstjórnin þarf að hugsa sín mál. Höfundur er prófessor við Háskóla Íslands.
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar