Fjórir handteknir vegna árásarinnar á Bankastræti Club Atli Ísleifsson skrifar 18. nóvember 2022 08:45 Mikill viðbúnaður var í Bankastræti í gærkvöldi. Aðsend Lögregla hefur handtekið fjóra vegna hnífsstunguárásarinnar á Bankastræti Club í Reykjavík í gærkvöldi. Þrír særðust í árásinni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Þar segir að mennirnir, sem séu í kringum tvítugt, hafi allir verið með stungusár. Fram kemur að lögreglu hafi verið tilkynnt um árásina klukkan 23:33 og strax haldið á vettvang. Fyrir liggi að það hafi verið hópur manna sem réðst inn á skemmtistaðinn og að þremenningunum þar sem þeir voru staddir í herbergi. Lögreglukonur með sjúkabörur á vettvangi í kvöld. „Árásarmennirnir voru dökklæddir og með grímur, en þeir yfirgáfu skemmtistaðinn um leið og árásin var yfirstaðin. Talið er að þeir hafi verið innandyra í mjög skamman tíma, en leit að þeim hófst strax eftir að lögreglan kom á vettvang,“ segir í tilkynningunni. Ennfremur segir að tugir lögreglumanna hafi komið að rannsókn málsins frá því í gærkvöld og nótt og hafi húsleit verið framkvæmt á allnokkrum stöðum í þágu hennar. Fjórir hafi verið handteknir vegna málsins þegar tilkynningin var send á fjölmiðla um klukkan 8:40. Nokkur fjöldi lögreglumanna mætti á vettvang. Lögregla vopnaðist Ennfremur segir að rannsókn málsins sé í forgangi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, en við aðgerðirnar í gærkvöld og nótt hafi hún notið aðstoðar sérsveitar ríkislögreglustjóra. Rannsóknin er sögð beinast meðal annars að því hvort árásin tengist uppgjöri eða hefndaraðgerðum, en að á þessu stigi sé of snemmt að fullyrða um slíkt. „Svo virðist sem málsaðilar séu flestir Íslendingar, en það á eftir að skýrast frekar. Lögreglan vopnaðist vegna aðgerðanna í gærkvöld og nótt, en um mjög alvarlega árás er að ræða. Frekari upplýsingar verða sendar fjölmiðlum eftir því sem rannsókn málsins vindur fram,“ segir í tilkynningunni. Þá kemur fram að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafi notið aðstoðar kollega sinna á Suðurlandi við aðgerðirnar í nótt. Reykjavík Lögreglumál Hnífstunguárás á Bankastræti Club Tengdar fréttir Þrír fluttir á bráðadeild eftir hnífsstungur á Bankastræti Club Þrír voru fluttir með sjúkrabíl á bráðamóttöku Landspítalans eftir að til átaka kom á skemmtistaðnum Bankastræti Club við samnefnda götu í miðbæ Reykjavíkur á tólfta tímanum í kvöld. 18. nóvember 2022 00:44 Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Þar segir að mennirnir, sem séu í kringum tvítugt, hafi allir verið með stungusár. Fram kemur að lögreglu hafi verið tilkynnt um árásina klukkan 23:33 og strax haldið á vettvang. Fyrir liggi að það hafi verið hópur manna sem réðst inn á skemmtistaðinn og að þremenningunum þar sem þeir voru staddir í herbergi. Lögreglukonur með sjúkabörur á vettvangi í kvöld. „Árásarmennirnir voru dökklæddir og með grímur, en þeir yfirgáfu skemmtistaðinn um leið og árásin var yfirstaðin. Talið er að þeir hafi verið innandyra í mjög skamman tíma, en leit að þeim hófst strax eftir að lögreglan kom á vettvang,“ segir í tilkynningunni. Ennfremur segir að tugir lögreglumanna hafi komið að rannsókn málsins frá því í gærkvöld og nótt og hafi húsleit verið framkvæmt á allnokkrum stöðum í þágu hennar. Fjórir hafi verið handteknir vegna málsins þegar tilkynningin var send á fjölmiðla um klukkan 8:40. Nokkur fjöldi lögreglumanna mætti á vettvang. Lögregla vopnaðist Ennfremur segir að rannsókn málsins sé í forgangi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, en við aðgerðirnar í gærkvöld og nótt hafi hún notið aðstoðar sérsveitar ríkislögreglustjóra. Rannsóknin er sögð beinast meðal annars að því hvort árásin tengist uppgjöri eða hefndaraðgerðum, en að á þessu stigi sé of snemmt að fullyrða um slíkt. „Svo virðist sem málsaðilar séu flestir Íslendingar, en það á eftir að skýrast frekar. Lögreglan vopnaðist vegna aðgerðanna í gærkvöld og nótt, en um mjög alvarlega árás er að ræða. Frekari upplýsingar verða sendar fjölmiðlum eftir því sem rannsókn málsins vindur fram,“ segir í tilkynningunni. Þá kemur fram að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafi notið aðstoðar kollega sinna á Suðurlandi við aðgerðirnar í nótt.
Reykjavík Lögreglumál Hnífstunguárás á Bankastræti Club Tengdar fréttir Þrír fluttir á bráðadeild eftir hnífsstungur á Bankastræti Club Þrír voru fluttir með sjúkrabíl á bráðamóttöku Landspítalans eftir að til átaka kom á skemmtistaðnum Bankastræti Club við samnefnda götu í miðbæ Reykjavíkur á tólfta tímanum í kvöld. 18. nóvember 2022 00:44 Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Sjá meira
Þrír fluttir á bráðadeild eftir hnífsstungur á Bankastræti Club Þrír voru fluttir með sjúkrabíl á bráðamóttöku Landspítalans eftir að til átaka kom á skemmtistaðnum Bankastræti Club við samnefnda götu í miðbæ Reykjavíkur á tólfta tímanum í kvöld. 18. nóvember 2022 00:44