Þorbjörg segir „innanhúsmet í meðvirkni“ hafa fallið á Alþingi Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 17. nóvember 2022 14:54 Þorbjörg Sigríður þingmaður Viðreisnar segir þingmenn Sjáflstæðisflokksins reyna að afvegaleiða umræðu um bankasölumálið. Vísir/Vilhelm Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, er ósátt með þann farveg sem umræðan um Íslandsbankasölumálið er farin í á Alþingi. Tveir þingmenn Sjálfstæðisflokksins töldu ástæðu til að vekja máls á þeim leka sem varð á skýrslu ríkisendurskoðunar til fjölmiðla. Trúnaður átti að ríkja um skýrsluna í sólarhring til að gefa nefndarmönnum stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar Alþingis ráðrúm til að gaumgæfa hana áður en fjölmiðlar inntu þá eftir svörum um efni hennar. Í umræðu um störf þingsins sagði Björgvin Jóhannesson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, að lekinn væri til þess fallinn að gengisfella störf Alþingis. „Finnst háttvirtum þingmönnum þetta í alvörunni eitthvað léttvægt mál að trúnaðargögnum nefndarmanna alþingis sé lekið beint í fjölmiðla? Mér finnst það alls ekki og myndi ekki vilja liggja undir grun að hafa sem nefndarmaður að hafa gerst sekur um slíkt athæfi.“ Friðjón R. Friðjónsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, tók undir með Björgvini. Unglingar í Réttó kunnu að halda trúnað „Ég held að flestir þeir sem ég var með í Réttó á sínum tíma hafi haldið trúnaði lengur og betur en þessi þingmaður Stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar sem var skjótari en skugginn að skjóta skýrslunni upp í Efstaleiti. Ég held það blasi við, virðulegi forseti, að Alþingi setur niður við þennan trúnaðarbrest og forseti hlýtur að bregðast við málinu.“ Þorbjörg sagði að með þessari sérstöku áherslu á leka skýrslunnar væri verið að afvegaleiða umræðuna sem ætti að snúast um efni skýrslunnar sjálfrar en benti þó á að ekki væri rætt um annan leka í sama máli sem er lekinn á drögum skýrslunnar sem ekki var ætlað að koma fyrir sjónir almennings. „Um þetta fjalla þingmenn Sjálfstæðisflokksins ekki, um þetta fjallar Morgunblaðið ekki og það væri áhugavert að heyra sjónarmið ríkisendurskoðanda til þess hvað olli því að drög sem aldrei áttu að koma fyrir sjónir almennings rötuðu í fjölmiðla.“ Þorbjörgu virtist ekki skemmt yfir málflutningi stjórnarliða. „Sjálfstæðisflokkurinn vill ekki ræða bankasöluna. Sjálfstæðisflokkurinn vill ekki ræða skýrslu um bankasöluna. Sjálfstæðisflokkurinn vill ræða ótímabæra birtingu skýrslu um bankaskýrsluna. Það er innanhúsmet í meðvirkni hér að falla núna.“ Forseti í lögguleik? Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, vildi fá nánari útlistun á því hverju þingmennirnir væru að kalla eftir að yrði gert. „Mig langar að spyrja, hver eiga viðbrögð forseta að vera? Hverju er verið að kalla eftir? Á forseti að fara í einhvern lögguleik? Á forseti að yfirheyra þingmenn. Á hann að fara í gegnum pósthólfið hjá þingmönnum. Á að fara að yfirheyra fjölmiðla? Á að taka fréttastofu RÚV á teppið og spyrja: Hver er heimildarmaðurinn? Hvað er hægt að gera? Hver er krafan? Hvað er verið að biðja um?“ Salan á Íslandsbanka Alþingi Íslandsbanki Íslenskir bankar Viðreisn Tengdar fréttir Hinir „fjölþættu annmarkar“ voru í drögunum „sérstaklega bagalegir“ Samanburður á drögum Ríkisendurskoðunar á Íslandsbankaskýrslunni svokölluðu sem send voru málsaðilum til umsagnar við þá skýrslu sem gerð var opinber í gær leiðir í ljós að töluverðar breytingar voru gerðar á skýrslunni eftir að umsögnum um hana var skilað. 15. nóvember 2022 07:00 Sér engar alvarlegar ábendingar um lögbrot Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segist ekki sjá neinar alvarlegar ábendingar eða ásakanir um lögbrot í skýrslu Ríkisendurskoðunar um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Hann segir að vandlega verði farið yfir þær ábendingar sem finna má í skýrslunni. 14. nóvember 2022 15:34 Ríkisendurskoðun lætur liggja að því að Bankasýslan hafi brotið lög Ekki verður betur séð en Ríkisendurskoðun haldi því fram að Bankasýslan hafi brotið lög með því að selja ekki hlut ríkisins í Íslandsbanka á hæsta mögulega verði. Vanmat á eftirspurn í bankanum kunni að hafa skaðað hagsmuni ríkissjóðs. 14. nóvember 2022 12:05 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Hringvegurinn opinn á ný Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Sjá meira
Í umræðu um störf þingsins sagði Björgvin Jóhannesson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, að lekinn væri til þess fallinn að gengisfella störf Alþingis. „Finnst háttvirtum þingmönnum þetta í alvörunni eitthvað léttvægt mál að trúnaðargögnum nefndarmanna alþingis sé lekið beint í fjölmiðla? Mér finnst það alls ekki og myndi ekki vilja liggja undir grun að hafa sem nefndarmaður að hafa gerst sekur um slíkt athæfi.“ Friðjón R. Friðjónsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, tók undir með Björgvini. Unglingar í Réttó kunnu að halda trúnað „Ég held að flestir þeir sem ég var með í Réttó á sínum tíma hafi haldið trúnaði lengur og betur en þessi þingmaður Stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar sem var skjótari en skugginn að skjóta skýrslunni upp í Efstaleiti. Ég held það blasi við, virðulegi forseti, að Alþingi setur niður við þennan trúnaðarbrest og forseti hlýtur að bregðast við málinu.“ Þorbjörg sagði að með þessari sérstöku áherslu á leka skýrslunnar væri verið að afvegaleiða umræðuna sem ætti að snúast um efni skýrslunnar sjálfrar en benti þó á að ekki væri rætt um annan leka í sama máli sem er lekinn á drögum skýrslunnar sem ekki var ætlað að koma fyrir sjónir almennings. „Um þetta fjalla þingmenn Sjálfstæðisflokksins ekki, um þetta fjallar Morgunblaðið ekki og það væri áhugavert að heyra sjónarmið ríkisendurskoðanda til þess hvað olli því að drög sem aldrei áttu að koma fyrir sjónir almennings rötuðu í fjölmiðla.“ Þorbjörgu virtist ekki skemmt yfir málflutningi stjórnarliða. „Sjálfstæðisflokkurinn vill ekki ræða bankasöluna. Sjálfstæðisflokkurinn vill ekki ræða skýrslu um bankasöluna. Sjálfstæðisflokkurinn vill ræða ótímabæra birtingu skýrslu um bankaskýrsluna. Það er innanhúsmet í meðvirkni hér að falla núna.“ Forseti í lögguleik? Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, vildi fá nánari útlistun á því hverju þingmennirnir væru að kalla eftir að yrði gert. „Mig langar að spyrja, hver eiga viðbrögð forseta að vera? Hverju er verið að kalla eftir? Á forseti að fara í einhvern lögguleik? Á forseti að yfirheyra þingmenn. Á hann að fara í gegnum pósthólfið hjá þingmönnum. Á að fara að yfirheyra fjölmiðla? Á að taka fréttastofu RÚV á teppið og spyrja: Hver er heimildarmaðurinn? Hvað er hægt að gera? Hver er krafan? Hvað er verið að biðja um?“
Salan á Íslandsbanka Alþingi Íslandsbanki Íslenskir bankar Viðreisn Tengdar fréttir Hinir „fjölþættu annmarkar“ voru í drögunum „sérstaklega bagalegir“ Samanburður á drögum Ríkisendurskoðunar á Íslandsbankaskýrslunni svokölluðu sem send voru málsaðilum til umsagnar við þá skýrslu sem gerð var opinber í gær leiðir í ljós að töluverðar breytingar voru gerðar á skýrslunni eftir að umsögnum um hana var skilað. 15. nóvember 2022 07:00 Sér engar alvarlegar ábendingar um lögbrot Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segist ekki sjá neinar alvarlegar ábendingar eða ásakanir um lögbrot í skýrslu Ríkisendurskoðunar um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Hann segir að vandlega verði farið yfir þær ábendingar sem finna má í skýrslunni. 14. nóvember 2022 15:34 Ríkisendurskoðun lætur liggja að því að Bankasýslan hafi brotið lög Ekki verður betur séð en Ríkisendurskoðun haldi því fram að Bankasýslan hafi brotið lög með því að selja ekki hlut ríkisins í Íslandsbanka á hæsta mögulega verði. Vanmat á eftirspurn í bankanum kunni að hafa skaðað hagsmuni ríkissjóðs. 14. nóvember 2022 12:05 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Hringvegurinn opinn á ný Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Sjá meira
Hinir „fjölþættu annmarkar“ voru í drögunum „sérstaklega bagalegir“ Samanburður á drögum Ríkisendurskoðunar á Íslandsbankaskýrslunni svokölluðu sem send voru málsaðilum til umsagnar við þá skýrslu sem gerð var opinber í gær leiðir í ljós að töluverðar breytingar voru gerðar á skýrslunni eftir að umsögnum um hana var skilað. 15. nóvember 2022 07:00
Sér engar alvarlegar ábendingar um lögbrot Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segist ekki sjá neinar alvarlegar ábendingar eða ásakanir um lögbrot í skýrslu Ríkisendurskoðunar um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Hann segir að vandlega verði farið yfir þær ábendingar sem finna má í skýrslunni. 14. nóvember 2022 15:34
Ríkisendurskoðun lætur liggja að því að Bankasýslan hafi brotið lög Ekki verður betur séð en Ríkisendurskoðun haldi því fram að Bankasýslan hafi brotið lög með því að selja ekki hlut ríkisins í Íslandsbanka á hæsta mögulega verði. Vanmat á eftirspurn í bankanum kunni að hafa skaðað hagsmuni ríkissjóðs. 14. nóvember 2022 12:05