Þorbjörg segir „innanhúsmet í meðvirkni“ hafa fallið á Alþingi Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 17. nóvember 2022 14:54 Þorbjörg Sigríður þingmaður Viðreisnar segir þingmenn Sjáflstæðisflokksins reyna að afvegaleiða umræðu um bankasölumálið. Vísir/Vilhelm Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, er ósátt með þann farveg sem umræðan um Íslandsbankasölumálið er farin í á Alþingi. Tveir þingmenn Sjálfstæðisflokksins töldu ástæðu til að vekja máls á þeim leka sem varð á skýrslu ríkisendurskoðunar til fjölmiðla. Trúnaður átti að ríkja um skýrsluna í sólarhring til að gefa nefndarmönnum stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar Alþingis ráðrúm til að gaumgæfa hana áður en fjölmiðlar inntu þá eftir svörum um efni hennar. Í umræðu um störf þingsins sagði Björgvin Jóhannesson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, að lekinn væri til þess fallinn að gengisfella störf Alþingis. „Finnst háttvirtum þingmönnum þetta í alvörunni eitthvað léttvægt mál að trúnaðargögnum nefndarmanna alþingis sé lekið beint í fjölmiðla? Mér finnst það alls ekki og myndi ekki vilja liggja undir grun að hafa sem nefndarmaður að hafa gerst sekur um slíkt athæfi.“ Friðjón R. Friðjónsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, tók undir með Björgvini. Unglingar í Réttó kunnu að halda trúnað „Ég held að flestir þeir sem ég var með í Réttó á sínum tíma hafi haldið trúnaði lengur og betur en þessi þingmaður Stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar sem var skjótari en skugginn að skjóta skýrslunni upp í Efstaleiti. Ég held það blasi við, virðulegi forseti, að Alþingi setur niður við þennan trúnaðarbrest og forseti hlýtur að bregðast við málinu.“ Þorbjörg sagði að með þessari sérstöku áherslu á leka skýrslunnar væri verið að afvegaleiða umræðuna sem ætti að snúast um efni skýrslunnar sjálfrar en benti þó á að ekki væri rætt um annan leka í sama máli sem er lekinn á drögum skýrslunnar sem ekki var ætlað að koma fyrir sjónir almennings. „Um þetta fjalla þingmenn Sjálfstæðisflokksins ekki, um þetta fjallar Morgunblaðið ekki og það væri áhugavert að heyra sjónarmið ríkisendurskoðanda til þess hvað olli því að drög sem aldrei áttu að koma fyrir sjónir almennings rötuðu í fjölmiðla.“ Þorbjörgu virtist ekki skemmt yfir málflutningi stjórnarliða. „Sjálfstæðisflokkurinn vill ekki ræða bankasöluna. Sjálfstæðisflokkurinn vill ekki ræða skýrslu um bankasöluna. Sjálfstæðisflokkurinn vill ræða ótímabæra birtingu skýrslu um bankaskýrsluna. Það er innanhúsmet í meðvirkni hér að falla núna.“ Forseti í lögguleik? Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, vildi fá nánari útlistun á því hverju þingmennirnir væru að kalla eftir að yrði gert. „Mig langar að spyrja, hver eiga viðbrögð forseta að vera? Hverju er verið að kalla eftir? Á forseti að fara í einhvern lögguleik? Á forseti að yfirheyra þingmenn. Á hann að fara í gegnum pósthólfið hjá þingmönnum. Á að fara að yfirheyra fjölmiðla? Á að taka fréttastofu RÚV á teppið og spyrja: Hver er heimildarmaðurinn? Hvað er hægt að gera? Hver er krafan? Hvað er verið að biðja um?“ Salan á Íslandsbanka Alþingi Íslandsbanki Íslenskir bankar Viðreisn Tengdar fréttir Hinir „fjölþættu annmarkar“ voru í drögunum „sérstaklega bagalegir“ Samanburður á drögum Ríkisendurskoðunar á Íslandsbankaskýrslunni svokölluðu sem send voru málsaðilum til umsagnar við þá skýrslu sem gerð var opinber í gær leiðir í ljós að töluverðar breytingar voru gerðar á skýrslunni eftir að umsögnum um hana var skilað. 15. nóvember 2022 07:00 Sér engar alvarlegar ábendingar um lögbrot Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segist ekki sjá neinar alvarlegar ábendingar eða ásakanir um lögbrot í skýrslu Ríkisendurskoðunar um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Hann segir að vandlega verði farið yfir þær ábendingar sem finna má í skýrslunni. 14. nóvember 2022 15:34 Ríkisendurskoðun lætur liggja að því að Bankasýslan hafi brotið lög Ekki verður betur séð en Ríkisendurskoðun haldi því fram að Bankasýslan hafi brotið lög með því að selja ekki hlut ríkisins í Íslandsbanka á hæsta mögulega verði. Vanmat á eftirspurn í bankanum kunni að hafa skaðað hagsmuni ríkissjóðs. 14. nóvember 2022 12:05 Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Í umræðu um störf þingsins sagði Björgvin Jóhannesson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, að lekinn væri til þess fallinn að gengisfella störf Alþingis. „Finnst háttvirtum þingmönnum þetta í alvörunni eitthvað léttvægt mál að trúnaðargögnum nefndarmanna alþingis sé lekið beint í fjölmiðla? Mér finnst það alls ekki og myndi ekki vilja liggja undir grun að hafa sem nefndarmaður að hafa gerst sekur um slíkt athæfi.“ Friðjón R. Friðjónsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, tók undir með Björgvini. Unglingar í Réttó kunnu að halda trúnað „Ég held að flestir þeir sem ég var með í Réttó á sínum tíma hafi haldið trúnaði lengur og betur en þessi þingmaður Stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar sem var skjótari en skugginn að skjóta skýrslunni upp í Efstaleiti. Ég held það blasi við, virðulegi forseti, að Alþingi setur niður við þennan trúnaðarbrest og forseti hlýtur að bregðast við málinu.“ Þorbjörg sagði að með þessari sérstöku áherslu á leka skýrslunnar væri verið að afvegaleiða umræðuna sem ætti að snúast um efni skýrslunnar sjálfrar en benti þó á að ekki væri rætt um annan leka í sama máli sem er lekinn á drögum skýrslunnar sem ekki var ætlað að koma fyrir sjónir almennings. „Um þetta fjalla þingmenn Sjálfstæðisflokksins ekki, um þetta fjallar Morgunblaðið ekki og það væri áhugavert að heyra sjónarmið ríkisendurskoðanda til þess hvað olli því að drög sem aldrei áttu að koma fyrir sjónir almennings rötuðu í fjölmiðla.“ Þorbjörgu virtist ekki skemmt yfir málflutningi stjórnarliða. „Sjálfstæðisflokkurinn vill ekki ræða bankasöluna. Sjálfstæðisflokkurinn vill ekki ræða skýrslu um bankasöluna. Sjálfstæðisflokkurinn vill ræða ótímabæra birtingu skýrslu um bankaskýrsluna. Það er innanhúsmet í meðvirkni hér að falla núna.“ Forseti í lögguleik? Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, vildi fá nánari útlistun á því hverju þingmennirnir væru að kalla eftir að yrði gert. „Mig langar að spyrja, hver eiga viðbrögð forseta að vera? Hverju er verið að kalla eftir? Á forseti að fara í einhvern lögguleik? Á forseti að yfirheyra þingmenn. Á hann að fara í gegnum pósthólfið hjá þingmönnum. Á að fara að yfirheyra fjölmiðla? Á að taka fréttastofu RÚV á teppið og spyrja: Hver er heimildarmaðurinn? Hvað er hægt að gera? Hver er krafan? Hvað er verið að biðja um?“
Salan á Íslandsbanka Alþingi Íslandsbanki Íslenskir bankar Viðreisn Tengdar fréttir Hinir „fjölþættu annmarkar“ voru í drögunum „sérstaklega bagalegir“ Samanburður á drögum Ríkisendurskoðunar á Íslandsbankaskýrslunni svokölluðu sem send voru málsaðilum til umsagnar við þá skýrslu sem gerð var opinber í gær leiðir í ljós að töluverðar breytingar voru gerðar á skýrslunni eftir að umsögnum um hana var skilað. 15. nóvember 2022 07:00 Sér engar alvarlegar ábendingar um lögbrot Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segist ekki sjá neinar alvarlegar ábendingar eða ásakanir um lögbrot í skýrslu Ríkisendurskoðunar um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Hann segir að vandlega verði farið yfir þær ábendingar sem finna má í skýrslunni. 14. nóvember 2022 15:34 Ríkisendurskoðun lætur liggja að því að Bankasýslan hafi brotið lög Ekki verður betur séð en Ríkisendurskoðun haldi því fram að Bankasýslan hafi brotið lög með því að selja ekki hlut ríkisins í Íslandsbanka á hæsta mögulega verði. Vanmat á eftirspurn í bankanum kunni að hafa skaðað hagsmuni ríkissjóðs. 14. nóvember 2022 12:05 Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Hinir „fjölþættu annmarkar“ voru í drögunum „sérstaklega bagalegir“ Samanburður á drögum Ríkisendurskoðunar á Íslandsbankaskýrslunni svokölluðu sem send voru málsaðilum til umsagnar við þá skýrslu sem gerð var opinber í gær leiðir í ljós að töluverðar breytingar voru gerðar á skýrslunni eftir að umsögnum um hana var skilað. 15. nóvember 2022 07:00
Sér engar alvarlegar ábendingar um lögbrot Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segist ekki sjá neinar alvarlegar ábendingar eða ásakanir um lögbrot í skýrslu Ríkisendurskoðunar um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Hann segir að vandlega verði farið yfir þær ábendingar sem finna má í skýrslunni. 14. nóvember 2022 15:34
Ríkisendurskoðun lætur liggja að því að Bankasýslan hafi brotið lög Ekki verður betur séð en Ríkisendurskoðun haldi því fram að Bankasýslan hafi brotið lög með því að selja ekki hlut ríkisins í Íslandsbanka á hæsta mögulega verði. Vanmat á eftirspurn í bankanum kunni að hafa skaðað hagsmuni ríkissjóðs. 14. nóvember 2022 12:05
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent