Reykti einn pakka af sígarettum á meðan hann kláraði maraþonhlaup Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. nóvember 2022 09:30 Chen frændi kveikti sér reglulega í rettu á leiðinni. Twitter Það reynir mikið á lungun að hlaupa heilt maraþonhlaup og góð byrjun í að undirbúa sig fyrir slík hlaup er að reykja ekki. Það er þó einn maður sem hlustar ekkert á svoleiðis ráð. Þess vegna hefur fimmtugur kínverskur maraþonhlaupari vakið mikla athygli á samfélagsmiðlinum Weibo í heimalandinu. View this post on Instagram A post shared by Sports Blog Nation (@sbnation) Chen frændi, eins og hann er kallaður, kláraði nefnilega Xin’anjiang maraþonhlaupið í Jiande á þremur klukkutímum og 28 mínútum. Það sem gerði afrek hans enn eftirtektarverða var að á meðan hann hljóp maraþonhlaupið þá kláraði hann heilan pakka af sígarettum. Vanalega eru tuttugu sígarettur í pakkanum og það þykir mikið að reykja einn pakka á dag. Hvað þá að klára pakkann á innan við fjórum klukkutímum á meðan þú hleypur 42 kílómetra eða eins og að hlaupa frá Smáralind í Kópavogi til Keflavíkur. Það fylgir sögunni að Chen er bakgarðshlaupari og er því vanur að hlaupa miklu lengur en þessa 42 kílómetra sem þarf að klára í maraþonhlaupi. A 50-year-old runner, known as Uncle Chen, ran a marathon this weekend in 3 hours 26 minutes, smoking cigs the entire time.Afterwards, was giving competitors wedgies and crushes beers. pic.twitter.com/twnNAO4a3Q— Sam Parr (@thesamparr) November 16, 2022 Reykjandi maraþonhlauparinn hefur vissulega fengið mikla athygli í netheimum og flestir skilja ekki hvernig þetta sé hægt. Það mætti kannski semja við kappann að fá að skoða þessi lungu hans á rannsóknarstofu þegar hann fellur frá. Þetta er auðvitað ekkert sem á skilið hrós eða hetjuljóma og það er nokkuð öruggt að þó að hjarta Chen frænda er í góðum gír þá eru lungun hans líklega eins og hjá 140 ára gömlum manni. Frjálsar íþróttir Hlaup Kína Mest lesið „Ég er langbesti körfubolta þjálfari á landinu og það vita það allir” Körfubolti Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann Enski boltinn Lettneskur landsliðsmaður fannst látinn í Moskvu Körfubolti Sveindís Jane fékk að byrja í Meistaradeildinni Fótbolti Dagskráin: Báðar Bónus deildirnar og Liverpool Sport Freyr rekinn frá Kortrijk í kvöld Fótbolti Liðsfélagi Alberts gefur út rappplötu Fótbolti Conor McGregor ætlar að berjast við YouTube stjörnu Sport Frétti af dauða bróður síns í hálfleik Fótbolti Bleikur Lamine Yamal kynnti nýju skóna sína Fótbolti Fleiri fréttir Frétti af dauða bróður síns í hálfleik Dagskráin: Báðar Bónus deildirnar og Liverpool Liðsfélagi Alberts gefur út rappplötu Lettneskur landsliðsmaður fannst látinn í Moskvu Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann „Ég er langbesti körfubolta þjálfari á landinu og það vita það allir” Juventus enn taplaust og áfram í bikarnum Sveindís Jane fékk að byrja í Meistaradeildinni Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Norðankonur áfram fullkomnar á heimavelli Uppgjör og viðtöl: Aþena - Haukar 64-77 | Haukakonur á toppinn Bleikur Lamine Yamal kynnti nýju skóna sína Tindastólsstelpur skoruðu þrjátíu stig í röð Ofurdeild Evrópu aftur á dagskrá en undir nýju nafni og með 96 liðum Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Freyr rekinn frá Kortrijk í kvöld Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Conor McGregor ætlar að berjast við YouTube stjörnu Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Minntust eiginkonu Mardle Ræddu mögulegan þjálfarakapal milli Bónusdeildanna Mudryk í áfalli eftir að hafa fallið á lyfjaprófinu Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa United hefur áhuga á framherja sem er í frystinum hjá PSG Eyddi níu milljónum í bikara fyrir starfsliðið Vill að Liverpool kaupi vinstri bakvörð Bournemouth Sigursælasti tenniskappi Suður-Kóreu þarf að fara í herinn Draumurinn að spila fyrir Liverpool Sjá meira
Þess vegna hefur fimmtugur kínverskur maraþonhlaupari vakið mikla athygli á samfélagsmiðlinum Weibo í heimalandinu. View this post on Instagram A post shared by Sports Blog Nation (@sbnation) Chen frændi, eins og hann er kallaður, kláraði nefnilega Xin’anjiang maraþonhlaupið í Jiande á þremur klukkutímum og 28 mínútum. Það sem gerði afrek hans enn eftirtektarverða var að á meðan hann hljóp maraþonhlaupið þá kláraði hann heilan pakka af sígarettum. Vanalega eru tuttugu sígarettur í pakkanum og það þykir mikið að reykja einn pakka á dag. Hvað þá að klára pakkann á innan við fjórum klukkutímum á meðan þú hleypur 42 kílómetra eða eins og að hlaupa frá Smáralind í Kópavogi til Keflavíkur. Það fylgir sögunni að Chen er bakgarðshlaupari og er því vanur að hlaupa miklu lengur en þessa 42 kílómetra sem þarf að klára í maraþonhlaupi. A 50-year-old runner, known as Uncle Chen, ran a marathon this weekend in 3 hours 26 minutes, smoking cigs the entire time.Afterwards, was giving competitors wedgies and crushes beers. pic.twitter.com/twnNAO4a3Q— Sam Parr (@thesamparr) November 16, 2022 Reykjandi maraþonhlauparinn hefur vissulega fengið mikla athygli í netheimum og flestir skilja ekki hvernig þetta sé hægt. Það mætti kannski semja við kappann að fá að skoða þessi lungu hans á rannsóknarstofu þegar hann fellur frá. Þetta er auðvitað ekkert sem á skilið hrós eða hetjuljóma og það er nokkuð öruggt að þó að hjarta Chen frænda er í góðum gír þá eru lungun hans líklega eins og hjá 140 ára gömlum manni.
Frjálsar íþróttir Hlaup Kína Mest lesið „Ég er langbesti körfubolta þjálfari á landinu og það vita það allir” Körfubolti Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann Enski boltinn Lettneskur landsliðsmaður fannst látinn í Moskvu Körfubolti Sveindís Jane fékk að byrja í Meistaradeildinni Fótbolti Dagskráin: Báðar Bónus deildirnar og Liverpool Sport Freyr rekinn frá Kortrijk í kvöld Fótbolti Liðsfélagi Alberts gefur út rappplötu Fótbolti Conor McGregor ætlar að berjast við YouTube stjörnu Sport Frétti af dauða bróður síns í hálfleik Fótbolti Bleikur Lamine Yamal kynnti nýju skóna sína Fótbolti Fleiri fréttir Frétti af dauða bróður síns í hálfleik Dagskráin: Báðar Bónus deildirnar og Liverpool Liðsfélagi Alberts gefur út rappplötu Lettneskur landsliðsmaður fannst látinn í Moskvu Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann „Ég er langbesti körfubolta þjálfari á landinu og það vita það allir” Juventus enn taplaust og áfram í bikarnum Sveindís Jane fékk að byrja í Meistaradeildinni Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Norðankonur áfram fullkomnar á heimavelli Uppgjör og viðtöl: Aþena - Haukar 64-77 | Haukakonur á toppinn Bleikur Lamine Yamal kynnti nýju skóna sína Tindastólsstelpur skoruðu þrjátíu stig í röð Ofurdeild Evrópu aftur á dagskrá en undir nýju nafni og með 96 liðum Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Freyr rekinn frá Kortrijk í kvöld Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Conor McGregor ætlar að berjast við YouTube stjörnu Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Minntust eiginkonu Mardle Ræddu mögulegan þjálfarakapal milli Bónusdeildanna Mudryk í áfalli eftir að hafa fallið á lyfjaprófinu Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa United hefur áhuga á framherja sem er í frystinum hjá PSG Eyddi níu milljónum í bikara fyrir starfsliðið Vill að Liverpool kaupi vinstri bakvörð Bournemouth Sigursælasti tenniskappi Suður-Kóreu þarf að fara í herinn Draumurinn að spila fyrir Liverpool Sjá meira