Tölum um samgöngukostnað Þorsteinn R. Hermannsson skrifar 17. nóvember 2022 07:31 Við undirritun sáttmála ríkis og sveitarfélaga um samgöngufjárfestingar á höfuðborgarsvæðinu fyrir þremur árum kom fram að næstu 15 árin yrði ráðist í einar umfangsmestu samgönguframkvæmdir sögunnar til að bæta samgöngur á svæðinu. Umfang fjárfestinga sáttmálans á tímabilinu er 120 ma. á verðlagi 2019. Um 45% af fjármagninu er ætlað í stofnvegi, um 42% í innviði Borgarlínu og um 13% í göngu- og hjólastíga, umferðarflæðis- og öryggisúrbætur. Bein framlög ríkisins til verkefna samgöngusáttmálans á tímabilinu eiga að nema 30 mö. og bein framlög sveitarfélaganna 15 mö. á verðlagi ársins 2019. Að öðru leyti á að fjármagna fjárfestingarnar með þróun og sölu ríkislands að Keldum og flýti- og umferðargjöldum eða sölu ríkiseigna. Það er ekki nýtt fyrir okkur að fjárfesta í samgönguinnviðum. Ríkið varði yfir 100 ma. á núvirði í stofnvegakerfið á höfuðborgarsvæðinu frá 1985 til 2010. Árið 2007 lögðu sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu til að ríkið setti yfir 100 ma. í fjárfestingar á stofnvegum á svæðinu til ársins 2018 auk þess sem að Sundabraut yrði byggð en fjármögnuð eftir öðrum leiðum. 630 milljarða samgönguáætlun Þetta eru stórar tölur og því gæti verið gagnlegt að horfa á stærra samhengi um kostnað hins opinbera við samgöngukerfi landsins. Í samgönguáætlun til 15 ára sem var samþykkt á Alþingi árið 2020 er ráðgert að ríkið verji alls um 630 mö. í samgöngur á tímabilinu á landsvísu. Þar af eru framlög til nýframkvæmda í vegagerð um 220 ma., um 280 mö. á að verja í viðhald og þjónustu vega og rúmlega 50 mö. í styrki til almenningssamgangna. Til viðbótar eru í undirbúningi sex stór samvinnuverkefni á borð við Sundabraut og tvöföldun Hvalfjarðarganga sem á að fjármagna að hluta til eða öllu leyti með staðbundinni gjaldtöku. Þá eru ótaldar fjárfestingar sveitarfélaga í nýjum götum og stígum og viðhaldi og þjónustu núverandi samgöngukerfa. Heimilisbókhaldið Þar með er alls ekki öll sagan sögð. Til viðbótar við fjármagn hins opinbera til samgangna kemur kostnaður notenda samgöngukerfa, beini kostnaðurinn okkar allra við að fara á milli A og B. Okkur er tíðrætt um húsnæðis- og matarverð enda kostnaður við húsnæði, hita og rafmagn um 25% af einkaneyslu hérlendis síðustu fimm ár og kostnaður við mat og drykkjarvöru um 13%. Við ræðum minna um kaup og rekstur ökutækja sem er um það bil jafnstór útgjaldaliður og matur og drykkur samkvæmt greiningum Hagstofunnar á einkaneyslu. Síðustu fimm ár hafa heimilin varið tæplega 50 mö. króna á ári í kaup ökutækja og um 130 mö. á ári í rekstur ökutækja. Á þremur til fjórum árum má því búast við að heimilin í landinu verji jafn miklu fé í eigin ökutæki og sem nemur beinu framlagi ríkisins í uppbyggingu, viðhald og rekstur vega, hafna og flugvalla í landinu á 15 árum. Hagkvæmar og fjölbreyttar samgöngur Þegar stefnan var sett í samgöngusáttmálanum um að fjölga valkostum í samgöngum og byggja upp kerfi vistvænni og hagkvæmari samgangna á höfuðborgarsvæðinu var ekki eingöngu verið að hugsa um ríkisbókhaldið og losunarbókhaldið. Miðað við fyrrnefnda greiningu á einkaneyslu má ætla að íbúar höfuðborgarsvæðisins hafi að jafnaði varið um 9 milljörðum króna á mánuði í kaup og rekstur eigin ökutækja síðustu árin. Það þarf kannski ekki að koma á óvart þar sem um 1,7 einkabílar eru að meðaltali á hverju heimili. Það eru því miklir hagsmunir fyrir notendur samgöngukerfa á höfuðborgarsvæðinu að hafa fleiri valkosti og möguleika á að nýta hluta peninganna sinna í eitthvað annað en bíl sem aðeins er í notkun 5-10% af líftíma sínum. Fyrir þau sem eru enn þá að lesa þegar hingað er komið. Ég er ekki byrjaður að tala um kostnað hins opinbera, atvinnulífs og vegfarenda við umferðartafir, bílastæði, landnotkun samgangna, mengun og slys. Það er efni í aðra grein með stórum tölum. Höfundur er forstöðumaður þróunar hjá Betri samgöngum ohf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarlína Reykjavík Samgöngur Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Sjá meira
Við undirritun sáttmála ríkis og sveitarfélaga um samgöngufjárfestingar á höfuðborgarsvæðinu fyrir þremur árum kom fram að næstu 15 árin yrði ráðist í einar umfangsmestu samgönguframkvæmdir sögunnar til að bæta samgöngur á svæðinu. Umfang fjárfestinga sáttmálans á tímabilinu er 120 ma. á verðlagi 2019. Um 45% af fjármagninu er ætlað í stofnvegi, um 42% í innviði Borgarlínu og um 13% í göngu- og hjólastíga, umferðarflæðis- og öryggisúrbætur. Bein framlög ríkisins til verkefna samgöngusáttmálans á tímabilinu eiga að nema 30 mö. og bein framlög sveitarfélaganna 15 mö. á verðlagi ársins 2019. Að öðru leyti á að fjármagna fjárfestingarnar með þróun og sölu ríkislands að Keldum og flýti- og umferðargjöldum eða sölu ríkiseigna. Það er ekki nýtt fyrir okkur að fjárfesta í samgönguinnviðum. Ríkið varði yfir 100 ma. á núvirði í stofnvegakerfið á höfuðborgarsvæðinu frá 1985 til 2010. Árið 2007 lögðu sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu til að ríkið setti yfir 100 ma. í fjárfestingar á stofnvegum á svæðinu til ársins 2018 auk þess sem að Sundabraut yrði byggð en fjármögnuð eftir öðrum leiðum. 630 milljarða samgönguáætlun Þetta eru stórar tölur og því gæti verið gagnlegt að horfa á stærra samhengi um kostnað hins opinbera við samgöngukerfi landsins. Í samgönguáætlun til 15 ára sem var samþykkt á Alþingi árið 2020 er ráðgert að ríkið verji alls um 630 mö. í samgöngur á tímabilinu á landsvísu. Þar af eru framlög til nýframkvæmda í vegagerð um 220 ma., um 280 mö. á að verja í viðhald og þjónustu vega og rúmlega 50 mö. í styrki til almenningssamgangna. Til viðbótar eru í undirbúningi sex stór samvinnuverkefni á borð við Sundabraut og tvöföldun Hvalfjarðarganga sem á að fjármagna að hluta til eða öllu leyti með staðbundinni gjaldtöku. Þá eru ótaldar fjárfestingar sveitarfélaga í nýjum götum og stígum og viðhaldi og þjónustu núverandi samgöngukerfa. Heimilisbókhaldið Þar með er alls ekki öll sagan sögð. Til viðbótar við fjármagn hins opinbera til samgangna kemur kostnaður notenda samgöngukerfa, beini kostnaðurinn okkar allra við að fara á milli A og B. Okkur er tíðrætt um húsnæðis- og matarverð enda kostnaður við húsnæði, hita og rafmagn um 25% af einkaneyslu hérlendis síðustu fimm ár og kostnaður við mat og drykkjarvöru um 13%. Við ræðum minna um kaup og rekstur ökutækja sem er um það bil jafnstór útgjaldaliður og matur og drykkur samkvæmt greiningum Hagstofunnar á einkaneyslu. Síðustu fimm ár hafa heimilin varið tæplega 50 mö. króna á ári í kaup ökutækja og um 130 mö. á ári í rekstur ökutækja. Á þremur til fjórum árum má því búast við að heimilin í landinu verji jafn miklu fé í eigin ökutæki og sem nemur beinu framlagi ríkisins í uppbyggingu, viðhald og rekstur vega, hafna og flugvalla í landinu á 15 árum. Hagkvæmar og fjölbreyttar samgöngur Þegar stefnan var sett í samgöngusáttmálanum um að fjölga valkostum í samgöngum og byggja upp kerfi vistvænni og hagkvæmari samgangna á höfuðborgarsvæðinu var ekki eingöngu verið að hugsa um ríkisbókhaldið og losunarbókhaldið. Miðað við fyrrnefnda greiningu á einkaneyslu má ætla að íbúar höfuðborgarsvæðisins hafi að jafnaði varið um 9 milljörðum króna á mánuði í kaup og rekstur eigin ökutækja síðustu árin. Það þarf kannski ekki að koma á óvart þar sem um 1,7 einkabílar eru að meðaltali á hverju heimili. Það eru því miklir hagsmunir fyrir notendur samgöngukerfa á höfuðborgarsvæðinu að hafa fleiri valkosti og möguleika á að nýta hluta peninganna sinna í eitthvað annað en bíl sem aðeins er í notkun 5-10% af líftíma sínum. Fyrir þau sem eru enn þá að lesa þegar hingað er komið. Ég er ekki byrjaður að tala um kostnað hins opinbera, atvinnulífs og vegfarenda við umferðartafir, bílastæði, landnotkun samgangna, mengun og slys. Það er efni í aðra grein með stórum tölum. Höfundur er forstöðumaður þróunar hjá Betri samgöngum ohf.
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar