Hitamet falla um Evrópu Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 15. nóvember 2022 11:20 Hiti hefur mælst yfir meðallagi hérlendis. Vísir/Vilhelm Hlýtt hefur verið í Evrópu á síðustu misserum, hæsti hiti í nóvembermánuði í Finnlandi frá upphafi mældist í Helsinki á dögunum og hafa mikil hlýindi verið í Bretlandi. Hiti hérlendis mælist yfir meðallagi miðað við árstíma. Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur greindi frá þessu í Bítinu í morgun en hann segir október hafa verið hlýrri en gengur og gerist. „Hitinn núna þessa dagana er svona sex til átta gráðum yfir meðallagi árstímans, eitthvað svoleiðis. Hann var að mælast ellefu og tólf stig á nokkrum stöðum fyrir norðan í gær,“ segir Einar. Tíðin hafi verið mjög mild frá því um 10. október og ekki sjái fyrir endann á því. „Þetta er ekki bara hér sem þetta hefur verið svona, það voru sett mjög athyglisverð hitamet á meginlandi Evrópu um helgina. Til að mynda aldrei mælst svona hár hiti á Bretlandseyjum þetta seint haustsins eins og gerði, það fór í rúmar tuttugu gráður í Wales,“ segir Einar. Hann nefnir einnig að hitamet hafi fallið í Finnlandi. Hæsti hiti í nóvember frá upphafi hafi mælst hjá veðurathugunarstöð í Helsinki en þar hófust mælingar fyrir árið 1900. Viðtalið við Einar veðurfræðing má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Guardian greindi frá því fyrr í mánuðinum að margar Evrópuþjóðir hefðu upplifað hlýrri októbermánuð en vanalega. Í þeim hópi voru meðal annars Frakkland, Austurríki, Slóvenía og Sviss en í þeim löndum var hitamet slegið. Sænski miðillinn SVT greindi einnig frá því á dögunum að hitamet hefði fallið þar í landi en aldrei hefur hiti mælst jafn hár, jafn seint á árinu. Hitametið féll á þremur stöðum í Svíþjóð þann 12. nóvember síðastliðinn og fór hitinn upp í 16,7 gráður. Á meðan hitamet voru slegin í Evrópu á að hafa snjóað á hálendi Brasilíu í fyrsta skipti á þessum árstíma í hundrað ár og snörp hitalækkun gekk yfir ákveðin svæði í Bandaríkjunum. Sem dæmi má nefna að í Salt Lake City í Utah féll hámarkshitinn úr 25 gráðum þann 21. október niður í sjö gráður þann 19. október. Loftslagsmál Bandaríkin Bretland Finnland Svíþjóð Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Sjá meira
Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur greindi frá þessu í Bítinu í morgun en hann segir október hafa verið hlýrri en gengur og gerist. „Hitinn núna þessa dagana er svona sex til átta gráðum yfir meðallagi árstímans, eitthvað svoleiðis. Hann var að mælast ellefu og tólf stig á nokkrum stöðum fyrir norðan í gær,“ segir Einar. Tíðin hafi verið mjög mild frá því um 10. október og ekki sjái fyrir endann á því. „Þetta er ekki bara hér sem þetta hefur verið svona, það voru sett mjög athyglisverð hitamet á meginlandi Evrópu um helgina. Til að mynda aldrei mælst svona hár hiti á Bretlandseyjum þetta seint haustsins eins og gerði, það fór í rúmar tuttugu gráður í Wales,“ segir Einar. Hann nefnir einnig að hitamet hafi fallið í Finnlandi. Hæsti hiti í nóvember frá upphafi hafi mælst hjá veðurathugunarstöð í Helsinki en þar hófust mælingar fyrir árið 1900. Viðtalið við Einar veðurfræðing má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Guardian greindi frá því fyrr í mánuðinum að margar Evrópuþjóðir hefðu upplifað hlýrri októbermánuð en vanalega. Í þeim hópi voru meðal annars Frakkland, Austurríki, Slóvenía og Sviss en í þeim löndum var hitamet slegið. Sænski miðillinn SVT greindi einnig frá því á dögunum að hitamet hefði fallið þar í landi en aldrei hefur hiti mælst jafn hár, jafn seint á árinu. Hitametið féll á þremur stöðum í Svíþjóð þann 12. nóvember síðastliðinn og fór hitinn upp í 16,7 gráður. Á meðan hitamet voru slegin í Evrópu á að hafa snjóað á hálendi Brasilíu í fyrsta skipti á þessum árstíma í hundrað ár og snörp hitalækkun gekk yfir ákveðin svæði í Bandaríkjunum. Sem dæmi má nefna að í Salt Lake City í Utah féll hámarkshitinn úr 25 gráðum þann 21. október niður í sjö gráður þann 19. október.
Loftslagsmál Bandaríkin Bretland Finnland Svíþjóð Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Sjá meira