Hitamet falla um Evrópu Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 15. nóvember 2022 11:20 Hiti hefur mælst yfir meðallagi hérlendis. Vísir/Vilhelm Hlýtt hefur verið í Evrópu á síðustu misserum, hæsti hiti í nóvembermánuði í Finnlandi frá upphafi mældist í Helsinki á dögunum og hafa mikil hlýindi verið í Bretlandi. Hiti hérlendis mælist yfir meðallagi miðað við árstíma. Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur greindi frá þessu í Bítinu í morgun en hann segir október hafa verið hlýrri en gengur og gerist. „Hitinn núna þessa dagana er svona sex til átta gráðum yfir meðallagi árstímans, eitthvað svoleiðis. Hann var að mælast ellefu og tólf stig á nokkrum stöðum fyrir norðan í gær,“ segir Einar. Tíðin hafi verið mjög mild frá því um 10. október og ekki sjái fyrir endann á því. „Þetta er ekki bara hér sem þetta hefur verið svona, það voru sett mjög athyglisverð hitamet á meginlandi Evrópu um helgina. Til að mynda aldrei mælst svona hár hiti á Bretlandseyjum þetta seint haustsins eins og gerði, það fór í rúmar tuttugu gráður í Wales,“ segir Einar. Hann nefnir einnig að hitamet hafi fallið í Finnlandi. Hæsti hiti í nóvember frá upphafi hafi mælst hjá veðurathugunarstöð í Helsinki en þar hófust mælingar fyrir árið 1900. Viðtalið við Einar veðurfræðing má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Guardian greindi frá því fyrr í mánuðinum að margar Evrópuþjóðir hefðu upplifað hlýrri októbermánuð en vanalega. Í þeim hópi voru meðal annars Frakkland, Austurríki, Slóvenía og Sviss en í þeim löndum var hitamet slegið. Sænski miðillinn SVT greindi einnig frá því á dögunum að hitamet hefði fallið þar í landi en aldrei hefur hiti mælst jafn hár, jafn seint á árinu. Hitametið féll á þremur stöðum í Svíþjóð þann 12. nóvember síðastliðinn og fór hitinn upp í 16,7 gráður. Á meðan hitamet voru slegin í Evrópu á að hafa snjóað á hálendi Brasilíu í fyrsta skipti á þessum árstíma í hundrað ár og snörp hitalækkun gekk yfir ákveðin svæði í Bandaríkjunum. Sem dæmi má nefna að í Salt Lake City í Utah féll hámarkshitinn úr 25 gráðum þann 21. október niður í sjö gráður þann 19. október. Loftslagsmál Bandaríkin Bretland Finnland Svíþjóð Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira
Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur greindi frá þessu í Bítinu í morgun en hann segir október hafa verið hlýrri en gengur og gerist. „Hitinn núna þessa dagana er svona sex til átta gráðum yfir meðallagi árstímans, eitthvað svoleiðis. Hann var að mælast ellefu og tólf stig á nokkrum stöðum fyrir norðan í gær,“ segir Einar. Tíðin hafi verið mjög mild frá því um 10. október og ekki sjái fyrir endann á því. „Þetta er ekki bara hér sem þetta hefur verið svona, það voru sett mjög athyglisverð hitamet á meginlandi Evrópu um helgina. Til að mynda aldrei mælst svona hár hiti á Bretlandseyjum þetta seint haustsins eins og gerði, það fór í rúmar tuttugu gráður í Wales,“ segir Einar. Hann nefnir einnig að hitamet hafi fallið í Finnlandi. Hæsti hiti í nóvember frá upphafi hafi mælst hjá veðurathugunarstöð í Helsinki en þar hófust mælingar fyrir árið 1900. Viðtalið við Einar veðurfræðing má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Guardian greindi frá því fyrr í mánuðinum að margar Evrópuþjóðir hefðu upplifað hlýrri októbermánuð en vanalega. Í þeim hópi voru meðal annars Frakkland, Austurríki, Slóvenía og Sviss en í þeim löndum var hitamet slegið. Sænski miðillinn SVT greindi einnig frá því á dögunum að hitamet hefði fallið þar í landi en aldrei hefur hiti mælst jafn hár, jafn seint á árinu. Hitametið féll á þremur stöðum í Svíþjóð þann 12. nóvember síðastliðinn og fór hitinn upp í 16,7 gráður. Á meðan hitamet voru slegin í Evrópu á að hafa snjóað á hálendi Brasilíu í fyrsta skipti á þessum árstíma í hundrað ár og snörp hitalækkun gekk yfir ákveðin svæði í Bandaríkjunum. Sem dæmi má nefna að í Salt Lake City í Utah féll hámarkshitinn úr 25 gráðum þann 21. október niður í sjö gráður þann 19. október.
Loftslagsmál Bandaríkin Bretland Finnland Svíþjóð Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira