Hlaut húsráðandi skurð á hendi og var fluttur á Landspítala. Innbrotsþjófurinn var handtekinn og sömuleiðis fluttur á spítalann til aðhlynningar en síðan í fangageymslur lögreglu.
Lögreglu barst einnig tilkynning um líkamsárás á Breiðholtsbraut. Þar hafði ökumaður bifreiðar orðið fyrir árás farþega sem hann hafði boðið far. Um var að ræða tvo menn sem vildu að þeim yrði ekið í Hafnarfjörð en ökumaðurinn var á leið í Breiðholtið.
Var ökumaðurinn ítrekað kýldur í andlitið og lyklar bifreiðarinnar teknir af honum. Mennirnir voru handteknir skömmu síðar og vistaðir í fangageymslum vegna rannsóknar málsins.
Um kvöldmatarleytið var tilkynnt um umferðaróhapp á Reykjanesbraut móts við Stekkjarbakka. Þar var bifreið ekið inn í hlið næstu bifreiðar og festust þær saman um tíma. Annar ökumaðurinn var fluttur með sjúkrabifreið á Landspítala vegna eymsla í skrokknum.
Hinn var handtekinn, grunaður um akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Þegar í fangageymslu var komið kenndi hann sér eymsla og var fluttur á bráðadeild en aftur ekið í fangageymslu að því loknu.