„Það er á milli mín og Tryggva af hverju hann hefur ekki spilað með ungmennaliðinu“ Andri Már Eggertsson skrifar 14. nóvember 2022 21:45 Snorri Steinn fagnaði í leik kvöldsins Vísir/Hulda Margrét Valur vann tveggja marka sigur á Haukum 32-34. Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, var ánægður með sigurinn og fór einnig yfir hvers vegna Tryggvi Garðar Jónsson hefur lítið sem ekkert spilað með Val. „Mér fannst margir leggja í púkkið, markaskorunin dreifðist og við stjórnuðum leiknum lengi þar sem við vorum yfir. Ég var nokkuð ánægður með hraðann en það spilaði inn í að við vorum að rúlla á liðinu. Það var góð orka í Haukum sem maður gat gefið sér fyrir leik,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson í viðtali eftir leik. Snorri var ánægður með kafla Vals í fyrri hálfleik þar sem Valur gerði fjögur mörk í röð og tóku frumkvæðið. „Við vorum lengi í gang en náðum síðan að refsa þeim. Aftur á móti var ég ekki ánægður með lokin á fyrri hálfleik þar sem við vorum að taka ótímabær skot ásamt því að tapa boltanum sem hleypti þeim inn í leikinn og ég hefði verið til í að vera meira yfir í hálfleik.“ Seinni hálfleikur var stál í stál og Snorri var ánægður með spilamennsku Vals eftir að Haukar komust yfir. „Við vorum mikið einum færri en við stóðumst það þrátt fyrir að Haukar komust yfir og síðan náðum við yfirhöndinni þegar við vorum jafn margir.“ Mikil umræða hefur verið um Tryggva Garðar Jónsson sem hefur spilað lítið sem ekkert með Val ásamt því að hafa ekki verið í hlutverki með ungmennaliði Vals. „Tryggvi er fyrst og fremst í góðu liði með Magnús Óla Magnússon og Róbert Aron Hostert á undan sér og hvað ungmennaliðið varðar þá er það á milli mín og Tryggva. Að öðru leyti var ég ekki mikið inn í þessari umræðu og hún truflar mig lítið. Tryggvi er í Val og það er erfitt að fá mínútur en okkur hefur gengið þokkalega í síðustu leikjum. Ef Tryggvi verður þolinmóður, heldur áfram og vinnur í sínum meiðslum þá verður hann í fínum málum.“ „Ég ber ábyrgð á öllum mínum leikmönnum. Menn bera ábyrgð á sjálfum sér og ég ber ábyrgð á því. Það hefur verið mitt markmið frá því ég kom í Val að búa til leikmenn og gera unga Valsara að leikmönnum í meistaraflokki og mér þykir vænt um það þegar það tekst en ég ber líka ábyrgð á gengi liðsins og ég er í þessu til þess að vinna,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson að lokum. Valur Olís-deild karla Handkastið Seinni bylgjan Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Körfubolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Dagur Örn sagður á leið til FH Í beinni: Stjarnan - ÍBV | Fara heimamenn á toppinn? Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Leiksigur Wright vekur lukku Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tók næstum því ranga beygju en setti nýtt met Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Sonur þjálfara Falcons með ljótan hrekk Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Dagskráin í dag: Stjarnan getur sópað Grindavík í sumarfrí Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Sjá meira
„Mér fannst margir leggja í púkkið, markaskorunin dreifðist og við stjórnuðum leiknum lengi þar sem við vorum yfir. Ég var nokkuð ánægður með hraðann en það spilaði inn í að við vorum að rúlla á liðinu. Það var góð orka í Haukum sem maður gat gefið sér fyrir leik,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson í viðtali eftir leik. Snorri var ánægður með kafla Vals í fyrri hálfleik þar sem Valur gerði fjögur mörk í röð og tóku frumkvæðið. „Við vorum lengi í gang en náðum síðan að refsa þeim. Aftur á móti var ég ekki ánægður með lokin á fyrri hálfleik þar sem við vorum að taka ótímabær skot ásamt því að tapa boltanum sem hleypti þeim inn í leikinn og ég hefði verið til í að vera meira yfir í hálfleik.“ Seinni hálfleikur var stál í stál og Snorri var ánægður með spilamennsku Vals eftir að Haukar komust yfir. „Við vorum mikið einum færri en við stóðumst það þrátt fyrir að Haukar komust yfir og síðan náðum við yfirhöndinni þegar við vorum jafn margir.“ Mikil umræða hefur verið um Tryggva Garðar Jónsson sem hefur spilað lítið sem ekkert með Val ásamt því að hafa ekki verið í hlutverki með ungmennaliði Vals. „Tryggvi er fyrst og fremst í góðu liði með Magnús Óla Magnússon og Róbert Aron Hostert á undan sér og hvað ungmennaliðið varðar þá er það á milli mín og Tryggva. Að öðru leyti var ég ekki mikið inn í þessari umræðu og hún truflar mig lítið. Tryggvi er í Val og það er erfitt að fá mínútur en okkur hefur gengið þokkalega í síðustu leikjum. Ef Tryggvi verður þolinmóður, heldur áfram og vinnur í sínum meiðslum þá verður hann í fínum málum.“ „Ég ber ábyrgð á öllum mínum leikmönnum. Menn bera ábyrgð á sjálfum sér og ég ber ábyrgð á því. Það hefur verið mitt markmið frá því ég kom í Val að búa til leikmenn og gera unga Valsara að leikmönnum í meistaraflokki og mér þykir vænt um það þegar það tekst en ég ber líka ábyrgð á gengi liðsins og ég er í þessu til þess að vinna,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson að lokum.
Valur Olís-deild karla Handkastið Seinni bylgjan Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Körfubolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Dagur Örn sagður á leið til FH Í beinni: Stjarnan - ÍBV | Fara heimamenn á toppinn? Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Leiksigur Wright vekur lukku Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tók næstum því ranga beygju en setti nýtt met Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Sonur þjálfara Falcons með ljótan hrekk Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Dagskráin í dag: Stjarnan getur sópað Grindavík í sumarfrí Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Sjá meira