Mistök endurupptökudóms? Gestur Jónsson skrifar 14. nóvember 2022 10:06 „... þegar um er að ræða að í fyrri málsmeðferð hafi verið brotið gegn reglunni um milliliðalausa sönnunarfærslu eins og í þessum tveimur málum Milestone og Exeter máli Styrmis þá þarf að framkvæma skýrslutökurnar í Hæstarétti til þess að hægt sé að bæta úr málsmeðferðargallanum og sakfella í Hæstarétti.“ Þessi orð eru höfð eftir Helga Magnúsi Gunnarssyni, vararíkissaksóknara í Morgunblaðsviðtali 12. nóvember sl. Undirritaður var verjandi annars endurskoðandans sem ákærður var í Milestone málinu. Gangur málsins var eftirfarandi í stuttu máli. Endurskoðandinn var sýknaður í héraðsdómi af þriggja manna dómi sem í sátu reyndur héraðsdómari og tveir endurskoðendur. Fyrir dómi voru skýrslur teknar af ákærðu og mörgum vitnum. Mat hins sérfróða héraðsdóms var að endurskoðandinn hafi í störfum sínum fylgt góðri endurskoðunarvenju og ekki brotið gegn neinum reglum sem um starfið giltu. Áfrýjað var til Hæstaréttar. Málið dæmdu fimm hæstaréttardómarar. Enginn sérfræðingur í endurskoðun sat í dómi enda ekki heimild til. Í Hæstarétti var endurskoðandinn sakfelldur. Þetta gerði Hæstiréttur án þess að hafa hlustað á framburð ákærðu og vitna og þrátt fyrir niðurstöðu sérfræðinganna sem sátu í héraðsdómi. Endurskoðandinn skaut máli sínu til Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE). Þar á bæ sögðu menn sakfellinguna í Hæstarétti hafa falið í sér brot gegn grundvallarreglunni um milliliðalausa sönnunarfærslu. Endurskoðandinn leitaði til Endurupptökudóms og óskaði endurupptöku málsins fyrir Hæstarétti. Leit svo á að skýrslutökur fyrir Landsrétti um 15 til 18 ára atvik þjónuðu ekki tilgangi. Þá væri sérfræðimat héraðsdóms í fullu gildi. Ríkissaksóknari gerði ekki athugasemd við kröfu endurskoðandans um að málið yrði endurupptekið fyrir Hæstarétti. Endurupptökudómur féllst á að málið yrði endurupptekið fyrir Hæstarétti og felldi þar með úr gildi sakfellingardóm Hæstaréttar. Afleiðingin varð sú að málið kom til Hæstaréttar í því formi að sakfelling var útilokuð. Engin hindrun var hins vegar fyrir því að Hæstiréttur staðfesti sýknudóm héraðsdóms. Hæstiréttur vísaði málinu frá þannig að sýknudómur héraðsdóms stendur. Er þetta lýsing á mistökum Endurupptökudóms? Ég lít ekki svo á. Í ferlinu sem að framan er lýst er ljóst að það var Hæstiréttur Íslands sem gerði mistök. Sakfellingin í Hæstarétti var brot á grundvallarreglu sem Ísland hefur skuldbundið sig til þess að virða. Dómur MDE liggur fyrir um þetta. Af orðum Hæstaréttar í frávísunardómi í máli Styrmis Þórs Bragasonar og orðum saksóknarans sem ég vitnaði til í upphafi greinarinnar mætti ætla að tilgangurinn með endurupptöku sé að gefa dómstólnum kost á að bæta úr eigin mistökum. Ég leyfi mér að fullyrða að sá er ekki tilgangurinn. Tilgangur endurupptöku er að vernda hagsmuni þess manns sem ranglega hefur verið dæmdur. Maður sem ranglega var sakfelldur er ekki að leita að „löglegri sakfellingu“. Hann er að leita eftir því að losna undan ólögmætri sakfellingu. Höfundur er hæstaréttarlögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dómsmál Dómstólar Tengdar fréttir Baugsmálið - minningarorð Síðasta fimmtudag lauk Baugsmálinu svokallaða í Hæstarétti. Skjólstæðingur minn Jón Ásgeir Jóhannesson var með endanlegum dómi sýknaður af öllu því sem eftir stóð af upphaflegu ákærunni nema hvað hann var sakfelldur fyrir bókhaldsbrot í hluta eins ákæruliðarins. 10. nóvember 2022 14:51 Mest lesið Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson skrifar Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Við eigum allt. Af hverju finnst okkur samt vanta eitthvað? Valentina Klaas skrifar Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Tíðaheilbrigði er lykilatriði í jafnrétti kynjanna Berit Mueller skrifar Skoðun Þjóðarmorð – frá orðfræðilegu sjónarmiði Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann skrifar Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Nokkur orð um stöðuna Dögg Þrastardóttir skrifar Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun #blessmeta – þriðja grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir skrifar Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar Skoðun Feluleikur Þorgerðar Katrínar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Spólum til baka Snævar Ingi Sveinsson skrifar Skoðun Sögulegur dómur Hæstaréttar – staðfestir sjálfstæði Alþingis Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að vera fatlaður á Íslandi er full vinna Birna Ösp Traustadóttir skrifar Skoðun Sæluríkið Ísland Einar Helgason skrifar Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Stormurinn gegn stóðhryssunni Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson skrifar Skoðun Til varnar Eyjafjöllum - og Íslandi öllu Pétur Jónasson skrifar Skoðun Réttlætið sem refsar Jóni Hjálmar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár Katrín Matthíasdóttir skrifar Sjá meira
„... þegar um er að ræða að í fyrri málsmeðferð hafi verið brotið gegn reglunni um milliliðalausa sönnunarfærslu eins og í þessum tveimur málum Milestone og Exeter máli Styrmis þá þarf að framkvæma skýrslutökurnar í Hæstarétti til þess að hægt sé að bæta úr málsmeðferðargallanum og sakfella í Hæstarétti.“ Þessi orð eru höfð eftir Helga Magnúsi Gunnarssyni, vararíkissaksóknara í Morgunblaðsviðtali 12. nóvember sl. Undirritaður var verjandi annars endurskoðandans sem ákærður var í Milestone málinu. Gangur málsins var eftirfarandi í stuttu máli. Endurskoðandinn var sýknaður í héraðsdómi af þriggja manna dómi sem í sátu reyndur héraðsdómari og tveir endurskoðendur. Fyrir dómi voru skýrslur teknar af ákærðu og mörgum vitnum. Mat hins sérfróða héraðsdóms var að endurskoðandinn hafi í störfum sínum fylgt góðri endurskoðunarvenju og ekki brotið gegn neinum reglum sem um starfið giltu. Áfrýjað var til Hæstaréttar. Málið dæmdu fimm hæstaréttardómarar. Enginn sérfræðingur í endurskoðun sat í dómi enda ekki heimild til. Í Hæstarétti var endurskoðandinn sakfelldur. Þetta gerði Hæstiréttur án þess að hafa hlustað á framburð ákærðu og vitna og þrátt fyrir niðurstöðu sérfræðinganna sem sátu í héraðsdómi. Endurskoðandinn skaut máli sínu til Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE). Þar á bæ sögðu menn sakfellinguna í Hæstarétti hafa falið í sér brot gegn grundvallarreglunni um milliliðalausa sönnunarfærslu. Endurskoðandinn leitaði til Endurupptökudóms og óskaði endurupptöku málsins fyrir Hæstarétti. Leit svo á að skýrslutökur fyrir Landsrétti um 15 til 18 ára atvik þjónuðu ekki tilgangi. Þá væri sérfræðimat héraðsdóms í fullu gildi. Ríkissaksóknari gerði ekki athugasemd við kröfu endurskoðandans um að málið yrði endurupptekið fyrir Hæstarétti. Endurupptökudómur féllst á að málið yrði endurupptekið fyrir Hæstarétti og felldi þar með úr gildi sakfellingardóm Hæstaréttar. Afleiðingin varð sú að málið kom til Hæstaréttar í því formi að sakfelling var útilokuð. Engin hindrun var hins vegar fyrir því að Hæstiréttur staðfesti sýknudóm héraðsdóms. Hæstiréttur vísaði málinu frá þannig að sýknudómur héraðsdóms stendur. Er þetta lýsing á mistökum Endurupptökudóms? Ég lít ekki svo á. Í ferlinu sem að framan er lýst er ljóst að það var Hæstiréttur Íslands sem gerði mistök. Sakfellingin í Hæstarétti var brot á grundvallarreglu sem Ísland hefur skuldbundið sig til þess að virða. Dómur MDE liggur fyrir um þetta. Af orðum Hæstaréttar í frávísunardómi í máli Styrmis Þórs Bragasonar og orðum saksóknarans sem ég vitnaði til í upphafi greinarinnar mætti ætla að tilgangurinn með endurupptöku sé að gefa dómstólnum kost á að bæta úr eigin mistökum. Ég leyfi mér að fullyrða að sá er ekki tilgangurinn. Tilgangur endurupptöku er að vernda hagsmuni þess manns sem ranglega hefur verið dæmdur. Maður sem ranglega var sakfelldur er ekki að leita að „löglegri sakfellingu“. Hann er að leita eftir því að losna undan ólögmætri sakfellingu. Höfundur er hæstaréttarlögmaður.
Baugsmálið - minningarorð Síðasta fimmtudag lauk Baugsmálinu svokallaða í Hæstarétti. Skjólstæðingur minn Jón Ásgeir Jóhannesson var með endanlegum dómi sýknaður af öllu því sem eftir stóð af upphaflegu ákærunni nema hvað hann var sakfelldur fyrir bókhaldsbrot í hluta eins ákæruliðarins. 10. nóvember 2022 14:51
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar
Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar
Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar
Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun