Lofar að láta Pútín heyra það Vésteinn Örn Pétursson skrifar 13. nóvember 2022 16:23 Rishi Sunak tók við embætti forsætisráðherra Bretlands í síðasta mánuði. Justin Tallis/Getty Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, heitir því að láta ríkisstjórn Vladímírs Pútíns, forseta Rússlands, heyra það á fundi þjóðarleiðtoga stærstu þjóða heims í vikunni. G20 leiðtogafundurinn fer fram á Balí í Indónesíu í vikunni, en Sunak ferðaðist þangað síðdegis í dag. Embættismenn sem sækja ráðstefnuna höfðu búið sig undir að fordæma innrás Rússa í Úkraínu beint við Pútín, en í síðustu viku tilkynntu rússnesk stjórnvöld að hann yrði ekki á svæðinu. Utanríkisráðherrann Sergei Lavrov myndi sækja ráðstefnuna í hans stað. Utanríkisráðherrann má vænta þess að vanþóknun þjóðarleigtoga víðs vegar að verði beint að honum. „Stríð Pútíns hefur valdið eymd um allan heim, eyðilegt líf og steypt alþjóðahagkerfinu í óvissu. Þessi G20 leiðtogafundur verður ekki eins og venjulega. Við munum gagnrýna stjórnvöld Pútíns og varpa ljósi á þá fyrirlitningu sem þeir hafa á alþjóðasamvinnu og virðingu fyrir fullveldi þjóða, sem G20 stendur fyrir,“ sagði Sunak áður en hann lagði af stað til Indónesíu. Neita að brosa í viðurvist Rússanna G20 leiðtogafundurinn er fundur 20 stærstu ríkja í heimi með tilliti til hagkerfa þeirra. Mörg eiga þau sameiginlegt að hafa tekið mikinn efnahagslegan skell eftir innrás Rússa í Úkraínu. Þess vegna er búist við því að andrúmsloftið á fundinum verði vægast sagt þvingað, einkum og sér í lagi í garð Rússa. Sem dæmi um það er ekki gert ráð fyrir að fulltrúar ríkjanna muni stilla sér saman upp fyrir hópmynd, eins og venjan er, þar sem leiðtogar hinna 19 ríkjanna vilja ekki láta sjá sig brosandi á meðal fulltrúa rússnesku ríkisstjórnarinnar. Bretland Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Vladimír Pútín Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Sjá meira
G20 leiðtogafundurinn fer fram á Balí í Indónesíu í vikunni, en Sunak ferðaðist þangað síðdegis í dag. Embættismenn sem sækja ráðstefnuna höfðu búið sig undir að fordæma innrás Rússa í Úkraínu beint við Pútín, en í síðustu viku tilkynntu rússnesk stjórnvöld að hann yrði ekki á svæðinu. Utanríkisráðherrann Sergei Lavrov myndi sækja ráðstefnuna í hans stað. Utanríkisráðherrann má vænta þess að vanþóknun þjóðarleigtoga víðs vegar að verði beint að honum. „Stríð Pútíns hefur valdið eymd um allan heim, eyðilegt líf og steypt alþjóðahagkerfinu í óvissu. Þessi G20 leiðtogafundur verður ekki eins og venjulega. Við munum gagnrýna stjórnvöld Pútíns og varpa ljósi á þá fyrirlitningu sem þeir hafa á alþjóðasamvinnu og virðingu fyrir fullveldi þjóða, sem G20 stendur fyrir,“ sagði Sunak áður en hann lagði af stað til Indónesíu. Neita að brosa í viðurvist Rússanna G20 leiðtogafundurinn er fundur 20 stærstu ríkja í heimi með tilliti til hagkerfa þeirra. Mörg eiga þau sameiginlegt að hafa tekið mikinn efnahagslegan skell eftir innrás Rússa í Úkraínu. Þess vegna er búist við því að andrúmsloftið á fundinum verði vægast sagt þvingað, einkum og sér í lagi í garð Rússa. Sem dæmi um það er ekki gert ráð fyrir að fulltrúar ríkjanna muni stilla sér saman upp fyrir hópmynd, eins og venjan er, þar sem leiðtogar hinna 19 ríkjanna vilja ekki láta sjá sig brosandi á meðal fulltrúa rússnesku ríkisstjórnarinnar.
Bretland Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Vladimír Pútín Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Sjá meira