„Skjálftamælar okkar hagfræðinga eru byrjaðir að blikka“ Snorri Másson skrifar 12. nóvember 2022 09:01 Þorvaldur Gylfason hagfræðingur varaði í viðtali við Ísland í dag við því að ný fjármálakreppa kynni að vofa yfir bæði í útlöndum og hér heima. Í ljósi fjárhagsaðstæðna sagði hann að fólk ætti að halda að sér höndum og hemja jólaneysluna. Til umfjöllunar var sú staðreynd að nóvembermánuður er að mestu leyti farinn að jafnast á við desembermánuð þegar kemur að útgjöldum heimilanna í aðdraganda jóla. Farið er yfir verðbólgujólin fram undan í innslaginu hér að ofan og viðtal við Þorvald hefst á áttundu mínútu. Þorvaldur Gylfason heldur að það stefni í óefni á fjármálamörkuðum bæði í útlöndum og hér heima.Vísir Netverslun er á meðal þess sem gerir nóvember að þeim mikla viðskiptamánuði sem hann er orðinn. Þorvaldur segist heyra það að fólk sé ófúsara að fara út fyrir heimilin og að salan sé dræmari en áður á jólatónleika. „Kannski rímar það við tölur um mikil netkaup í nóvember. Fólk hangir heima til að vera í eldhúsinu heima að versla,“ segir Þorvaldur. Of mikil neysla vitnar um fyrirhyggjuleysi Þorvaldur heldur að það stefni í óefni á fjármálamörkuðum. „Vextir hafa verið lágir en nú eru þeir byrjaðir að hækka og það mun íþyngja þeim sem hafa tekið mikið af lánum. Sannleikurinn er sá að skuldir bæði ríkisins, fyrirtækja og heimila um allan heim þær hafa vaðið upp í hæstu hæðir undangengin misseri, þannig að margir eiga von á nýrri fjármálakreppu bæði í útlöndum og hér heima,“ segir Þorvaldur. „Skjálftamælar okkar hagfræðinga eru, ég segi ekki rauðglóandi, en þeir eru byrjaðir að blikka.“ Enda þótt fólk hafi á að skipa nokkrum ráðstöfunartekjum, á það að hafa varann á að sögn Þorvalds. „Mér finnst þetta vitna um fyrirhyggjuleysi. Menn eiga að átta sig á að þegar vextir eru byrjaðir að hækka og skuldabyrðin farin að þyngjast, þá ættu menn heldur að halda að sér höndum frekar en að sitja heima í eldhúsi og kaupa grimmt í útlöndum.“ Jól Verðlag Neytendur Ísland í dag Tengdar fréttir Jólabónus á þriðja farrrými Farþegaskipið glæsta Titanic sökk eins og frægt er fyrir 110 árum. Slysið var afar mannskætt. Aðeins 705 manns björguðust af 2224. Langflestir þeirra farþega sem björguðust voru á fyrsta farrými en flestir farþeganna sem létust voru á þriðja farrými. Þaðan var löng leið og torsótt upp á þilfar og björgunarbátar allt of fáir þegar loks kom að þeim. 10. nóvember 2022 16:01 100 þúsund króna högg fyrir hátíðirnar Tekjulægstu einstaklingar landsins hafa fengið vel yfir 100 þúsund króna högg þetta árið. Öryrkjar- og ellilífeyrisþegar á grunnlífeyri eru með um 300 þúsund krónur á mánuði í óskertar tekjur. Langar greinar mætti skrifa um uppsafnaða skuld við þessa samborgara okkar, hvernig pólitísk ákvörðun hefur verið tekin um að fylgja ekki lögum um almannatryggingar og auka ójöfnuð á kostnað örorku- og ellilífeyrisþega. 10. nóvember 2022 13:02 Mest lesið Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Neytendur Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Bauhaus styrkir góð málefni fyrir jólin Samstarf Fleiri fréttir Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Endurgreiða viðskiptavinum sem mæta í skimun mánaðariðgjald Kalla inn vínarpylsur vegna aðskotahlutar Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Áhyggjuefni að fasteignaeigendum fjölgi hjá umboðsmanni skuldara Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Vara við sósum sem geta sprungið Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu „Þeir sem stunda innbrot í tölvukerfi leita alltaf veikustu hlekkjanna“ Fær taugaveiklaðan hund endurgreiddan Greiði við nýlega einhleypa konu sprakk í andlit flutningsþjónustu Situr uppi með sófann með „slaka stífleikann“ Gagnrýna steinefni fyrir börn og vilja að framleiðendur vandi sig Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Innkalla eitrað te Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Segir lítinn sóma af verðhækkunum Icelandair ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Sjá meira
Til umfjöllunar var sú staðreynd að nóvembermánuður er að mestu leyti farinn að jafnast á við desembermánuð þegar kemur að útgjöldum heimilanna í aðdraganda jóla. Farið er yfir verðbólgujólin fram undan í innslaginu hér að ofan og viðtal við Þorvald hefst á áttundu mínútu. Þorvaldur Gylfason heldur að það stefni í óefni á fjármálamörkuðum bæði í útlöndum og hér heima.Vísir Netverslun er á meðal þess sem gerir nóvember að þeim mikla viðskiptamánuði sem hann er orðinn. Þorvaldur segist heyra það að fólk sé ófúsara að fara út fyrir heimilin og að salan sé dræmari en áður á jólatónleika. „Kannski rímar það við tölur um mikil netkaup í nóvember. Fólk hangir heima til að vera í eldhúsinu heima að versla,“ segir Þorvaldur. Of mikil neysla vitnar um fyrirhyggjuleysi Þorvaldur heldur að það stefni í óefni á fjármálamörkuðum. „Vextir hafa verið lágir en nú eru þeir byrjaðir að hækka og það mun íþyngja þeim sem hafa tekið mikið af lánum. Sannleikurinn er sá að skuldir bæði ríkisins, fyrirtækja og heimila um allan heim þær hafa vaðið upp í hæstu hæðir undangengin misseri, þannig að margir eiga von á nýrri fjármálakreppu bæði í útlöndum og hér heima,“ segir Þorvaldur. „Skjálftamælar okkar hagfræðinga eru, ég segi ekki rauðglóandi, en þeir eru byrjaðir að blikka.“ Enda þótt fólk hafi á að skipa nokkrum ráðstöfunartekjum, á það að hafa varann á að sögn Þorvalds. „Mér finnst þetta vitna um fyrirhyggjuleysi. Menn eiga að átta sig á að þegar vextir eru byrjaðir að hækka og skuldabyrðin farin að þyngjast, þá ættu menn heldur að halda að sér höndum frekar en að sitja heima í eldhúsi og kaupa grimmt í útlöndum.“
Jól Verðlag Neytendur Ísland í dag Tengdar fréttir Jólabónus á þriðja farrrými Farþegaskipið glæsta Titanic sökk eins og frægt er fyrir 110 árum. Slysið var afar mannskætt. Aðeins 705 manns björguðust af 2224. Langflestir þeirra farþega sem björguðust voru á fyrsta farrými en flestir farþeganna sem létust voru á þriðja farrými. Þaðan var löng leið og torsótt upp á þilfar og björgunarbátar allt of fáir þegar loks kom að þeim. 10. nóvember 2022 16:01 100 þúsund króna högg fyrir hátíðirnar Tekjulægstu einstaklingar landsins hafa fengið vel yfir 100 þúsund króna högg þetta árið. Öryrkjar- og ellilífeyrisþegar á grunnlífeyri eru með um 300 þúsund krónur á mánuði í óskertar tekjur. Langar greinar mætti skrifa um uppsafnaða skuld við þessa samborgara okkar, hvernig pólitísk ákvörðun hefur verið tekin um að fylgja ekki lögum um almannatryggingar og auka ójöfnuð á kostnað örorku- og ellilífeyrisþega. 10. nóvember 2022 13:02 Mest lesið Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Neytendur Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Bauhaus styrkir góð málefni fyrir jólin Samstarf Fleiri fréttir Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Endurgreiða viðskiptavinum sem mæta í skimun mánaðariðgjald Kalla inn vínarpylsur vegna aðskotahlutar Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Áhyggjuefni að fasteignaeigendum fjölgi hjá umboðsmanni skuldara Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Vara við sósum sem geta sprungið Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu „Þeir sem stunda innbrot í tölvukerfi leita alltaf veikustu hlekkjanna“ Fær taugaveiklaðan hund endurgreiddan Greiði við nýlega einhleypa konu sprakk í andlit flutningsþjónustu Situr uppi með sófann með „slaka stífleikann“ Gagnrýna steinefni fyrir börn og vilja að framleiðendur vandi sig Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Innkalla eitrað te Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Segir lítinn sóma af verðhækkunum Icelandair ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Sjá meira
Jólabónus á þriðja farrrými Farþegaskipið glæsta Titanic sökk eins og frægt er fyrir 110 árum. Slysið var afar mannskætt. Aðeins 705 manns björguðust af 2224. Langflestir þeirra farþega sem björguðust voru á fyrsta farrými en flestir farþeganna sem létust voru á þriðja farrými. Þaðan var löng leið og torsótt upp á þilfar og björgunarbátar allt of fáir þegar loks kom að þeim. 10. nóvember 2022 16:01
100 þúsund króna högg fyrir hátíðirnar Tekjulægstu einstaklingar landsins hafa fengið vel yfir 100 þúsund króna högg þetta árið. Öryrkjar- og ellilífeyrisþegar á grunnlífeyri eru með um 300 þúsund krónur á mánuði í óskertar tekjur. Langar greinar mætti skrifa um uppsafnaða skuld við þessa samborgara okkar, hvernig pólitísk ákvörðun hefur verið tekin um að fylgja ekki lögum um almannatryggingar og auka ójöfnuð á kostnað örorku- og ellilífeyrisþega. 10. nóvember 2022 13:02