Tekur stéttaskiptingunni svolítið persónulega Snorri Másson skrifar 11. nóvember 2022 08:51 Stéttaskipting er að aukast í tónlistarnámi að sögn Önnu Hugadóttur tónlistarkennara, þar sem eina leið margra fram hjá miklum biðlistum í tónlistarskólum er að kaupa einkatíma úti í bæ. Það er í mörgum tilfellum rándýrt og ekki á allra færi. Í Íslandi í dag var fjölbreyttur hópur fiðlunema í þriðja og fjórða bekk í Fellaskóla heimsóttur og sýnishorn fengið af afurð góðrar tónlistarkennslu. Um leið var rætt við Önnu, en viðtalið hefst í innslaginu hér að ofan á mínútu þrettán. Anna Hugadóttir víóluleikari og kennari við Tónskóla Sigursveins segir stjórnmálamenn suma hafa takmarkaða innsýn í tónlistarnám barna.Vísir „Vegna þess að eftirspurnin er svo mikil, er töluvert af fólki að bjóða tíma í einkakennslu bara úti um alla borg. Bara til að koma þeim að sem bíða, en þá er gallinn sá að sú kennsla er yfirleitt dýrari en í tónlistarskólunum. Og þá komast bara þeir að sem hafa efni á því,“ segir Anna. „Og eins og ég lít á það er hver manneskja sem ekki fær að læra af því að hún fær ekki pláss bara tap fyrir samfélagið. Við vitum aldrei hvað þessir krakkar eiga eftir að verða. Þegar þau eru komin inn til okkar þá náum við að rækta þau,“ segir Anna. Og er að verða til stéttskipting í þessu? „Já og það er kannski líka vegna þess að sumir líta á tónlistarnám sem elítusport og það á bara ekkert að vera þannig. Músíkalítet fer ekkert í manngreinarálit. Krakkar eru alls staðar æðislegir, skiptir engu máli hvaðan þeir koma. En allir verða að fá séns. Ég sjálf kem ekki úr efnaðri fjölskyldu - foreldrar mínir færðu fórnir og forgangsröðuðu grimmt í heimilisbókhaldinu til þess að ég gæti fengið að læra. Þannig að ég tek þetta svolítið persónulega.“ Best er að tónlistarnám felist bæði í einkakennslu og hóptímum að sögn Önnu. Reykjavíkurborg vill fækka einkatímum hjá nemendum.Vísir Anna segir nauðsynlegt að borgaryfirvöld í Reykjavík leiðrétti útgjöld til málaflokksins, sem ekki hefur náð sér frá niðurskurði eftir efnahagshrun. Í sparnaðarskyni hefur Reykjavíkurborg nú gefið það út að draga þurfi úr einkakennslu og fjölga hóptímum, enda sé einkakennsla dýrasta form kennslu. Anna segir að fulltrúar yfirvalda tali um málin án þess að hafa þekkingu á þeim - og býður þeim að koma í heimsókn, til að átta sig á nauðsyn beggja kennsluforma. Það er líka sungið í tónlistarkennslu og í því felst mikil málrækt ekki síður en músíkalskur lærdómur.Vísir Tónlist Skóla - og menntamál Reykjavík Tónlistarnám Ísland í dag Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Fleiri fréttir Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Sjá meira
Í Íslandi í dag var fjölbreyttur hópur fiðlunema í þriðja og fjórða bekk í Fellaskóla heimsóttur og sýnishorn fengið af afurð góðrar tónlistarkennslu. Um leið var rætt við Önnu, en viðtalið hefst í innslaginu hér að ofan á mínútu þrettán. Anna Hugadóttir víóluleikari og kennari við Tónskóla Sigursveins segir stjórnmálamenn suma hafa takmarkaða innsýn í tónlistarnám barna.Vísir „Vegna þess að eftirspurnin er svo mikil, er töluvert af fólki að bjóða tíma í einkakennslu bara úti um alla borg. Bara til að koma þeim að sem bíða, en þá er gallinn sá að sú kennsla er yfirleitt dýrari en í tónlistarskólunum. Og þá komast bara þeir að sem hafa efni á því,“ segir Anna. „Og eins og ég lít á það er hver manneskja sem ekki fær að læra af því að hún fær ekki pláss bara tap fyrir samfélagið. Við vitum aldrei hvað þessir krakkar eiga eftir að verða. Þegar þau eru komin inn til okkar þá náum við að rækta þau,“ segir Anna. Og er að verða til stéttskipting í þessu? „Já og það er kannski líka vegna þess að sumir líta á tónlistarnám sem elítusport og það á bara ekkert að vera þannig. Músíkalítet fer ekkert í manngreinarálit. Krakkar eru alls staðar æðislegir, skiptir engu máli hvaðan þeir koma. En allir verða að fá séns. Ég sjálf kem ekki úr efnaðri fjölskyldu - foreldrar mínir færðu fórnir og forgangsröðuðu grimmt í heimilisbókhaldinu til þess að ég gæti fengið að læra. Þannig að ég tek þetta svolítið persónulega.“ Best er að tónlistarnám felist bæði í einkakennslu og hóptímum að sögn Önnu. Reykjavíkurborg vill fækka einkatímum hjá nemendum.Vísir Anna segir nauðsynlegt að borgaryfirvöld í Reykjavík leiðrétti útgjöld til málaflokksins, sem ekki hefur náð sér frá niðurskurði eftir efnahagshrun. Í sparnaðarskyni hefur Reykjavíkurborg nú gefið það út að draga þurfi úr einkakennslu og fjölga hóptímum, enda sé einkakennsla dýrasta form kennslu. Anna segir að fulltrúar yfirvalda tali um málin án þess að hafa þekkingu á þeim - og býður þeim að koma í heimsókn, til að átta sig á nauðsyn beggja kennsluforma. Það er líka sungið í tónlistarkennslu og í því felst mikil málrækt ekki síður en músíkalskur lærdómur.Vísir
Tónlist Skóla - og menntamál Reykjavík Tónlistarnám Ísland í dag Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Fleiri fréttir Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Sjá meira