100 þúsund króna högg fyrir hátíðirnar Kristrún Frostadóttir skrifar 10. nóvember 2022 13:02 Tekjulægstu einstaklingar landsins hafa fengið vel yfir 100 þúsund króna högg þetta árið. Öryrkjar- og ellilífeyrisþegar á grunnlífeyri eru með um 300 þúsund krónur á mánuði í óskertar tekjur. Langar greinar mætti skrifa um uppsafnaða skuld við þessa samborgara okkar, hvernig pólitísk ákvörðun hefur verið tekin um að fylgja ekki lögum um almannatryggingar og auka ójöfnuð á kostnað örorku- og ellilífeyrisþega. Eins mætti ræða um hversu vanmetin hækkunarþörf bóta er í fjárlögum fyrir næsta ár, þar sem miðað er við úreltar spár um verðbólgu- og launaþróun. Lögum samkvæmt eiga bætur að fylgja verðlagi eða launum í landinu, hvort heldur sem hærra er. Þeim lögum er ekki fylgt og hefur ekki verið fylgt. Höldum okkur frekar í núinu. 100 þúsund króna höggi hið minnsta sem umræddir samborgarar okkar hafa nú þegar tekið á sig það sem af er ári. 100 þúsund krónur sem tekjulægsta fólk samfélagsins hefur ekki úr að spila núna fyrir hátíðirnar. Bætur hækka minna en verðlag Upphaflega átti að hækka bætur almannatrygginga um 3,8% á þessu ári. Mótvægisaðgerð ríkisstjórnarinnar í júní bætti við 3%. Alls hafa bætur almannatrygginga því hækkað að meðaltali um 5,3% á árinu. Ríkisstjórnin kvittaði í haust undir að verðbólgan þetta árið yrði 7,5%, samkvæmt spá sem er orðin úrelt. Seðlabankinn væntir 8,8% verðbólgu að meðaltali og Samtök atvinnulífsins vænta a.m.k. 8% verðbólgu. Á mannamáli þýðir þetta að öryrkjar- og ellilífeyrisþegar hafa tekið á sig 3% verðlagshækkun, hið minnsta, sem ekki hefur fengist bætt á árinu. Um 9 þúsund krónur á mánuði. Vel yfir 100 þúsund krónur yfir árið fyrir skatt. Aldrei fleiri sótt um fjárhagsaðstoð Þessi þróun endurspeglast m.a. í nýjum tölum frá Umboðsmanni skuldara þar sem fram kemur að öryrkjar sem þangað leita eru að meðaltali 3.500 krónur í mínus eftir að hafa greitt öll föst útgjöld. Umsóknir um fjárhagsaðstoð hafa aldrei verið fleiri í einum mánuði hjá Umboðsmanni en í síðasta mánuði. Við verðum sem samfélag að tala um hvað við skuldum þessum samborgurum okkar fyrir hátíðirnar. Vekja þarf athygli á því hvað ríkisstjórnin skuldar öryrkjum og ellilífeyrisþegum á grunnbótum núna fyrir jól. Þetta er raunkostnaður vegna ófyrirsjáanlegra atburða á árinu. Það minnsta sem við getum gert Fjáraukalög ríkisstjórnar geta tekið mið af slíkum atburðum, og í þessu tilviki ættu þau að gera það. Ríkisstjórnin gerir ráð fyrir 28 þúsund króna eingreiðslu til öryrkja- og endurhæfingarlífeyrisþega fyrir hátíðirnar í nýkynntum fjáraukalögum. Upphæðin eru í engum takti við veruleika fólks. Þarna er einfaldlega ekkert svigrúm eftir áralanga bið eftir réttlæti í þessum málaflokki. Það sem minnsta sem við getum gert er að mæta hækkunum þessa árs. Í fyrra kom þingið saman, að frumkvæði stjórnarandstöðunnar, og samþykkti 53 þúsund króna eingreiðslu fyrir jólin. Augljóst er af þróun þessa árs, eftir allt sem á undan hefur gengið, að hið sama á við um þetta árið að teknu tillit til verðbólgu hið minnsta. Fyrir þessu mun Samfylkingin – jafnaðarflokkur Íslands berjast á næstu vikum. Höfundur er formaður Samfylkingarinnar – jafnaðarflokks Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristrún Frostadóttir Samfylkingin Alþingi Tryggingar Fjármál heimilisins Mest lesið Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé skrifar Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason skrifar Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að byggja upp á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Fiskeldi og samfélagsábyrgð Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Pólitískt raunsæi og utanríkisstefna Íslands Ragnar Anthony Antonsson Gambrell skrifar Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Fylgið fór vegna fullveldismáls Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er Ísrael ennþá útvalin þjóð Guðs? Ómar Torfason skrifar Skoðun Flokkurinn hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Tekjulægstu einstaklingar landsins hafa fengið vel yfir 100 þúsund króna högg þetta árið. Öryrkjar- og ellilífeyrisþegar á grunnlífeyri eru með um 300 þúsund krónur á mánuði í óskertar tekjur. Langar greinar mætti skrifa um uppsafnaða skuld við þessa samborgara okkar, hvernig pólitísk ákvörðun hefur verið tekin um að fylgja ekki lögum um almannatryggingar og auka ójöfnuð á kostnað örorku- og ellilífeyrisþega. Eins mætti ræða um hversu vanmetin hækkunarþörf bóta er í fjárlögum fyrir næsta ár, þar sem miðað er við úreltar spár um verðbólgu- og launaþróun. Lögum samkvæmt eiga bætur að fylgja verðlagi eða launum í landinu, hvort heldur sem hærra er. Þeim lögum er ekki fylgt og hefur ekki verið fylgt. Höldum okkur frekar í núinu. 100 þúsund króna höggi hið minnsta sem umræddir samborgarar okkar hafa nú þegar tekið á sig það sem af er ári. 100 þúsund krónur sem tekjulægsta fólk samfélagsins hefur ekki úr að spila núna fyrir hátíðirnar. Bætur hækka minna en verðlag Upphaflega átti að hækka bætur almannatrygginga um 3,8% á þessu ári. Mótvægisaðgerð ríkisstjórnarinnar í júní bætti við 3%. Alls hafa bætur almannatrygginga því hækkað að meðaltali um 5,3% á árinu. Ríkisstjórnin kvittaði í haust undir að verðbólgan þetta árið yrði 7,5%, samkvæmt spá sem er orðin úrelt. Seðlabankinn væntir 8,8% verðbólgu að meðaltali og Samtök atvinnulífsins vænta a.m.k. 8% verðbólgu. Á mannamáli þýðir þetta að öryrkjar- og ellilífeyrisþegar hafa tekið á sig 3% verðlagshækkun, hið minnsta, sem ekki hefur fengist bætt á árinu. Um 9 þúsund krónur á mánuði. Vel yfir 100 þúsund krónur yfir árið fyrir skatt. Aldrei fleiri sótt um fjárhagsaðstoð Þessi þróun endurspeglast m.a. í nýjum tölum frá Umboðsmanni skuldara þar sem fram kemur að öryrkjar sem þangað leita eru að meðaltali 3.500 krónur í mínus eftir að hafa greitt öll föst útgjöld. Umsóknir um fjárhagsaðstoð hafa aldrei verið fleiri í einum mánuði hjá Umboðsmanni en í síðasta mánuði. Við verðum sem samfélag að tala um hvað við skuldum þessum samborgurum okkar fyrir hátíðirnar. Vekja þarf athygli á því hvað ríkisstjórnin skuldar öryrkjum og ellilífeyrisþegum á grunnbótum núna fyrir jól. Þetta er raunkostnaður vegna ófyrirsjáanlegra atburða á árinu. Það minnsta sem við getum gert Fjáraukalög ríkisstjórnar geta tekið mið af slíkum atburðum, og í þessu tilviki ættu þau að gera það. Ríkisstjórnin gerir ráð fyrir 28 þúsund króna eingreiðslu til öryrkja- og endurhæfingarlífeyrisþega fyrir hátíðirnar í nýkynntum fjáraukalögum. Upphæðin eru í engum takti við veruleika fólks. Þarna er einfaldlega ekkert svigrúm eftir áralanga bið eftir réttlæti í þessum málaflokki. Það sem minnsta sem við getum gert er að mæta hækkunum þessa árs. Í fyrra kom þingið saman, að frumkvæði stjórnarandstöðunnar, og samþykkti 53 þúsund króna eingreiðslu fyrir jólin. Augljóst er af þróun þessa árs, eftir allt sem á undan hefur gengið, að hið sama á við um þetta árið að teknu tillit til verðbólgu hið minnsta. Fyrir þessu mun Samfylkingin – jafnaðarflokkur Íslands berjast á næstu vikum. Höfundur er formaður Samfylkingarinnar – jafnaðarflokks Íslands.
Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar
Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun