Byggjum lífsgæðaborg Birkir Ingibjartsson skrifar 9. nóvember 2022 14:31 Í lok síðustu viku fór fram kynningarfundur Reykjavíkur um húsnæðisuppbyggingu í borginni. Þessi árlegi fundur hefur nú farið fram síðustu 10 ár og var upphaflega hugsaður sem vettvangur til upplýsingagjafar um stöðu skipulagsmála og íbúðauppbyggingar í Reykjavík og til að blása lífi í koðnaðan byggingariðnað eftir þunga tíð eftirhrunsáranna. Fundurinn hefur með tíð og tíma fest sig í sessi og er nú orðinn mikilvægur vettvangur til umræðu um þróun borgarinnar síðustu ár og hvert skuli stefnt til framtíðar. Í því samhengi var yfirheiti fundarins í ár - Hvernig byggjum við lífsgæðaborg? - viðeigandi og þau erindi sem þar voru flutt um margt áhugaverð, fræðandi og jafnvel aðeins stuðandi. Síðasti áratugur hefur verið mjög lærdómsríkur fyrir okkur öll sem komum að mótun hins byggða umhverfis. Þétting byggðar hefur orðið að meginstefi við mótun nýrrar byggðar og hefur í raun fest sig í sessi með slíkum hætti að ekki er lengur spurt hvort, heldur hvernig. Lærdómur síðustu ára felst ekki síður í breyttum viðhorfum almennings til borgarrýmisins og þeirra gæða sem við viljum að það hafi sem gott almenningsrými - hvort sem það snýr að endurnýjun og þéttingu innan eldri byggðar eða uppbyggingu nýrra borgarhluta. Við þróun nýrrar byggðar er það hlutverk borgarinnar að standa vörð um okkar sameiginlegu gæði en líka að búa þau til. Í því samhengi bind ég miklar vonir við nýja borgarhönnunarstefnu Reykjavíkur sem nú er í mótun. Er stefnunni ætlað fjalla um þau gæði og fjölbreytileika sem við viljum tryggja að séu til staðar við mótun borgarumhverfisins og vera uppbyggingaraðilum og hönnuðum leiðarstef við þeirra vinnu. Hugmyndafræðin á bakvið stefnuna var kynnt með nánari hætti á fundinum síðastliðinn föstudag og geta áhugasöm litið á það og önnur erindi fundarins á vefsíðu fundarins. Síðustu ár hafa verið mikil metár í uppbyggingu íbúða innan Reykjavíkur og stefnir í að fjöldi fullkláraðra íbúða verði yfir 5000 yfir síðustu fjögur ár. Reykvíkingum hefur fjölgað talsvert á sama tímabili en í raun aldrei jafn mikið og í ár. Í byrjun október hafði íbúum Reykjavíkur fjölgað um 2.934 á árinu. Það er nú þegar met frá upphafi skráninga en einungis fimm sinnum hefur íbúum fjölgað um meira en 2400. Þar af eru árin 2017, 2018 og 2021 í þeim flokki auk ársins í ár. Aðstæður á húsnæðismarkaði segja okkur hinsvegar að betur má ef duga skal og mikilvægt að uppbyggingu innan borgarinnar verði haldið áfram af krafti. Við slíkar aðstæður fellur mikil ábyrgð í skaut borgarinnar sem handhafi skipulagsvaldsins að standa vörð um ekki verði slegið af markmiðum um þau gæði byggðarinnar sem við viljum tryggja að íbúar borgarinnar búi við. Í því samhengi verður skýr borgarhönnunarstefna enn verðmætari. Gott og vandað húsnæði eða almenningsrými á ekki að þurfa vera kostnaðarsamt. Það kallar hinsvegar á að þeim fjármunum sem eru í spilinu sé forgangsraðað í þágu þess sameiginlega. Þar eru miðlæg bílastæðahús í nýjum hverfum til dæmis spennandi kostur fremur en að hver byggingarreitur sé grafinn upp fyrir bílastæðakjallara. Slíkar lausnir stytta byggingartíma, lækka kostnað á hverja íbúð og auka gegndræpi og jarðtengingu lóða sem er forsenda fyrir gróðursælum inngörðum. Með þeim má einnig fækka bílastæðum meðfram götum sem gefur færi á meiri gróðri og meiri plássi fyrir mannlífið að njóta göturýmisins. Við erum öll reynslunni ríkari frá síðustu árum þar sem afstaða samfélagsins um hvernig borg við viljum skapa til framtíðar hefur tekið stakkaskiptum. Við göngum því vel nestuð og skóuð til næstu missera með skýra sýn á hvert skuli stefna. Framundan er áratugur uppbyggingar í Reykjavík. Höfundur er arkitekt, úrbanisti og varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birkir Ingibjartsson Húsnæðismál Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Við þurfum jöfn tækifæri fyrir börnin í borginni Sandra Hlíf Ocares Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Í lok síðustu viku fór fram kynningarfundur Reykjavíkur um húsnæðisuppbyggingu í borginni. Þessi árlegi fundur hefur nú farið fram síðustu 10 ár og var upphaflega hugsaður sem vettvangur til upplýsingagjafar um stöðu skipulagsmála og íbúðauppbyggingar í Reykjavík og til að blása lífi í koðnaðan byggingariðnað eftir þunga tíð eftirhrunsáranna. Fundurinn hefur með tíð og tíma fest sig í sessi og er nú orðinn mikilvægur vettvangur til umræðu um þróun borgarinnar síðustu ár og hvert skuli stefnt til framtíðar. Í því samhengi var yfirheiti fundarins í ár - Hvernig byggjum við lífsgæðaborg? - viðeigandi og þau erindi sem þar voru flutt um margt áhugaverð, fræðandi og jafnvel aðeins stuðandi. Síðasti áratugur hefur verið mjög lærdómsríkur fyrir okkur öll sem komum að mótun hins byggða umhverfis. Þétting byggðar hefur orðið að meginstefi við mótun nýrrar byggðar og hefur í raun fest sig í sessi með slíkum hætti að ekki er lengur spurt hvort, heldur hvernig. Lærdómur síðustu ára felst ekki síður í breyttum viðhorfum almennings til borgarrýmisins og þeirra gæða sem við viljum að það hafi sem gott almenningsrými - hvort sem það snýr að endurnýjun og þéttingu innan eldri byggðar eða uppbyggingu nýrra borgarhluta. Við þróun nýrrar byggðar er það hlutverk borgarinnar að standa vörð um okkar sameiginlegu gæði en líka að búa þau til. Í því samhengi bind ég miklar vonir við nýja borgarhönnunarstefnu Reykjavíkur sem nú er í mótun. Er stefnunni ætlað fjalla um þau gæði og fjölbreytileika sem við viljum tryggja að séu til staðar við mótun borgarumhverfisins og vera uppbyggingaraðilum og hönnuðum leiðarstef við þeirra vinnu. Hugmyndafræðin á bakvið stefnuna var kynnt með nánari hætti á fundinum síðastliðinn föstudag og geta áhugasöm litið á það og önnur erindi fundarins á vefsíðu fundarins. Síðustu ár hafa verið mikil metár í uppbyggingu íbúða innan Reykjavíkur og stefnir í að fjöldi fullkláraðra íbúða verði yfir 5000 yfir síðustu fjögur ár. Reykvíkingum hefur fjölgað talsvert á sama tímabili en í raun aldrei jafn mikið og í ár. Í byrjun október hafði íbúum Reykjavíkur fjölgað um 2.934 á árinu. Það er nú þegar met frá upphafi skráninga en einungis fimm sinnum hefur íbúum fjölgað um meira en 2400. Þar af eru árin 2017, 2018 og 2021 í þeim flokki auk ársins í ár. Aðstæður á húsnæðismarkaði segja okkur hinsvegar að betur má ef duga skal og mikilvægt að uppbyggingu innan borgarinnar verði haldið áfram af krafti. Við slíkar aðstæður fellur mikil ábyrgð í skaut borgarinnar sem handhafi skipulagsvaldsins að standa vörð um ekki verði slegið af markmiðum um þau gæði byggðarinnar sem við viljum tryggja að íbúar borgarinnar búi við. Í því samhengi verður skýr borgarhönnunarstefna enn verðmætari. Gott og vandað húsnæði eða almenningsrými á ekki að þurfa vera kostnaðarsamt. Það kallar hinsvegar á að þeim fjármunum sem eru í spilinu sé forgangsraðað í þágu þess sameiginlega. Þar eru miðlæg bílastæðahús í nýjum hverfum til dæmis spennandi kostur fremur en að hver byggingarreitur sé grafinn upp fyrir bílastæðakjallara. Slíkar lausnir stytta byggingartíma, lækka kostnað á hverja íbúð og auka gegndræpi og jarðtengingu lóða sem er forsenda fyrir gróðursælum inngörðum. Með þeim má einnig fækka bílastæðum meðfram götum sem gefur færi á meiri gróðri og meiri plássi fyrir mannlífið að njóta göturýmisins. Við erum öll reynslunni ríkari frá síðustu árum þar sem afstaða samfélagsins um hvernig borg við viljum skapa til framtíðar hefur tekið stakkaskiptum. Við göngum því vel nestuð og skóuð til næstu missera með skýra sýn á hvert skuli stefna. Framundan er áratugur uppbyggingar í Reykjavík. Höfundur er arkitekt, úrbanisti og varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun