Segir biðtíma eftir plássi á hjúkrunarheimilum hafa styst Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 5. nóvember 2022 19:20 Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra segir mikla uppbyggingu yfirstaðna og enn meiri væntanlega á næstu árum. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðherra segir biðtíma eftir plássi á hjúkrunarheimilum hafa styst þrátt fyrir að aldrei hafi fleiri beðið eftir plássi á höfuðborgarsvæðinu. Mikil uppbygging hafi verið á hjúkrunarrýmum um land allt en borgarfulltrúi segir upbbygingu annars staðar ekki minnka þörf á uppbyggingu á höfuðborgarsvæðinu. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær sagði Matthildur Skúladóttir frá því að móðir hennar, Vildís Garðarsdóttir, hafi beðið eftir plássi á hjúkrunarheimili síðan í febrúar þegar hún veiktist. Hingað til hefur hún búið heima en nú fengið það mat að hún geti ekki farið aftur heim. Meira en þrjú hundruð er á biðlista til að komast á hjúkrunarheimili á höfuðborgarsvæðin og hafa aldrei jafn margir beðið eftir plássi. Heilbrigðisráðherra segir biðtímann vera að styttast. „Við erum með mjög kröftuga uppbyggingu en að skal alvag viðurkennast að við erum enn að elta skottið á okkur eftir þann tíma sem við hægðum á uppbyggingu þvert á samsetningu íbúaþróunar,“ segir Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra og nefnir árin eftir Hrun. Fólk vilji ekki fara í nágrannasveitarfélög Borgarfulltrúi segir uppbygginguna of hæga. „Þetta kemur mér því miður ekki á óvart. Sveitarfélögin hafa kallað eftir því mjög skýrt, að það er nauðsynlegt að byggja upp fleiri hjúkrunarrými á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Velferðarráðs Reykjavíkurborgar. Heilbrigðisráðherra segir að horfa þurfi á málið heildstætt, til dæmis sé nóg af hjúkrunarrýmum í nágrannasveitarfélögum. „Við vorum að opna sextíu rými í Árborg og þar býðst íbúum, til að mynda, höfuðborgarsvæðisins pláss. Það eru ekki allir sem þiggja það og vilja þá bíða í einhvern tíma eftir plássi þar sem þeir kjósa að vera,“ segir Willum. „Það minnkar ekki þörfina á að byggja upp hjúkrunarheimili hér, á höfuðborgarsvæðinu þar sem flestir búa. Flestir eiga sína ættingja, vini og vilja bara fá að vera þar,“ segir Heiða. Reykjavík Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Borgarstjórn Heilbrigðismál Hjúkrunarheimili Eldri borgarar Tengdar fréttir Ríki og sveitarfélög geri ekki nóg til að stytta biðlista á hjúkrunarheimili Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Velferðarráði Reykjavíkur segir ríki og sveitarfélög ekki hafa gert nóg til að bregðast við löngum biðlistum á hjúkrunarheimili. Aldrei hafa fleiri beðið eftir að fá pláss á hjúkrunarheimili en nú. 5. nóvember 2022 13:02 „Hún vill bara fá að deyja í dag“ Aldrei hafa jafn margir beðið eftir plássi á hjúkrunarheimili á höfuðborgarsvæðinu og nú. Yfir þrjú hundruð manns eru á biðlista en dæmi eru um fólk hafi beðið í meira en ár. Dóttir áttatíu og níu ára konu sem bíður eftir plássi segir langa bið hafa orðið til þess að móðir hennar hafi misst allan lífsþrótt. 5. nóvember 2022 07:00 Mest lesið „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Erlent Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Innlent Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Erlent Fleiri fréttir Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Eftirlýstur náðist á nöglunum Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Sjá meira
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær sagði Matthildur Skúladóttir frá því að móðir hennar, Vildís Garðarsdóttir, hafi beðið eftir plássi á hjúkrunarheimili síðan í febrúar þegar hún veiktist. Hingað til hefur hún búið heima en nú fengið það mat að hún geti ekki farið aftur heim. Meira en þrjú hundruð er á biðlista til að komast á hjúkrunarheimili á höfuðborgarsvæðin og hafa aldrei jafn margir beðið eftir plássi. Heilbrigðisráðherra segir biðtímann vera að styttast. „Við erum með mjög kröftuga uppbyggingu en að skal alvag viðurkennast að við erum enn að elta skottið á okkur eftir þann tíma sem við hægðum á uppbyggingu þvert á samsetningu íbúaþróunar,“ segir Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra og nefnir árin eftir Hrun. Fólk vilji ekki fara í nágrannasveitarfélög Borgarfulltrúi segir uppbygginguna of hæga. „Þetta kemur mér því miður ekki á óvart. Sveitarfélögin hafa kallað eftir því mjög skýrt, að það er nauðsynlegt að byggja upp fleiri hjúkrunarrými á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Velferðarráðs Reykjavíkurborgar. Heilbrigðisráðherra segir að horfa þurfi á málið heildstætt, til dæmis sé nóg af hjúkrunarrýmum í nágrannasveitarfélögum. „Við vorum að opna sextíu rými í Árborg og þar býðst íbúum, til að mynda, höfuðborgarsvæðisins pláss. Það eru ekki allir sem þiggja það og vilja þá bíða í einhvern tíma eftir plássi þar sem þeir kjósa að vera,“ segir Willum. „Það minnkar ekki þörfina á að byggja upp hjúkrunarheimili hér, á höfuðborgarsvæðinu þar sem flestir búa. Flestir eiga sína ættingja, vini og vilja bara fá að vera þar,“ segir Heiða.
Reykjavík Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Borgarstjórn Heilbrigðismál Hjúkrunarheimili Eldri borgarar Tengdar fréttir Ríki og sveitarfélög geri ekki nóg til að stytta biðlista á hjúkrunarheimili Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Velferðarráði Reykjavíkur segir ríki og sveitarfélög ekki hafa gert nóg til að bregðast við löngum biðlistum á hjúkrunarheimili. Aldrei hafa fleiri beðið eftir að fá pláss á hjúkrunarheimili en nú. 5. nóvember 2022 13:02 „Hún vill bara fá að deyja í dag“ Aldrei hafa jafn margir beðið eftir plássi á hjúkrunarheimili á höfuðborgarsvæðinu og nú. Yfir þrjú hundruð manns eru á biðlista en dæmi eru um fólk hafi beðið í meira en ár. Dóttir áttatíu og níu ára konu sem bíður eftir plássi segir langa bið hafa orðið til þess að móðir hennar hafi misst allan lífsþrótt. 5. nóvember 2022 07:00 Mest lesið „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Erlent Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Innlent Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Erlent Fleiri fréttir Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Eftirlýstur náðist á nöglunum Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Sjá meira
Ríki og sveitarfélög geri ekki nóg til að stytta biðlista á hjúkrunarheimili Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Velferðarráði Reykjavíkur segir ríki og sveitarfélög ekki hafa gert nóg til að bregðast við löngum biðlistum á hjúkrunarheimili. Aldrei hafa fleiri beðið eftir að fá pláss á hjúkrunarheimili en nú. 5. nóvember 2022 13:02
„Hún vill bara fá að deyja í dag“ Aldrei hafa jafn margir beðið eftir plássi á hjúkrunarheimili á höfuðborgarsvæðinu og nú. Yfir þrjú hundruð manns eru á biðlista en dæmi eru um fólk hafi beðið í meira en ár. Dóttir áttatíu og níu ára konu sem bíður eftir plássi segir langa bið hafa orðið til þess að móðir hennar hafi misst allan lífsþrótt. 5. nóvember 2022 07:00