Þetta hækkar hjá Reykjavíkurborg um áramótin Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 3. nóvember 2022 21:30 Ráðhúsið við Reykjavíkurtjörn. Vísir/Vilhelm Verð á sorphirðu, skólamáltíðum og árskorti í sund hjá Reykjavíkurborg mun hækka um áramótin. Borgarfulltrúi minnihlutans hefði viljað frysta gjaldskrárhækkanir sem snúa að frístundastarfi í ljósi verðbólgu. Í borgarstjórn á þriðjudaginn lagði Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri fram tillögu um gjaldskrá Reykjavíkurborgar fyrir árið 2023. Þar má finna verðlagshækkanir sem taka gildi um áramótin. Fram kemur í tillögunni að þær séu í samræmi við þjóðhagsspá Hagstofu og verðlagsforsendur fjárhagsáætlunar borgarinnar fyrir árið 2023. Tillagan var samþykkt og mun því flest þjónusta hækka í verði á næsta ári. Það mun til dæmis kosta meira fyrir borgarbúa að henda rusli. Árgjaldið á 240 lítra tunnu hækkar um 6.500 krónur og mun á næsta ári kosta 40.700. Skólamáltíðir dýrari Fimm daga vistun á frístundaheimili hækkar um tæpar 800 krónur og mun kosta 16.537 krónur. Þá verður dýrara fyrir börn að borða heitar máltíðir í grunnskólum borgarinnar. Mánaðaráskrift hækkar um 549 krónur og mun kosta 11.744. Og leikskólagjöldin, þau hækka um 4,9 prósent. Árskort í sund fyrir fullorðið fólk mun hækka um tvö þúsund krónur og kostar á næsta ári 41 þúsund. Stakur miði í sund hækkar líka og mun kosta 1.210. Þá verður ekki gott að gleyma handklæðinu þegar komið er á sundstað á næsta ári því leiga á því hækkar og mun kosta 720 krónur. Dýrara að skoða selina Góður dagur í fjölskyldu- og húsdýragarðinum verður dýrari eftir áramót. Aðgangur fyrir börn yngri en tólf ára hækkar um tæp 34 prósent og mun kosta 1.050. Aðgangur fyrir fullorðna hækkar um rúm 46 prósent og mun kosta 1.500. „Ég er mjög ósátt við þetta. Við lögðum það til á þriðjudaginn í fyrri umræðu fjárhagsáætlunar að frysta sérstaklega þær gjaldskrárhækkanir sem snúa að sumar- og vetrarstarfi frístundaheimila og sértækra félagsmiðstöðva,“ sagði Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins. Hún segir ekki langt frá síðustu verðhækkunum, þær hafi verið öðru hvoru megin við sumarið. „Það er eins og við vitum ekki gott ástand í samfélaginu núna. Það er um 8,8 prósent verðbólga og þetta fer auðvitað bara beint út í verðlagið og kemur sem allra verst niður á þeim sem minnst mega sín.“ Borgarstjórn Reykjavík Neytendur Verðlag Fjármál heimilisins Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Fleiri fréttir „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Sjá meira
Í borgarstjórn á þriðjudaginn lagði Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri fram tillögu um gjaldskrá Reykjavíkurborgar fyrir árið 2023. Þar má finna verðlagshækkanir sem taka gildi um áramótin. Fram kemur í tillögunni að þær séu í samræmi við þjóðhagsspá Hagstofu og verðlagsforsendur fjárhagsáætlunar borgarinnar fyrir árið 2023. Tillagan var samþykkt og mun því flest þjónusta hækka í verði á næsta ári. Það mun til dæmis kosta meira fyrir borgarbúa að henda rusli. Árgjaldið á 240 lítra tunnu hækkar um 6.500 krónur og mun á næsta ári kosta 40.700. Skólamáltíðir dýrari Fimm daga vistun á frístundaheimili hækkar um tæpar 800 krónur og mun kosta 16.537 krónur. Þá verður dýrara fyrir börn að borða heitar máltíðir í grunnskólum borgarinnar. Mánaðaráskrift hækkar um 549 krónur og mun kosta 11.744. Og leikskólagjöldin, þau hækka um 4,9 prósent. Árskort í sund fyrir fullorðið fólk mun hækka um tvö þúsund krónur og kostar á næsta ári 41 þúsund. Stakur miði í sund hækkar líka og mun kosta 1.210. Þá verður ekki gott að gleyma handklæðinu þegar komið er á sundstað á næsta ári því leiga á því hækkar og mun kosta 720 krónur. Dýrara að skoða selina Góður dagur í fjölskyldu- og húsdýragarðinum verður dýrari eftir áramót. Aðgangur fyrir börn yngri en tólf ára hækkar um tæp 34 prósent og mun kosta 1.050. Aðgangur fyrir fullorðna hækkar um rúm 46 prósent og mun kosta 1.500. „Ég er mjög ósátt við þetta. Við lögðum það til á þriðjudaginn í fyrri umræðu fjárhagsáætlunar að frysta sérstaklega þær gjaldskrárhækkanir sem snúa að sumar- og vetrarstarfi frístundaheimila og sértækra félagsmiðstöðva,“ sagði Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins. Hún segir ekki langt frá síðustu verðhækkunum, þær hafi verið öðru hvoru megin við sumarið. „Það er eins og við vitum ekki gott ástand í samfélaginu núna. Það er um 8,8 prósent verðbólga og þetta fer auðvitað bara beint út í verðlagið og kemur sem allra verst niður á þeim sem minnst mega sín.“
Borgarstjórn Reykjavík Neytendur Verðlag Fjármál heimilisins Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Fleiri fréttir „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Sjá meira