Tvöfalt meiri hlýnun í Evrópu en á heimsvísu Ólafur Björn Sverrisson skrifar 2. nóvember 2022 23:38 Ryðguð hjól í Rínarfljóti. epa Hlýnun í Evrópu á síðastliðnum 30 árum hefur verið ríflega tvöföld á við þá hlýnun sem hefur átt sér stað á heimsvísu á sama tímabili. Um er að ræða mestu hækkun fyrir einstaka heimsálfu. Með aukinni hlýnun aukast líkur á því að hátt hitastig, gróðureldar, flóð og aðrar afleiðingar loftslagsbreytinga hafi áhrif á samfélög, efnahag og vistkerfi. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í skýrslu Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar um ástand loftlags í Evrópu. Veðurstofan greinir frá niðustöðum skýrslunnar á vef sínum. Þar segir einnig að hiti í Evrópu hafi á árabilinu 1991-2021 hækkað um 0,5 gráður á selsíus á áratug. Afleiðingarnar séu meðal annars þynning jökla á Alpasvæðum og bráðnun ísbreiðunnar á Grænlandi sem valdi hækkandi sjávarstöðu víðast hvar um álfuna. Árið 2021 leiddi aftakaveður og aðrir loftslagstengdir atburðir til hundruða dauðsfalla, hafði bein áhrif á meira en hálfa milljón íbúa og olli fjárhagslegu tjóni sem nemur meira en 50 milljörðum Bandaríkjadala. Í skýrslunni segir að um það bil 84% þessara atburða hafi verið flóð eða óveður. Sjá einnig: Hlýnun gerði þurrka í sumar tuttugufalt líklegri en ella Aðalrittari Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar, Tetteri Taalas segir hamfarir undanfarna mánuði minna á að þó samfélög séu vel undirbúin séu þau ekki örugg fyrir áhrifum aftakaveðurs. „Í ár, eins og árið 2021, hafa gríðarlegar hitabylgjur og þurrkar herjað á stór svæði í Evrópu og meðal annars leitt til gróðurelda. Árið 2021 leiddu mikil flóð til dauðsfalla og eyðileggingar,“ er haft eftir Tetteri. Yfirlit yfir nokkra atburði sem höfðu mikil áhrif á Evrópulönd árið 2021 (gögn frá Veður- og loftslagsþjónustu Þýskalands, DWD).veðurstofan Ljós í myrkrinu Samkvæmt skýrslunni hefur þó fjöldi Evrópuríkja náð góðum árangri við að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Losun hjá ríkjum Evrópusambandsins hefur samkvæmt skýrslunni dregist saman um 31 prósent á árabilinu 1990-2020 og stefnt er að því að samdráttur verði 55% fyrir árið 2030. Evrópa stendur einnig framarlega hvað varðar samstarf um aðgerðir í loftslagsmálum þvert á landamæri auk þess sem álfan er leiðandi í þróun viðbragðsáætlana sem miða að því að tryggja öryggi íbúa. Veður Loftslagsmál Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Fleiri fréttir Segist Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Sjá meira
Þetta er á meðal þess sem kemur fram í skýrslu Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar um ástand loftlags í Evrópu. Veðurstofan greinir frá niðustöðum skýrslunnar á vef sínum. Þar segir einnig að hiti í Evrópu hafi á árabilinu 1991-2021 hækkað um 0,5 gráður á selsíus á áratug. Afleiðingarnar séu meðal annars þynning jökla á Alpasvæðum og bráðnun ísbreiðunnar á Grænlandi sem valdi hækkandi sjávarstöðu víðast hvar um álfuna. Árið 2021 leiddi aftakaveður og aðrir loftslagstengdir atburðir til hundruða dauðsfalla, hafði bein áhrif á meira en hálfa milljón íbúa og olli fjárhagslegu tjóni sem nemur meira en 50 milljörðum Bandaríkjadala. Í skýrslunni segir að um það bil 84% þessara atburða hafi verið flóð eða óveður. Sjá einnig: Hlýnun gerði þurrka í sumar tuttugufalt líklegri en ella Aðalrittari Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar, Tetteri Taalas segir hamfarir undanfarna mánuði minna á að þó samfélög séu vel undirbúin séu þau ekki örugg fyrir áhrifum aftakaveðurs. „Í ár, eins og árið 2021, hafa gríðarlegar hitabylgjur og þurrkar herjað á stór svæði í Evrópu og meðal annars leitt til gróðurelda. Árið 2021 leiddu mikil flóð til dauðsfalla og eyðileggingar,“ er haft eftir Tetteri. Yfirlit yfir nokkra atburði sem höfðu mikil áhrif á Evrópulönd árið 2021 (gögn frá Veður- og loftslagsþjónustu Þýskalands, DWD).veðurstofan Ljós í myrkrinu Samkvæmt skýrslunni hefur þó fjöldi Evrópuríkja náð góðum árangri við að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Losun hjá ríkjum Evrópusambandsins hefur samkvæmt skýrslunni dregist saman um 31 prósent á árabilinu 1990-2020 og stefnt er að því að samdráttur verði 55% fyrir árið 2030. Evrópa stendur einnig framarlega hvað varðar samstarf um aðgerðir í loftslagsmálum þvert á landamæri auk þess sem álfan er leiðandi í þróun viðbragðsáætlana sem miða að því að tryggja öryggi íbúa.
Veður Loftslagsmál Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Fleiri fréttir Segist Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Sjá meira
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“