Tvöfalt meiri hlýnun í Evrópu en á heimsvísu Ólafur Björn Sverrisson skrifar 2. nóvember 2022 23:38 Ryðguð hjól í Rínarfljóti. epa Hlýnun í Evrópu á síðastliðnum 30 árum hefur verið ríflega tvöföld á við þá hlýnun sem hefur átt sér stað á heimsvísu á sama tímabili. Um er að ræða mestu hækkun fyrir einstaka heimsálfu. Með aukinni hlýnun aukast líkur á því að hátt hitastig, gróðureldar, flóð og aðrar afleiðingar loftslagsbreytinga hafi áhrif á samfélög, efnahag og vistkerfi. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í skýrslu Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar um ástand loftlags í Evrópu. Veðurstofan greinir frá niðustöðum skýrslunnar á vef sínum. Þar segir einnig að hiti í Evrópu hafi á árabilinu 1991-2021 hækkað um 0,5 gráður á selsíus á áratug. Afleiðingarnar séu meðal annars þynning jökla á Alpasvæðum og bráðnun ísbreiðunnar á Grænlandi sem valdi hækkandi sjávarstöðu víðast hvar um álfuna. Árið 2021 leiddi aftakaveður og aðrir loftslagstengdir atburðir til hundruða dauðsfalla, hafði bein áhrif á meira en hálfa milljón íbúa og olli fjárhagslegu tjóni sem nemur meira en 50 milljörðum Bandaríkjadala. Í skýrslunni segir að um það bil 84% þessara atburða hafi verið flóð eða óveður. Sjá einnig: Hlýnun gerði þurrka í sumar tuttugufalt líklegri en ella Aðalrittari Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar, Tetteri Taalas segir hamfarir undanfarna mánuði minna á að þó samfélög séu vel undirbúin séu þau ekki örugg fyrir áhrifum aftakaveðurs. „Í ár, eins og árið 2021, hafa gríðarlegar hitabylgjur og þurrkar herjað á stór svæði í Evrópu og meðal annars leitt til gróðurelda. Árið 2021 leiddu mikil flóð til dauðsfalla og eyðileggingar,“ er haft eftir Tetteri. Yfirlit yfir nokkra atburði sem höfðu mikil áhrif á Evrópulönd árið 2021 (gögn frá Veður- og loftslagsþjónustu Þýskalands, DWD).veðurstofan Ljós í myrkrinu Samkvæmt skýrslunni hefur þó fjöldi Evrópuríkja náð góðum árangri við að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Losun hjá ríkjum Evrópusambandsins hefur samkvæmt skýrslunni dregist saman um 31 prósent á árabilinu 1990-2020 og stefnt er að því að samdráttur verði 55% fyrir árið 2030. Evrópa stendur einnig framarlega hvað varðar samstarf um aðgerðir í loftslagsmálum þvert á landamæri auk þess sem álfan er leiðandi í þróun viðbragðsáætlana sem miða að því að tryggja öryggi íbúa. Veður Loftslagsmál Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Fleiri fréttir Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Sjá meira
Þetta er á meðal þess sem kemur fram í skýrslu Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar um ástand loftlags í Evrópu. Veðurstofan greinir frá niðustöðum skýrslunnar á vef sínum. Þar segir einnig að hiti í Evrópu hafi á árabilinu 1991-2021 hækkað um 0,5 gráður á selsíus á áratug. Afleiðingarnar séu meðal annars þynning jökla á Alpasvæðum og bráðnun ísbreiðunnar á Grænlandi sem valdi hækkandi sjávarstöðu víðast hvar um álfuna. Árið 2021 leiddi aftakaveður og aðrir loftslagstengdir atburðir til hundruða dauðsfalla, hafði bein áhrif á meira en hálfa milljón íbúa og olli fjárhagslegu tjóni sem nemur meira en 50 milljörðum Bandaríkjadala. Í skýrslunni segir að um það bil 84% þessara atburða hafi verið flóð eða óveður. Sjá einnig: Hlýnun gerði þurrka í sumar tuttugufalt líklegri en ella Aðalrittari Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar, Tetteri Taalas segir hamfarir undanfarna mánuði minna á að þó samfélög séu vel undirbúin séu þau ekki örugg fyrir áhrifum aftakaveðurs. „Í ár, eins og árið 2021, hafa gríðarlegar hitabylgjur og þurrkar herjað á stór svæði í Evrópu og meðal annars leitt til gróðurelda. Árið 2021 leiddu mikil flóð til dauðsfalla og eyðileggingar,“ er haft eftir Tetteri. Yfirlit yfir nokkra atburði sem höfðu mikil áhrif á Evrópulönd árið 2021 (gögn frá Veður- og loftslagsþjónustu Þýskalands, DWD).veðurstofan Ljós í myrkrinu Samkvæmt skýrslunni hefur þó fjöldi Evrópuríkja náð góðum árangri við að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Losun hjá ríkjum Evrópusambandsins hefur samkvæmt skýrslunni dregist saman um 31 prósent á árabilinu 1990-2020 og stefnt er að því að samdráttur verði 55% fyrir árið 2030. Evrópa stendur einnig framarlega hvað varðar samstarf um aðgerðir í loftslagsmálum þvert á landamæri auk þess sem álfan er leiðandi í þróun viðbragðsáætlana sem miða að því að tryggja öryggi íbúa.
Veður Loftslagsmál Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Fleiri fréttir Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Sjá meira