Sleppir loftslagsráðstefnunni og ýtir embættismönnum úr stjórninni Kjartan Kjartansson skrifar 28. október 2022 07:34 Rishi Sunak þegar hann ávarpaði loftslagsráðstefnuna í Glasgow í fyrra sem fjármálaráðherra í ríkisstjórn Boris Johnson. Vísir/EPA Rishi Sunak, nýr forsætisráðherra Bretlands, ætlar ekki að taka þátt í loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Egyptalandi í næsta mánuði. Tilkynningin kemur í kjölfar þess að hann ýtti bæði forseta ráðstefnunnar og loftslagsráðherranum út úr ríkisstjórninni. Downing-stræti 10 staðfestir að Sunak verði ekki viðstaddur þegar þjóðarleiðtogar funda um hvernig þeir geti dregið úr losun gróðurhúsalofttegunda til þess að koma í veg fyrir verstu afleiðingar loftslagsbreytinga í Sharm el-Sheikh í Egyptalandi í nóvember. Vísaði það til aðsteðjandi innanríkismála, þar á meðal fjárlagagerðar, að sögn The Guardian. Liz Truss, forveri Sunak til skamms tíma í embætti forsætisráðherra, er sögð hafa ætlað sér að mæta á að minnsta kosti einn dag ráðstefnunnar. Ákvörðun Sunak hefur sætt gagnrýni, ekki síst þar sem hann lýsti því yfir fyrr í vikunni að umhverfismál yrðu forgangsmál í ríkisstjórn sinni. Ed Miliband, skuggaviðskiptaráðherra Verkamannaflokksins, sakar Sunak um meiriháttar forystuafglöp. „Það sem Rishu Sunak skilur ekki er að aðgerðir gegn loftslagsvánni er lykillinn að mikilvægustu innanríkismálunum, þar á meðal hvernig við lækkum reikninga, sk0pum störf og orkuöryggi,“ hefur breska blaðið Mirror eftir Miliband. In 48 hours as PM, Rishi Sunak has: Pulled out of attending Cop27 in Egypt Removed Cop president Alok Sharma from Cabinet Removed climate minister Graham Stuart from Cabinet— John Stevens (@johnestevens) October 27, 2022 Þeir sem fara með loftslagsmál sitja ekki lengur ríkisstjórnarfundi Bretar voru gestgjafar loftslagsráðstefnunnar þegar hún var haldin í Glasgow í Skotlandi í fyrra. Fyrr í þessari viku ákvað Sunak að Alok Sharma, forseti loftslagsráðstefnunnar, sæti ekki lengur ríkisstjórnarfundi. Sömu örlög hlaut Graham Stuart, loftslagsráðherra ríkisstjórnarinnar. Í skýrslum sem gefnar hafa verið út í aðdraganda loftslagsráðstefnunnar í næsta mánuði kemur fram að miðað við núverandi losunarmarkmið þjóða heims stefni í að hnattræn hlýnun náni tveimur og hálfri gráðu fyrir lok aldarinnar, heilli gráðu meira en metnaðarfyllra markmið Parísarsamkomulagsins. Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hvatti ríki til þess að gera loftslagsmál aftur að miðpunkti umræðunnar í vikunni. „Það hefur verið tilhneigin til þess að ýta loftslagsbreytingum til hliðar. Ef okkur tekst ekki að snúa við núverandi þróun eru örlög okkar ráðin,“ sagði hann við breska ríkisútvarpið BBC. Alok Sharma var endurskipaður forseti COP26, loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, er situr ekki lengur fundi bresku ríkisstjórnarinnar.Vísir/EPA Bretland Loftslagsmál Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Tengdar fréttir Stefnir í tveggja og hálfrar gráðu hlýnun á meðan ríki draga lappirnar Útlit er fyrir að hnattræn hlýnun nái tveimur og hálfri gráðu fyrir lok aldarinnar ef ríki heims auka ekki metnað sinn í að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Það er heilli gráðu meira en stefnt er að með Parísarsamkomulaginu til þess að forðast verstu afleiðingar loftslagsbreytinga. 26. október 2022 08:42 Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Fleiri fréttir Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Sjá meira
Downing-stræti 10 staðfestir að Sunak verði ekki viðstaddur þegar þjóðarleiðtogar funda um hvernig þeir geti dregið úr losun gróðurhúsalofttegunda til þess að koma í veg fyrir verstu afleiðingar loftslagsbreytinga í Sharm el-Sheikh í Egyptalandi í nóvember. Vísaði það til aðsteðjandi innanríkismála, þar á meðal fjárlagagerðar, að sögn The Guardian. Liz Truss, forveri Sunak til skamms tíma í embætti forsætisráðherra, er sögð hafa ætlað sér að mæta á að minnsta kosti einn dag ráðstefnunnar. Ákvörðun Sunak hefur sætt gagnrýni, ekki síst þar sem hann lýsti því yfir fyrr í vikunni að umhverfismál yrðu forgangsmál í ríkisstjórn sinni. Ed Miliband, skuggaviðskiptaráðherra Verkamannaflokksins, sakar Sunak um meiriháttar forystuafglöp. „Það sem Rishu Sunak skilur ekki er að aðgerðir gegn loftslagsvánni er lykillinn að mikilvægustu innanríkismálunum, þar á meðal hvernig við lækkum reikninga, sk0pum störf og orkuöryggi,“ hefur breska blaðið Mirror eftir Miliband. In 48 hours as PM, Rishi Sunak has: Pulled out of attending Cop27 in Egypt Removed Cop president Alok Sharma from Cabinet Removed climate minister Graham Stuart from Cabinet— John Stevens (@johnestevens) October 27, 2022 Þeir sem fara með loftslagsmál sitja ekki lengur ríkisstjórnarfundi Bretar voru gestgjafar loftslagsráðstefnunnar þegar hún var haldin í Glasgow í Skotlandi í fyrra. Fyrr í þessari viku ákvað Sunak að Alok Sharma, forseti loftslagsráðstefnunnar, sæti ekki lengur ríkisstjórnarfundi. Sömu örlög hlaut Graham Stuart, loftslagsráðherra ríkisstjórnarinnar. Í skýrslum sem gefnar hafa verið út í aðdraganda loftslagsráðstefnunnar í næsta mánuði kemur fram að miðað við núverandi losunarmarkmið þjóða heims stefni í að hnattræn hlýnun náni tveimur og hálfri gráðu fyrir lok aldarinnar, heilli gráðu meira en metnaðarfyllra markmið Parísarsamkomulagsins. Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hvatti ríki til þess að gera loftslagsmál aftur að miðpunkti umræðunnar í vikunni. „Það hefur verið tilhneigin til þess að ýta loftslagsbreytingum til hliðar. Ef okkur tekst ekki að snúa við núverandi þróun eru örlög okkar ráðin,“ sagði hann við breska ríkisútvarpið BBC. Alok Sharma var endurskipaður forseti COP26, loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, er situr ekki lengur fundi bresku ríkisstjórnarinnar.Vísir/EPA
Bretland Loftslagsmál Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Tengdar fréttir Stefnir í tveggja og hálfrar gráðu hlýnun á meðan ríki draga lappirnar Útlit er fyrir að hnattræn hlýnun nái tveimur og hálfri gráðu fyrir lok aldarinnar ef ríki heims auka ekki metnað sinn í að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Það er heilli gráðu meira en stefnt er að með Parísarsamkomulaginu til þess að forðast verstu afleiðingar loftslagsbreytinga. 26. október 2022 08:42 Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Fleiri fréttir Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Sjá meira
Stefnir í tveggja og hálfrar gráðu hlýnun á meðan ríki draga lappirnar Útlit er fyrir að hnattræn hlýnun nái tveimur og hálfri gráðu fyrir lok aldarinnar ef ríki heims auka ekki metnað sinn í að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Það er heilli gráðu meira en stefnt er að með Parísarsamkomulaginu til þess að forðast verstu afleiðingar loftslagsbreytinga. 26. október 2022 08:42