Styrkur metans aldrei aukist eins mikið frá upphafi mælinga Kjartan Kjartansson skrifar 26. október 2022 15:01 Hrísgrjónaakrar í Kína. Vísbendingar eru um að stór hluti aukningar í styrk metans í fyrra hafi verið vegna losunar frá slíkri ræktun. Grjónin eru ræktuð í vatni. Metan losnar þegar lífrænt efni rotnar í vatni. Vísir/Getty Hlutfall gróðurhúsalofttegundarinnar metans í andrúmslofti jarðar hefur aldrei aukist jafna mikið og í fyrra frá því að mælingar hófust. Styrkur þriggja helstu gróðurhúsalofttegundanna í lofthjúpnum náði methæðum árið 2021. Í fyrra var styrkur metans í lofthjúpnum 1.908 hlutar af milljarði (ppb) sem er 262% hærra en áður en iðnbyltingin hófst. Aukningin á milli ára nam 18 ppb en 15 ppb á milli 2019 og 2020. Styrkur lofttegundarinnar hefur farið vaxandi með auknum hraða frá 2007 en aukningin á milli ára árið 2020 og 2021 var sú mesta frá því að kerfisbundnar mælingar hófust árið 1983. Metan er margfalt öflugri gróðurhúsalofttegund en koltvísýringur en jafnframt mun skammlífari í lofthjúpnum. Erfiðara er sagt að rekja uppruna metanlosunar en koltvísýrings. Það losnar meðal annars þegar lífrænt efni rotnar í vatni og búfé ropar og prumpar. Ekki er ljóst hvers vegna stykur metans jókst svo mjög en talið er orsakirnar séu bæði líffræðilegar og afleiðingar athafna manna, að því er segir í nýrri skýrslu Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar um gróðurhúsalofttegundir sem gerð var opinber í dag. Vísbendingar eru um að stærsti hluti aukningarinnar sé af líffræðilegum uppruna, eins og frá votlendi og hrísgrjónaökrum. Hugsanlegt er talið að það gæti verið svörun við hnattrænni hlýnun sem þegar hefur átt sér stað. Þegar loftslagið hlýnar rotnar lífrænt efni hraðar. Því getur metanlosun aukist ef votlendi í hitabeltinu verða votari og hlýrri. Einnig er talið mögulegt að aukningin kunni að skýrast af náttúrulegum breytileika á milli ára. Bæði árið 2020 og 2021 einkenndust af veðurfyrirbrigðinu La niña í Kyrrahafi en það er tengt við aukna úrkomu í hitabeltinu. Hafa áhyggjur af getu kolefnisgeymslna til að taka við áfram Koltvísýringur, áhrifamesta gróðurhúsalofttegundin, náði einnig nýjum hæðum í lofthjúpnum í fyrra. Þá mældist styrkur hans að jafnaði 415,7 hlutar af milljón (ppm), 149% meira en fyrir iðnbyltingu. Síðast er talið að styrkur gróðurhúsalofttegundarinnar hafi verið svo hár fyrir milljónum ára á plíósentímanum. Þá aukningu má fyrst og fremst rekja til bruna á jarðefnaeldsneyti og sementframleiðslu manna. Losun koltvísýrings hefur tekið stökk eftir fordæmalausan samdrátt í kórónuveirufaraldrinum. Frá 2011 til 2020 er áætlað að um 48% koltvísýringsins hafi safnast fyrir í lofthjúpnum, 26% í sjónum þar sem hann veldur súrnun og 29% hefur verið bundinn á landi. WMO lýsir áhyggjum af því að svonefndar kolefnisgeymslur á landi og í hafinu geti ekki tekið endalaust við í framtíðinni og dregið úr hlýnun. Sum staðar á jörðinni séu kolefnisgeymslur á landi þegar byrjaðar að losa koltvísýring út í andrúmsloftið. Nituroxíð er þriðja áhrifamesta gróðurhúsalofttegundin en hún á sér bæði uppsprettur í náttúrunni og í athöfnum manna. Lofttegundin losnar meðal annars frá hafinu, úr jarðvegi, við bruna á lífmassa, frá áburðarnotkun í landbúnaði og frá ýmis konar iðnaði. Styrkur þess nam 334,5 hlutum af milljarði í fyrra, um 124% meira en áður en iðnbyltingin hófst. Aukningin á milli ára í fyrra er sögð aðeins meiri en áranna á undan og hærri en meðalaukning undanfarinna tíu ára. Loftslagsmál Vísindi Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Sjá meira
Í fyrra var styrkur metans í lofthjúpnum 1.908 hlutar af milljarði (ppb) sem er 262% hærra en áður en iðnbyltingin hófst. Aukningin á milli ára nam 18 ppb en 15 ppb á milli 2019 og 2020. Styrkur lofttegundarinnar hefur farið vaxandi með auknum hraða frá 2007 en aukningin á milli ára árið 2020 og 2021 var sú mesta frá því að kerfisbundnar mælingar hófust árið 1983. Metan er margfalt öflugri gróðurhúsalofttegund en koltvísýringur en jafnframt mun skammlífari í lofthjúpnum. Erfiðara er sagt að rekja uppruna metanlosunar en koltvísýrings. Það losnar meðal annars þegar lífrænt efni rotnar í vatni og búfé ropar og prumpar. Ekki er ljóst hvers vegna stykur metans jókst svo mjög en talið er orsakirnar séu bæði líffræðilegar og afleiðingar athafna manna, að því er segir í nýrri skýrslu Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar um gróðurhúsalofttegundir sem gerð var opinber í dag. Vísbendingar eru um að stærsti hluti aukningarinnar sé af líffræðilegum uppruna, eins og frá votlendi og hrísgrjónaökrum. Hugsanlegt er talið að það gæti verið svörun við hnattrænni hlýnun sem þegar hefur átt sér stað. Þegar loftslagið hlýnar rotnar lífrænt efni hraðar. Því getur metanlosun aukist ef votlendi í hitabeltinu verða votari og hlýrri. Einnig er talið mögulegt að aukningin kunni að skýrast af náttúrulegum breytileika á milli ára. Bæði árið 2020 og 2021 einkenndust af veðurfyrirbrigðinu La niña í Kyrrahafi en það er tengt við aukna úrkomu í hitabeltinu. Hafa áhyggjur af getu kolefnisgeymslna til að taka við áfram Koltvísýringur, áhrifamesta gróðurhúsalofttegundin, náði einnig nýjum hæðum í lofthjúpnum í fyrra. Þá mældist styrkur hans að jafnaði 415,7 hlutar af milljón (ppm), 149% meira en fyrir iðnbyltingu. Síðast er talið að styrkur gróðurhúsalofttegundarinnar hafi verið svo hár fyrir milljónum ára á plíósentímanum. Þá aukningu má fyrst og fremst rekja til bruna á jarðefnaeldsneyti og sementframleiðslu manna. Losun koltvísýrings hefur tekið stökk eftir fordæmalausan samdrátt í kórónuveirufaraldrinum. Frá 2011 til 2020 er áætlað að um 48% koltvísýringsins hafi safnast fyrir í lofthjúpnum, 26% í sjónum þar sem hann veldur súrnun og 29% hefur verið bundinn á landi. WMO lýsir áhyggjum af því að svonefndar kolefnisgeymslur á landi og í hafinu geti ekki tekið endalaust við í framtíðinni og dregið úr hlýnun. Sum staðar á jörðinni séu kolefnisgeymslur á landi þegar byrjaðar að losa koltvísýring út í andrúmsloftið. Nituroxíð er þriðja áhrifamesta gróðurhúsalofttegundin en hún á sér bæði uppsprettur í náttúrunni og í athöfnum manna. Lofttegundin losnar meðal annars frá hafinu, úr jarðvegi, við bruna á lífmassa, frá áburðarnotkun í landbúnaði og frá ýmis konar iðnaði. Styrkur þess nam 334,5 hlutum af milljarði í fyrra, um 124% meira en áður en iðnbyltingin hófst. Aukningin á milli ára í fyrra er sögð aðeins meiri en áranna á undan og hærri en meðalaukning undanfarinna tíu ára.
Loftslagsmál Vísindi Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Sjá meira