Styrkur metans aldrei aukist eins mikið frá upphafi mælinga Kjartan Kjartansson skrifar 26. október 2022 15:01 Hrísgrjónaakrar í Kína. Vísbendingar eru um að stór hluti aukningar í styrk metans í fyrra hafi verið vegna losunar frá slíkri ræktun. Grjónin eru ræktuð í vatni. Metan losnar þegar lífrænt efni rotnar í vatni. Vísir/Getty Hlutfall gróðurhúsalofttegundarinnar metans í andrúmslofti jarðar hefur aldrei aukist jafna mikið og í fyrra frá því að mælingar hófust. Styrkur þriggja helstu gróðurhúsalofttegundanna í lofthjúpnum náði methæðum árið 2021. Í fyrra var styrkur metans í lofthjúpnum 1.908 hlutar af milljarði (ppb) sem er 262% hærra en áður en iðnbyltingin hófst. Aukningin á milli ára nam 18 ppb en 15 ppb á milli 2019 og 2020. Styrkur lofttegundarinnar hefur farið vaxandi með auknum hraða frá 2007 en aukningin á milli ára árið 2020 og 2021 var sú mesta frá því að kerfisbundnar mælingar hófust árið 1983. Metan er margfalt öflugri gróðurhúsalofttegund en koltvísýringur en jafnframt mun skammlífari í lofthjúpnum. Erfiðara er sagt að rekja uppruna metanlosunar en koltvísýrings. Það losnar meðal annars þegar lífrænt efni rotnar í vatni og búfé ropar og prumpar. Ekki er ljóst hvers vegna stykur metans jókst svo mjög en talið er orsakirnar séu bæði líffræðilegar og afleiðingar athafna manna, að því er segir í nýrri skýrslu Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar um gróðurhúsalofttegundir sem gerð var opinber í dag. Vísbendingar eru um að stærsti hluti aukningarinnar sé af líffræðilegum uppruna, eins og frá votlendi og hrísgrjónaökrum. Hugsanlegt er talið að það gæti verið svörun við hnattrænni hlýnun sem þegar hefur átt sér stað. Þegar loftslagið hlýnar rotnar lífrænt efni hraðar. Því getur metanlosun aukist ef votlendi í hitabeltinu verða votari og hlýrri. Einnig er talið mögulegt að aukningin kunni að skýrast af náttúrulegum breytileika á milli ára. Bæði árið 2020 og 2021 einkenndust af veðurfyrirbrigðinu La niña í Kyrrahafi en það er tengt við aukna úrkomu í hitabeltinu. Hafa áhyggjur af getu kolefnisgeymslna til að taka við áfram Koltvísýringur, áhrifamesta gróðurhúsalofttegundin, náði einnig nýjum hæðum í lofthjúpnum í fyrra. Þá mældist styrkur hans að jafnaði 415,7 hlutar af milljón (ppm), 149% meira en fyrir iðnbyltingu. Síðast er talið að styrkur gróðurhúsalofttegundarinnar hafi verið svo hár fyrir milljónum ára á plíósentímanum. Þá aukningu má fyrst og fremst rekja til bruna á jarðefnaeldsneyti og sementframleiðslu manna. Losun koltvísýrings hefur tekið stökk eftir fordæmalausan samdrátt í kórónuveirufaraldrinum. Frá 2011 til 2020 er áætlað að um 48% koltvísýringsins hafi safnast fyrir í lofthjúpnum, 26% í sjónum þar sem hann veldur súrnun og 29% hefur verið bundinn á landi. WMO lýsir áhyggjum af því að svonefndar kolefnisgeymslur á landi og í hafinu geti ekki tekið endalaust við í framtíðinni og dregið úr hlýnun. Sum staðar á jörðinni séu kolefnisgeymslur á landi þegar byrjaðar að losa koltvísýring út í andrúmsloftið. Nituroxíð er þriðja áhrifamesta gróðurhúsalofttegundin en hún á sér bæði uppsprettur í náttúrunni og í athöfnum manna. Lofttegundin losnar meðal annars frá hafinu, úr jarðvegi, við bruna á lífmassa, frá áburðarnotkun í landbúnaði og frá ýmis konar iðnaði. Styrkur þess nam 334,5 hlutum af milljarði í fyrra, um 124% meira en áður en iðnbyltingin hófst. Aukningin á milli ára í fyrra er sögð aðeins meiri en áranna á undan og hærri en meðalaukning undanfarinna tíu ára. Loftslagsmál Vísindi Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Sjá meira
Í fyrra var styrkur metans í lofthjúpnum 1.908 hlutar af milljarði (ppb) sem er 262% hærra en áður en iðnbyltingin hófst. Aukningin á milli ára nam 18 ppb en 15 ppb á milli 2019 og 2020. Styrkur lofttegundarinnar hefur farið vaxandi með auknum hraða frá 2007 en aukningin á milli ára árið 2020 og 2021 var sú mesta frá því að kerfisbundnar mælingar hófust árið 1983. Metan er margfalt öflugri gróðurhúsalofttegund en koltvísýringur en jafnframt mun skammlífari í lofthjúpnum. Erfiðara er sagt að rekja uppruna metanlosunar en koltvísýrings. Það losnar meðal annars þegar lífrænt efni rotnar í vatni og búfé ropar og prumpar. Ekki er ljóst hvers vegna stykur metans jókst svo mjög en talið er orsakirnar séu bæði líffræðilegar og afleiðingar athafna manna, að því er segir í nýrri skýrslu Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar um gróðurhúsalofttegundir sem gerð var opinber í dag. Vísbendingar eru um að stærsti hluti aukningarinnar sé af líffræðilegum uppruna, eins og frá votlendi og hrísgrjónaökrum. Hugsanlegt er talið að það gæti verið svörun við hnattrænni hlýnun sem þegar hefur átt sér stað. Þegar loftslagið hlýnar rotnar lífrænt efni hraðar. Því getur metanlosun aukist ef votlendi í hitabeltinu verða votari og hlýrri. Einnig er talið mögulegt að aukningin kunni að skýrast af náttúrulegum breytileika á milli ára. Bæði árið 2020 og 2021 einkenndust af veðurfyrirbrigðinu La niña í Kyrrahafi en það er tengt við aukna úrkomu í hitabeltinu. Hafa áhyggjur af getu kolefnisgeymslna til að taka við áfram Koltvísýringur, áhrifamesta gróðurhúsalofttegundin, náði einnig nýjum hæðum í lofthjúpnum í fyrra. Þá mældist styrkur hans að jafnaði 415,7 hlutar af milljón (ppm), 149% meira en fyrir iðnbyltingu. Síðast er talið að styrkur gróðurhúsalofttegundarinnar hafi verið svo hár fyrir milljónum ára á plíósentímanum. Þá aukningu má fyrst og fremst rekja til bruna á jarðefnaeldsneyti og sementframleiðslu manna. Losun koltvísýrings hefur tekið stökk eftir fordæmalausan samdrátt í kórónuveirufaraldrinum. Frá 2011 til 2020 er áætlað að um 48% koltvísýringsins hafi safnast fyrir í lofthjúpnum, 26% í sjónum þar sem hann veldur súrnun og 29% hefur verið bundinn á landi. WMO lýsir áhyggjum af því að svonefndar kolefnisgeymslur á landi og í hafinu geti ekki tekið endalaust við í framtíðinni og dregið úr hlýnun. Sum staðar á jörðinni séu kolefnisgeymslur á landi þegar byrjaðar að losa koltvísýring út í andrúmsloftið. Nituroxíð er þriðja áhrifamesta gróðurhúsalofttegundin en hún á sér bæði uppsprettur í náttúrunni og í athöfnum manna. Lofttegundin losnar meðal annars frá hafinu, úr jarðvegi, við bruna á lífmassa, frá áburðarnotkun í landbúnaði og frá ýmis konar iðnaði. Styrkur þess nam 334,5 hlutum af milljarði í fyrra, um 124% meira en áður en iðnbyltingin hófst. Aukningin á milli ára í fyrra er sögð aðeins meiri en áranna á undan og hærri en meðalaukning undanfarinna tíu ára.
Loftslagsmál Vísindi Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Sjá meira