Þreyttur á argaþrasi um sjávarútveg Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 25. október 2022 18:39 Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja á Sjávarútvegsdeginum í morgun. Hann er orðinn þreyttur á argaþrasi um veiðigjöld og fleiri mál sem tengjast sjávarútvegi. Vísir/Vilhem Hagnaður íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja fyrir afskriftir hefur ekki verið hærri um árabil en arðgreiðslur námu næstum tuttugu milljörðum króna í fyrra. Veiðigjöldin voru hins vegar lægri en fyrir þremur árum. Forstjóri Samherja segir þreytandi að hlusta á eilífar deilur um veiðigjöld. Þau eigi að vera hófleg. Í fyrra var afkoma um hundrað sjávarútvegsfyrirtækja sem halda á níutíu og fjórum prósentum af heildarkvótanum sú allra besta frá árinu 2015. Samanlagður hagnaður greinarinnar fyrir afskriftir nam um áttatíu og fjórum milljörðum króna. Fyrirtækin greiddu sér samtal um átján komma fimm milljarða króna í arð en tæplega helmingur hans fór til Síldarvinnslunnar og Brims sem eru bæði skráð í Kauphöll Íslands. Greinin greiddi tæplega átta milljarða króna í veiðigjöld á síðasta ári. Athygli vekur að þrátt fyrir góða afkomu eru gjöldin ríflega þremur milljörðum lægri en þremur árum áður. Þetta kom fram á Sjávarútvegsdeginum sem haldinn var á hótel Hilton í morgun. Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja annars stærsta útgerðarfyrirtækis landsins benti þar á að útgerðin þurfi ekki að greiða veiðigjöld í Noregi. Aðspurður um hvort þetta hafi verið skilaboð til íslenskra stjórnvalda, svarar Þorsteinn. „Nei ég geri ráð fyrir að við greiðum veiðigjöld en þarna er bara tekin mjög skýr stefna. Hér er orðið mjög þreytandi að hlusta á þessar deilur og reyndar að hluta til nánast annan hvern dag. Um veiðigjöldin já og framtíð sjávarútvegs á Íslandi, fyrirkomulag, stærð fyrirtækja og svo framvegis,“ segir Þorsteinn. Veiðigjöldin eigi að vera hófleg En hvað finnst Þorsteini sanngjarnt að sjávarútvegurinn greiði fyrir afnot af sjávarauðlindunum? „Ég tel sé horft til fjárfestingarþarfarinnar í greininni þá verði veiðigjöldin annars vegar að vera hófleg og hins vegar þá verðum við að sjá tuttugu ár fram í tímann.“ Aðspurður um hvort það myndi skapa meiri sátt um sjávarútveginn að Samherji og fleiri stærri fyrirtæki færu á markað svarar Þorsteinn. „Þetta er einn af þeim möguleikum ef það mun skapa meiri sátt þá munu stærri fyrirtækin að sjálfsögðu gera það,“ segir hann. Hefði viljað að greinin hefði meiri aðkomu að heildarendurskoðun Fram hefur komið að verið er að endurskoða löggjöf um sjávarútveg í matvælaráðuneytinu en von er á tillögum á næstu misserum. Þorsteinn Már segir um þetta: „ Ég hefði talið æskilegt að það væru fleiri frá atvinnugreininni í þessum nefndum, hvort sem það eru sjómenn, fiskverkafólk eða framleiðendur.“ Samherji áformar stóra fiskeldisstöð á Reykjanesi Samherji hefur stundað fiskeldi um nokkra hríð og hyggst færa út kvíarnar eftir nokkur ár. Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi á Sjávarútvegsdeginum í dag ásamt Þorstein Má Baldvinssyni forstjóra Samherja.Vísir/Vilhem „Samherji hefur lengi verið í fiskeldi, fyrst og fremst í bleikju. Við höfum stóra drauma og förum þetta fyrst og fremst á bjartsýninni. Núna er þetta fyrst og fremst á teikniborðinu og í hugum manna. Við erum með hugmyndir um að byggja stóra landeldisstöð á Reykjanesi og erum mjög stórhuga hvað þetta varðar. Það þarf að koma í ljós hvort að það lánist að fá fjármagn í þetta. Það þarf gríðarlegt áhættufjármagn í þetta. Það kemur í ljós hvort þetta er hægt. Það eru margir aðrir með sömu hugmyndir og við og sömu bjartsýnina. Það eru mörg ár í að þetta verði að veruleika,“ segir Þorsteinn. Fiskistofa hefur ekki gert neinar athugasemdir Samherji er einn stærsti hluthafi Síldarvinnslunnar sem tilkynnti um kaup á útgerðarfyrirtækinu Vísi í Þorlákshöfn í sumar. Aðspurður um hvernig það mál stendur svarar Þorsteinn: „Samkeppniseftirlitið á enn þá eftir að úrskurða í málinu.“ Við fréttir af málinu kom í ljós að Samherji á með kaupunum nú aðild að ríflega fjórðung af heildarkvótanum sem er yfir lögbundnu hámarki. Þorsteinn segir að Samherji hafi farið algjörlega að öllum lögum. „Fiskistofa hefur eftirlit með þessu og við höfum farið að öllum lögum í þessu eins og öllu öðru,“ segir Þorsteinn að lokum. Sjávarútvegur Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skattar og tollar Tengdar fréttir Hækkun veiðigjalds eykur hagræðingu og samþjöppun, segir greinandi Hækkun veiðigjalds mun „líklega bitna á þeim sem síst skildi og þeim sem gjaldið er mögulega ætlað að verja,“ að sögn íslensks greinanda. Sjávarútvegsfyrirtæki hér á landi séu verðþegar á risastórum alþjóðlegum markaði og í harðri samkeppni við fiskeldi sem er síður háð duttlungum náttúrunnar. Framboð fiskeldisfyrirtækja er stöðugt og þau eru því með forskot á íslenskan sjávarútveg. 13. september 2022 07:00 Nýtt fiskveiðifrumvarp boðað eftir þrjú ár sem Viðreisn segir alltof seint Matvælaráðuneytið gerir ráð fyrir að það taki þrjú ár að koma með fullbúin frumvörp til Alþingis um breytingar á stjórn fiskveiða og um fiskeldi. Þingmaður stjórnarandstöðunnar segir ólíklegt að miklar breytingar fari í gegn árið fyrir Alþingiskosningar. Þetta sé of seint. 24. ágúst 2022 19:31 Breytingar á fiskveiðistjórnunarlögum ekki í augsýn og segir breytingu á stjórnarskrá eina duga til Þingmaður Viðreisnar segir nauðsynlegt að breytingar verði gerðar á stjórnarskrá varðandi nýtingu á auðlindum hafsins. Ekki dugi að breyta fiskveiðistjórnunarlögum sem ekki hafi náð fram að ganga þrátt fyrir vilja meirihluta þingmanna. 14. júlí 2022 21:01 „Við erum að færa stórútgerðinni sem malar gull auðlindina okkar á silfurfati“ Formaður þingflokks Samfylkingarinnar segir kaup Síldarvinnslunnar á Vísi í Grindavík enn á ný sýna að verið sé að færa útgerðinni auðlindir hafsins á silfurfati. Löngu tímabært sé að gera breytingar á lögum um stjórn fiskveiða. Þau búi til elítu í landinu úr tengslum við almenning. 13. júlí 2022 12:08 Blendnar tilfinningar og gríðarlegir hagsmunir í húfi Forseti bæjarstjórnar Grindavíkurbæjar segist hafa blendnar tilfinningar um kaup Síldarvinnslunnar á sjávarútvegsfyrirtækinu Vísir. Alls starfa 230 íbúar Grindavíkur hjá fyrirtækinu. 11. júlí 2022 21:42 Hafnar því að verið sé að koma kvóta milli kynslóða Forstjóri Síldarvinnslunnar er ánægður með kaup félagsins á Vísi. Fyrirtækið dansi á línunni í kvótaviðmiðum en þau muni aðlaga heimildir eftir þeim ramma sem þeim er sniðinn. Framkvæmdastjóri Vísis segir sameiningu fyrirtækjanna fela í sér eflingu starfseminnar og hafnar því að með sölunni sé verið að koma kvóta til næstu kynslóða. 11. júlí 2022 17:22 Síldarvinnslan kaupir útgerðarfyrirtækið Vísi fyrir meira en 30 milljarða Síldarvinnslan í Neskaupstað, eitt stærsta útgerðarfyrirtæki landsins, hefur náð samkomulagi um að kaupa allt hlutafé sjávarútvegsfyrirtækisins Vísis í Grindavík. Kaupverð hlutafjár er 20 milljarðar króna en að teknu tilliti til vaxtaberandi skulda Vísis, sem nema um 11 milljörðum, er heildarkaupverðið um 31 milljarður króna. 10. júlí 2022 20:27 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Sjá meira
Í fyrra var afkoma um hundrað sjávarútvegsfyrirtækja sem halda á níutíu og fjórum prósentum af heildarkvótanum sú allra besta frá árinu 2015. Samanlagður hagnaður greinarinnar fyrir afskriftir nam um áttatíu og fjórum milljörðum króna. Fyrirtækin greiddu sér samtal um átján komma fimm milljarða króna í arð en tæplega helmingur hans fór til Síldarvinnslunnar og Brims sem eru bæði skráð í Kauphöll Íslands. Greinin greiddi tæplega átta milljarða króna í veiðigjöld á síðasta ári. Athygli vekur að þrátt fyrir góða afkomu eru gjöldin ríflega þremur milljörðum lægri en þremur árum áður. Þetta kom fram á Sjávarútvegsdeginum sem haldinn var á hótel Hilton í morgun. Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja annars stærsta útgerðarfyrirtækis landsins benti þar á að útgerðin þurfi ekki að greiða veiðigjöld í Noregi. Aðspurður um hvort þetta hafi verið skilaboð til íslenskra stjórnvalda, svarar Þorsteinn. „Nei ég geri ráð fyrir að við greiðum veiðigjöld en þarna er bara tekin mjög skýr stefna. Hér er orðið mjög þreytandi að hlusta á þessar deilur og reyndar að hluta til nánast annan hvern dag. Um veiðigjöldin já og framtíð sjávarútvegs á Íslandi, fyrirkomulag, stærð fyrirtækja og svo framvegis,“ segir Þorsteinn. Veiðigjöldin eigi að vera hófleg En hvað finnst Þorsteini sanngjarnt að sjávarútvegurinn greiði fyrir afnot af sjávarauðlindunum? „Ég tel sé horft til fjárfestingarþarfarinnar í greininni þá verði veiðigjöldin annars vegar að vera hófleg og hins vegar þá verðum við að sjá tuttugu ár fram í tímann.“ Aðspurður um hvort það myndi skapa meiri sátt um sjávarútveginn að Samherji og fleiri stærri fyrirtæki færu á markað svarar Þorsteinn. „Þetta er einn af þeim möguleikum ef það mun skapa meiri sátt þá munu stærri fyrirtækin að sjálfsögðu gera það,“ segir hann. Hefði viljað að greinin hefði meiri aðkomu að heildarendurskoðun Fram hefur komið að verið er að endurskoða löggjöf um sjávarútveg í matvælaráðuneytinu en von er á tillögum á næstu misserum. Þorsteinn Már segir um þetta: „ Ég hefði talið æskilegt að það væru fleiri frá atvinnugreininni í þessum nefndum, hvort sem það eru sjómenn, fiskverkafólk eða framleiðendur.“ Samherji áformar stóra fiskeldisstöð á Reykjanesi Samherji hefur stundað fiskeldi um nokkra hríð og hyggst færa út kvíarnar eftir nokkur ár. Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi á Sjávarútvegsdeginum í dag ásamt Þorstein Má Baldvinssyni forstjóra Samherja.Vísir/Vilhem „Samherji hefur lengi verið í fiskeldi, fyrst og fremst í bleikju. Við höfum stóra drauma og förum þetta fyrst og fremst á bjartsýninni. Núna er þetta fyrst og fremst á teikniborðinu og í hugum manna. Við erum með hugmyndir um að byggja stóra landeldisstöð á Reykjanesi og erum mjög stórhuga hvað þetta varðar. Það þarf að koma í ljós hvort að það lánist að fá fjármagn í þetta. Það þarf gríðarlegt áhættufjármagn í þetta. Það kemur í ljós hvort þetta er hægt. Það eru margir aðrir með sömu hugmyndir og við og sömu bjartsýnina. Það eru mörg ár í að þetta verði að veruleika,“ segir Þorsteinn. Fiskistofa hefur ekki gert neinar athugasemdir Samherji er einn stærsti hluthafi Síldarvinnslunnar sem tilkynnti um kaup á útgerðarfyrirtækinu Vísi í Þorlákshöfn í sumar. Aðspurður um hvernig það mál stendur svarar Þorsteinn: „Samkeppniseftirlitið á enn þá eftir að úrskurða í málinu.“ Við fréttir af málinu kom í ljós að Samherji á með kaupunum nú aðild að ríflega fjórðung af heildarkvótanum sem er yfir lögbundnu hámarki. Þorsteinn segir að Samherji hafi farið algjörlega að öllum lögum. „Fiskistofa hefur eftirlit með þessu og við höfum farið að öllum lögum í þessu eins og öllu öðru,“ segir Þorsteinn að lokum.
Sjávarútvegur Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skattar og tollar Tengdar fréttir Hækkun veiðigjalds eykur hagræðingu og samþjöppun, segir greinandi Hækkun veiðigjalds mun „líklega bitna á þeim sem síst skildi og þeim sem gjaldið er mögulega ætlað að verja,“ að sögn íslensks greinanda. Sjávarútvegsfyrirtæki hér á landi séu verðþegar á risastórum alþjóðlegum markaði og í harðri samkeppni við fiskeldi sem er síður háð duttlungum náttúrunnar. Framboð fiskeldisfyrirtækja er stöðugt og þau eru því með forskot á íslenskan sjávarútveg. 13. september 2022 07:00 Nýtt fiskveiðifrumvarp boðað eftir þrjú ár sem Viðreisn segir alltof seint Matvælaráðuneytið gerir ráð fyrir að það taki þrjú ár að koma með fullbúin frumvörp til Alþingis um breytingar á stjórn fiskveiða og um fiskeldi. Þingmaður stjórnarandstöðunnar segir ólíklegt að miklar breytingar fari í gegn árið fyrir Alþingiskosningar. Þetta sé of seint. 24. ágúst 2022 19:31 Breytingar á fiskveiðistjórnunarlögum ekki í augsýn og segir breytingu á stjórnarskrá eina duga til Þingmaður Viðreisnar segir nauðsynlegt að breytingar verði gerðar á stjórnarskrá varðandi nýtingu á auðlindum hafsins. Ekki dugi að breyta fiskveiðistjórnunarlögum sem ekki hafi náð fram að ganga þrátt fyrir vilja meirihluta þingmanna. 14. júlí 2022 21:01 „Við erum að færa stórútgerðinni sem malar gull auðlindina okkar á silfurfati“ Formaður þingflokks Samfylkingarinnar segir kaup Síldarvinnslunnar á Vísi í Grindavík enn á ný sýna að verið sé að færa útgerðinni auðlindir hafsins á silfurfati. Löngu tímabært sé að gera breytingar á lögum um stjórn fiskveiða. Þau búi til elítu í landinu úr tengslum við almenning. 13. júlí 2022 12:08 Blendnar tilfinningar og gríðarlegir hagsmunir í húfi Forseti bæjarstjórnar Grindavíkurbæjar segist hafa blendnar tilfinningar um kaup Síldarvinnslunnar á sjávarútvegsfyrirtækinu Vísir. Alls starfa 230 íbúar Grindavíkur hjá fyrirtækinu. 11. júlí 2022 21:42 Hafnar því að verið sé að koma kvóta milli kynslóða Forstjóri Síldarvinnslunnar er ánægður með kaup félagsins á Vísi. Fyrirtækið dansi á línunni í kvótaviðmiðum en þau muni aðlaga heimildir eftir þeim ramma sem þeim er sniðinn. Framkvæmdastjóri Vísis segir sameiningu fyrirtækjanna fela í sér eflingu starfseminnar og hafnar því að með sölunni sé verið að koma kvóta til næstu kynslóða. 11. júlí 2022 17:22 Síldarvinnslan kaupir útgerðarfyrirtækið Vísi fyrir meira en 30 milljarða Síldarvinnslan í Neskaupstað, eitt stærsta útgerðarfyrirtæki landsins, hefur náð samkomulagi um að kaupa allt hlutafé sjávarútvegsfyrirtækisins Vísis í Grindavík. Kaupverð hlutafjár er 20 milljarðar króna en að teknu tilliti til vaxtaberandi skulda Vísis, sem nema um 11 milljörðum, er heildarkaupverðið um 31 milljarður króna. 10. júlí 2022 20:27 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Sjá meira
Hækkun veiðigjalds eykur hagræðingu og samþjöppun, segir greinandi Hækkun veiðigjalds mun „líklega bitna á þeim sem síst skildi og þeim sem gjaldið er mögulega ætlað að verja,“ að sögn íslensks greinanda. Sjávarútvegsfyrirtæki hér á landi séu verðþegar á risastórum alþjóðlegum markaði og í harðri samkeppni við fiskeldi sem er síður háð duttlungum náttúrunnar. Framboð fiskeldisfyrirtækja er stöðugt og þau eru því með forskot á íslenskan sjávarútveg. 13. september 2022 07:00
Nýtt fiskveiðifrumvarp boðað eftir þrjú ár sem Viðreisn segir alltof seint Matvælaráðuneytið gerir ráð fyrir að það taki þrjú ár að koma með fullbúin frumvörp til Alþingis um breytingar á stjórn fiskveiða og um fiskeldi. Þingmaður stjórnarandstöðunnar segir ólíklegt að miklar breytingar fari í gegn árið fyrir Alþingiskosningar. Þetta sé of seint. 24. ágúst 2022 19:31
Breytingar á fiskveiðistjórnunarlögum ekki í augsýn og segir breytingu á stjórnarskrá eina duga til Þingmaður Viðreisnar segir nauðsynlegt að breytingar verði gerðar á stjórnarskrá varðandi nýtingu á auðlindum hafsins. Ekki dugi að breyta fiskveiðistjórnunarlögum sem ekki hafi náð fram að ganga þrátt fyrir vilja meirihluta þingmanna. 14. júlí 2022 21:01
„Við erum að færa stórútgerðinni sem malar gull auðlindina okkar á silfurfati“ Formaður þingflokks Samfylkingarinnar segir kaup Síldarvinnslunnar á Vísi í Grindavík enn á ný sýna að verið sé að færa útgerðinni auðlindir hafsins á silfurfati. Löngu tímabært sé að gera breytingar á lögum um stjórn fiskveiða. Þau búi til elítu í landinu úr tengslum við almenning. 13. júlí 2022 12:08
Blendnar tilfinningar og gríðarlegir hagsmunir í húfi Forseti bæjarstjórnar Grindavíkurbæjar segist hafa blendnar tilfinningar um kaup Síldarvinnslunnar á sjávarútvegsfyrirtækinu Vísir. Alls starfa 230 íbúar Grindavíkur hjá fyrirtækinu. 11. júlí 2022 21:42
Hafnar því að verið sé að koma kvóta milli kynslóða Forstjóri Síldarvinnslunnar er ánægður með kaup félagsins á Vísi. Fyrirtækið dansi á línunni í kvótaviðmiðum en þau muni aðlaga heimildir eftir þeim ramma sem þeim er sniðinn. Framkvæmdastjóri Vísis segir sameiningu fyrirtækjanna fela í sér eflingu starfseminnar og hafnar því að með sölunni sé verið að koma kvóta til næstu kynslóða. 11. júlí 2022 17:22
Síldarvinnslan kaupir útgerðarfyrirtækið Vísi fyrir meira en 30 milljarða Síldarvinnslan í Neskaupstað, eitt stærsta útgerðarfyrirtæki landsins, hefur náð samkomulagi um að kaupa allt hlutafé sjávarútvegsfyrirtækisins Vísis í Grindavík. Kaupverð hlutafjár er 20 milljarðar króna en að teknu tilliti til vaxtaberandi skulda Vísis, sem nema um 11 milljörðum, er heildarkaupverðið um 31 milljarður króna. 10. júlí 2022 20:27