Sunak til fundar við Karl í dag og verður formlega forsætisráðherra Atli Ísleifsson skrifar 25. október 2022 06:29 Rishi Sunak þykir klassískur íhaldsmaður sem dáir Margaret Thatcher og aðhyllist lága skatta. EPA Íhaldsmaðurinn Rishi Sunak mun ganga á fund Karls III Bretakonungs í dag og mun formlega taka við embætti forsætisráðherra Bretlands af Liz Truss. Tilkynnt var í gær að Sunak hefði orðið fyrir valinu sem nýr leiðtogi Íhaldsmanna og yrði þar með forsætisráðherra landsins. Klukkan átta mun Liz Truss stýra sínum síðasta ríkisstjórnarfundi. Klukkan 9:15 mun hún svo lesa yfirlýsingu fyrir utan Downingstræti 10 áður en hún heldur til fundar við Karl III konung. Skömmu síðar mun Rishi Sunak mæta til konungsins þar sem hann verður formlega beðinn um að mynda nýja ríkisstjórn. Hann mun svo halda í Downingstræti 10. Klukkan 10:35 er reiknað með að Sunak muni lesa yfirlýsingu fyrir utan Downingstræti 10, þá í hlutverki nýs forsætisráðherra landsins. Liz Truss tilkynnti um afsögn sína sem leiðtogi Íhaldsflokksins og þar með forsætisráðherra síðasta fimmtudag eftir einungis 45 daga í embætti. Hófst þá leiðtogakjör innan þingflokks Íhaldsmanna, en um miðjan dag í gær varð ljóst að Sunak yrði næsti leiðtogi eftir að Penny Mordaunt heltist úr lestinni. Hinn 42 ára Sunak var þá einn eftir í kjöri. Bretland Tengdar fréttir Erfiður vetur framundan: „Þetta var náttúrulega algjör sneypuför“ Prófessor í stjórnmálafræði segir mjög erfiðan vetur framundan fyrir nýjan forsætisráðherra Bretlands. Kostnaður fylgi sneypuför Liz Truss og efnahagskrísa á Vesturlöndum muni hafa mikil áhrif á Bretland. Stjórnarandstaðan kallar eftir kosningum og segir Íhaldsmenn ekki geta teflt fram nýjum leiðtoga í hverjum mánuði. 24. október 2022 21:44 Sunak nýtt andlit á gömul gildi Kjör Rishis Sunak sem leiðtoga breska Íhaldsflokksins markar tímamót á ýmsan hátt. Hann verður yngsti forsætisráðherrann í meira en tvær aldir og sá fyrsti sem er ekki hvítur. Inn við beinið er Sunak þó klassískur íhaldsmaður sem dáir Margaret Thatcher og aðhyllist lága skatta. 24. október 2022 16:01 Sunak verður næsti forsætisráðherra Breta Rishi Sunak verður nýr leiðtogi Íhaldsmanna í Bretlandi og þar með forsætisráðherra. Hann stóð einn eftir í keppninni um sætið eftir að Penny Mordaunt steig til hliðar rétt fyrir klukkan eitt að íslenskum tíma. 24. október 2022 13:03 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Fleiri fréttir Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Sjá meira
Tilkynnt var í gær að Sunak hefði orðið fyrir valinu sem nýr leiðtogi Íhaldsmanna og yrði þar með forsætisráðherra landsins. Klukkan átta mun Liz Truss stýra sínum síðasta ríkisstjórnarfundi. Klukkan 9:15 mun hún svo lesa yfirlýsingu fyrir utan Downingstræti 10 áður en hún heldur til fundar við Karl III konung. Skömmu síðar mun Rishi Sunak mæta til konungsins þar sem hann verður formlega beðinn um að mynda nýja ríkisstjórn. Hann mun svo halda í Downingstræti 10. Klukkan 10:35 er reiknað með að Sunak muni lesa yfirlýsingu fyrir utan Downingstræti 10, þá í hlutverki nýs forsætisráðherra landsins. Liz Truss tilkynnti um afsögn sína sem leiðtogi Íhaldsflokksins og þar með forsætisráðherra síðasta fimmtudag eftir einungis 45 daga í embætti. Hófst þá leiðtogakjör innan þingflokks Íhaldsmanna, en um miðjan dag í gær varð ljóst að Sunak yrði næsti leiðtogi eftir að Penny Mordaunt heltist úr lestinni. Hinn 42 ára Sunak var þá einn eftir í kjöri.
Bretland Tengdar fréttir Erfiður vetur framundan: „Þetta var náttúrulega algjör sneypuför“ Prófessor í stjórnmálafræði segir mjög erfiðan vetur framundan fyrir nýjan forsætisráðherra Bretlands. Kostnaður fylgi sneypuför Liz Truss og efnahagskrísa á Vesturlöndum muni hafa mikil áhrif á Bretland. Stjórnarandstaðan kallar eftir kosningum og segir Íhaldsmenn ekki geta teflt fram nýjum leiðtoga í hverjum mánuði. 24. október 2022 21:44 Sunak nýtt andlit á gömul gildi Kjör Rishis Sunak sem leiðtoga breska Íhaldsflokksins markar tímamót á ýmsan hátt. Hann verður yngsti forsætisráðherrann í meira en tvær aldir og sá fyrsti sem er ekki hvítur. Inn við beinið er Sunak þó klassískur íhaldsmaður sem dáir Margaret Thatcher og aðhyllist lága skatta. 24. október 2022 16:01 Sunak verður næsti forsætisráðherra Breta Rishi Sunak verður nýr leiðtogi Íhaldsmanna í Bretlandi og þar með forsætisráðherra. Hann stóð einn eftir í keppninni um sætið eftir að Penny Mordaunt steig til hliðar rétt fyrir klukkan eitt að íslenskum tíma. 24. október 2022 13:03 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Fleiri fréttir Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Sjá meira
Erfiður vetur framundan: „Þetta var náttúrulega algjör sneypuför“ Prófessor í stjórnmálafræði segir mjög erfiðan vetur framundan fyrir nýjan forsætisráðherra Bretlands. Kostnaður fylgi sneypuför Liz Truss og efnahagskrísa á Vesturlöndum muni hafa mikil áhrif á Bretland. Stjórnarandstaðan kallar eftir kosningum og segir Íhaldsmenn ekki geta teflt fram nýjum leiðtoga í hverjum mánuði. 24. október 2022 21:44
Sunak nýtt andlit á gömul gildi Kjör Rishis Sunak sem leiðtoga breska Íhaldsflokksins markar tímamót á ýmsan hátt. Hann verður yngsti forsætisráðherrann í meira en tvær aldir og sá fyrsti sem er ekki hvítur. Inn við beinið er Sunak þó klassískur íhaldsmaður sem dáir Margaret Thatcher og aðhyllist lága skatta. 24. október 2022 16:01
Sunak verður næsti forsætisráðherra Breta Rishi Sunak verður nýr leiðtogi Íhaldsmanna í Bretlandi og þar með forsætisráðherra. Hann stóð einn eftir í keppninni um sætið eftir að Penny Mordaunt steig til hliðar rétt fyrir klukkan eitt að íslenskum tíma. 24. október 2022 13:03