Erfiður vetur framundan: „Þetta var náttúrulega algjör sneypuför“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 24. október 2022 21:44 Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir stjórnartíð Liz Truss hafa verið algjöra sneypuför. Vísir/Vilhelm Prófessor í stjórnmálafræði segir mjög erfiðan vetur framundan fyrir nýjan forsætisráðherra Bretlands. Kostnaður fylgi sneypuför Liz Truss og efnahagskrísa á Vesturlöndum muni hafa mikil áhrif á Bretland. Stjórnarandstaðan kallar eftir kosningum og segir Íhaldsmenn ekki geta teflt fram nýjum leiðtoga í hverjum mánuði. Rishi Sunak verður næsti forsætisráðherra Bretlands og sá þriðji á þessu ári. Hann hefur ekki beint lýðræðislegt umboð á bak við sig enda er hann valinn innan flokks síns. Þingmenn stjórnarandstöðunnar kalla því eftir kosningum og bent hefur verið á að Sunak hafi beðið afhroð í leiðtogakjöri flokksins gegn Liz Truss fyrir einungis sjö vikum. Valdatíð Truss stóð yfir í 45 daga. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir ljóst að komandi vetur muni reynast nýja forsætisráðherranum erfiður. „Bretar eru að fara inn í algjöran gerningarvetur þegar að kemur að efnahagsstöðunni. Það er krísa nánast alls staðar á Vesturlöndum en til viðbótar við kostnaðinn af fárinu [og] Úkraínumálið út af orkunni, þá eru Bretar núna að greiða mjög mikinn kostnað af útgöngunni úr Evrópusambandinu. Sem kemur akkúrat núna ofan í þessa krísu, sem gerir það að verkum að þetta verður mun erfiðara á Bretlandseyjum en annars staðar,“ segir Eiríkur. Hann telur þó að Sunak muni fara sér hægar í aðgerðum í efnahagsmálum heldur en forveri hans. „Truss keyrði hins vegar einhverja mjög svona harðlínustefnu í frjálshyggjunni og langt umfram það sem efnahagslegur raunveruleiki í Bretlandi akkúrat í augnablikinu þoldi í þessu verðbólgufári sem þar geisar núna. Þannig að Sunak, þó að hann aðhyllist svipaða stefnu, þá er hann miklu meiri realisti í hagstjórninni. Þannig að við ættum að sjá meiri ró færast yfir breskt efnahagslíf – og veitir ekki af,“ segir Eiríkur. Hann segir að Liz Truss gæti mögulega átt afturkvæmt í stjórnmál og þá mögulega sem hefðbundinn þingmaður. Menn geti lifað mjög góðu lífi á „aftari bekkjum“ þingsalarins. „Þetta var náttúrulega algjör sneypuför hjá henni og versta niðurlæging sem nokkur forsætisráðherra breskur hefur þolað. En ég hugsa að hún gæti nú alveg snúið aftur sem valdamanneskja á einhvern hátt en ekki í stól forsætisráðherra, ég ætti nú erfitt með að sjá það,“ segir Eiríkur. Aðspurður um mögulegt framboð Boris Johnson telur hann að það hefði aldrei gengið upp. „Boris Johnson var að reyna einhverja pólitíska loftfimleika sem að voru nánast algjörlega ómögulegir. Það er nú bara eiginlega við þessar einkennilegu aðstæður í Bretlandi sem eitthvað svona lagað gæti gengið upp. En þetta var bara skot svoleiðis langt utan af velli og það voru engar líkur á því að þetta myndi ganga hjá honum, og ég held að Sunak hafi bara séð þá stöðu,“ segir Eiríkur. Bretland Tengdar fréttir Sunak verður næsti forsætisráðherra Breta Rishi Sunak verður nýr leiðtogi Íhaldsmanna í Bretlandi og þar með forsætisráðherra. Hann stóð einn eftir í keppninni um sætið eftir að Penny Mordaunt steig til hliðar rétt fyrir klukkan eitt að íslenskum tíma. 24. október 2022 13:03 Niðurskurður og skattahækkanir í farvatninu nái Sunak kjöri Prófessor í stjórnmálafræði segir ljóst að nýjum forsætisráðherra bíði það erfiða verkefni að skera niður og hækka skatta til að ná ríkisfjármálunum í eðillegt horf. Mestar líkur eru nú taldar á því að Rishi Sunak verði næsti leiðtogi Íhaldsmanna í Bretlandi og þar með forsætisráðherra, jafnvel strax í dag. 24. október 2022 12:23 Leynilegur fundur Johnson og Sunak Frestur til að gefa kost á sér sem leiðtogi breska Íhaldsflokksins nálgast óðfluga. Boris Johnson, fyrrverandi forsætisráðherra, og Rishi Sunak, sem nýtur mesta fylgis þingliðs Íhaldsflokksins, eru sagðir leggja á ráðin um leiðtogakjör flokksins. 23. október 2022 00:02 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Tollahækkanir Trump taka gildi Erlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Allt að 14 stiga hiti á Austurlandi í dag Veður Fleiri fréttir Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Sjá meira
Rishi Sunak verður næsti forsætisráðherra Bretlands og sá þriðji á þessu ári. Hann hefur ekki beint lýðræðislegt umboð á bak við sig enda er hann valinn innan flokks síns. Þingmenn stjórnarandstöðunnar kalla því eftir kosningum og bent hefur verið á að Sunak hafi beðið afhroð í leiðtogakjöri flokksins gegn Liz Truss fyrir einungis sjö vikum. Valdatíð Truss stóð yfir í 45 daga. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir ljóst að komandi vetur muni reynast nýja forsætisráðherranum erfiður. „Bretar eru að fara inn í algjöran gerningarvetur þegar að kemur að efnahagsstöðunni. Það er krísa nánast alls staðar á Vesturlöndum en til viðbótar við kostnaðinn af fárinu [og] Úkraínumálið út af orkunni, þá eru Bretar núna að greiða mjög mikinn kostnað af útgöngunni úr Evrópusambandinu. Sem kemur akkúrat núna ofan í þessa krísu, sem gerir það að verkum að þetta verður mun erfiðara á Bretlandseyjum en annars staðar,“ segir Eiríkur. Hann telur þó að Sunak muni fara sér hægar í aðgerðum í efnahagsmálum heldur en forveri hans. „Truss keyrði hins vegar einhverja mjög svona harðlínustefnu í frjálshyggjunni og langt umfram það sem efnahagslegur raunveruleiki í Bretlandi akkúrat í augnablikinu þoldi í þessu verðbólgufári sem þar geisar núna. Þannig að Sunak, þó að hann aðhyllist svipaða stefnu, þá er hann miklu meiri realisti í hagstjórninni. Þannig að við ættum að sjá meiri ró færast yfir breskt efnahagslíf – og veitir ekki af,“ segir Eiríkur. Hann segir að Liz Truss gæti mögulega átt afturkvæmt í stjórnmál og þá mögulega sem hefðbundinn þingmaður. Menn geti lifað mjög góðu lífi á „aftari bekkjum“ þingsalarins. „Þetta var náttúrulega algjör sneypuför hjá henni og versta niðurlæging sem nokkur forsætisráðherra breskur hefur þolað. En ég hugsa að hún gæti nú alveg snúið aftur sem valdamanneskja á einhvern hátt en ekki í stól forsætisráðherra, ég ætti nú erfitt með að sjá það,“ segir Eiríkur. Aðspurður um mögulegt framboð Boris Johnson telur hann að það hefði aldrei gengið upp. „Boris Johnson var að reyna einhverja pólitíska loftfimleika sem að voru nánast algjörlega ómögulegir. Það er nú bara eiginlega við þessar einkennilegu aðstæður í Bretlandi sem eitthvað svona lagað gæti gengið upp. En þetta var bara skot svoleiðis langt utan af velli og það voru engar líkur á því að þetta myndi ganga hjá honum, og ég held að Sunak hafi bara séð þá stöðu,“ segir Eiríkur.
Bretland Tengdar fréttir Sunak verður næsti forsætisráðherra Breta Rishi Sunak verður nýr leiðtogi Íhaldsmanna í Bretlandi og þar með forsætisráðherra. Hann stóð einn eftir í keppninni um sætið eftir að Penny Mordaunt steig til hliðar rétt fyrir klukkan eitt að íslenskum tíma. 24. október 2022 13:03 Niðurskurður og skattahækkanir í farvatninu nái Sunak kjöri Prófessor í stjórnmálafræði segir ljóst að nýjum forsætisráðherra bíði það erfiða verkefni að skera niður og hækka skatta til að ná ríkisfjármálunum í eðillegt horf. Mestar líkur eru nú taldar á því að Rishi Sunak verði næsti leiðtogi Íhaldsmanna í Bretlandi og þar með forsætisráðherra, jafnvel strax í dag. 24. október 2022 12:23 Leynilegur fundur Johnson og Sunak Frestur til að gefa kost á sér sem leiðtogi breska Íhaldsflokksins nálgast óðfluga. Boris Johnson, fyrrverandi forsætisráðherra, og Rishi Sunak, sem nýtur mesta fylgis þingliðs Íhaldsflokksins, eru sagðir leggja á ráðin um leiðtogakjör flokksins. 23. október 2022 00:02 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Tollahækkanir Trump taka gildi Erlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Allt að 14 stiga hiti á Austurlandi í dag Veður Fleiri fréttir Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Sjá meira
Sunak verður næsti forsætisráðherra Breta Rishi Sunak verður nýr leiðtogi Íhaldsmanna í Bretlandi og þar með forsætisráðherra. Hann stóð einn eftir í keppninni um sætið eftir að Penny Mordaunt steig til hliðar rétt fyrir klukkan eitt að íslenskum tíma. 24. október 2022 13:03
Niðurskurður og skattahækkanir í farvatninu nái Sunak kjöri Prófessor í stjórnmálafræði segir ljóst að nýjum forsætisráðherra bíði það erfiða verkefni að skera niður og hækka skatta til að ná ríkisfjármálunum í eðillegt horf. Mestar líkur eru nú taldar á því að Rishi Sunak verði næsti leiðtogi Íhaldsmanna í Bretlandi og þar með forsætisráðherra, jafnvel strax í dag. 24. október 2022 12:23
Leynilegur fundur Johnson og Sunak Frestur til að gefa kost á sér sem leiðtogi breska Íhaldsflokksins nálgast óðfluga. Boris Johnson, fyrrverandi forsætisráðherra, og Rishi Sunak, sem nýtur mesta fylgis þingliðs Íhaldsflokksins, eru sagðir leggja á ráðin um leiðtogakjör flokksins. 23. október 2022 00:02