Búast við hlutfallslega lítilli aukningu í losun gróðurhúsalofttegunda Kjartan Kjartansson skrifar 21. október 2022 15:23 Aukin eftirspurn eftir kolum er víða í Evrópu eftir að Rússar skrúfuðu fyrir jarðgasleiðslur vegna Úkraínustríðsins. Endurnýjanlegir orkugjafar koma í veg fyrir að losun aukist meira en annars hefði orðið vegna þess. Vísir/EPA Alþjóðaorkumálastofnunin (IEA) spáir því að losun mannkynsins á gróðurhúsalofttegundumvegna bruna á jarðefnaeldsneyti aukist um innan við eitt prósent á þessu ári í samanburði við síðasta ár. Það megi þakka uppgangi endurnýjanlegra orkugjafa og rafknúinna bifreiða. Gangi spáin eftir nemur losun vegna bruna á eldsneyti til orkunotkunar þessa árs um 33,8 milljörðum tonna af koltvísýringi, um 300 milljónum tonnum meira en árið 2021. Það er mun minni aukning en á milli áranna 2020 og 2021 þegar hún jókst um tvo milljarða tonna, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Hér er þó ótalin önnur losun manna á gróðurhúsalofttegundum en með bruna á jarðefnaeldsneyti. Aukningin í ár er rakin til vaxandi orkuframleiðslu og flugumferð eftir að ferðamennska náði sér á strik eftir kórónuveirufaraldurinn. Eftirspurn eftir kolum tók kipp vegna hækkandi gasverðs sem er tilkomið vegna stríðsátakanna í Úkraínu. „Góðu fréttirnar eru að sólar- og vindorku fylla að verulegu leyti upp í skarðið en aukningin í kolum virðist hlutfallslega lítil og tímabundin,“ segir Fatih Birol, framkvæmdastjóri IEA. Þrátt fyrir að losunin sé minni en hún hefði getað orðið er þróunin langt frá því sem þarf til að hafa hemil á loftslagsbreytingum af völdum manna. Rakið hefur verið í hverri vísindaskýrslunni á fætur annarri um áratugaskeið að mannkynið þarf að draga hratt úr losun gróðurhúsalofttegunda svo hægt sé að forðast verstu afleiðingar hnattrænnar hlýnunar. Metaukning í framleiðslu endurnýjanlegra orkugjafa Raforkuframleiðsla með vindi og sólarorku jókst um 700 teravattstundir á árinu og hefur hún aldrei aukist eins mikið á einu ári. Ef ekki hefði verið fyrir vöxt í endurnýjanlegri orku hefði losun mannkynsins geta verið allt að 600 milljónum tonnum meiri í ár. Um fimmtungur framleiðsluaukningar endurnýjanlegra orkugjafa kom frá vatnsaflsvirkjunum þrátt fyrir mikla þurrka víða um jörðina. Horfur er á því að losun Evrópusambandsríkja dragist saman á milli ára þrátt fyrir aukinn kolabruna. Búist er við því að kolin hverfi fljótt aftur enda standi til að bæta við um fimmtíu gígavöttum af endurnýjanlegri orku á næsta ári. Í Kína er hægagangur í efnahagsmálum og bakslag fyrir endurnýjanlega orkugjafa talið leiða til þess að losun standi í stað í ár. Uppfært 24. október 2022 Orðalagi fréttarinnar var breytt til að skerpa á að spá Alþjóðaorkumálastofnunarinnar nær aðeins til losunar gróðurhúsalofttegunda vegna bruna á jarðefnaeldsneyti. Loftslagsmál Orkumál Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Fleiri fréttir Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Sjá meira
Gangi spáin eftir nemur losun vegna bruna á eldsneyti til orkunotkunar þessa árs um 33,8 milljörðum tonna af koltvísýringi, um 300 milljónum tonnum meira en árið 2021. Það er mun minni aukning en á milli áranna 2020 og 2021 þegar hún jókst um tvo milljarða tonna, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Hér er þó ótalin önnur losun manna á gróðurhúsalofttegundum en með bruna á jarðefnaeldsneyti. Aukningin í ár er rakin til vaxandi orkuframleiðslu og flugumferð eftir að ferðamennska náði sér á strik eftir kórónuveirufaraldurinn. Eftirspurn eftir kolum tók kipp vegna hækkandi gasverðs sem er tilkomið vegna stríðsátakanna í Úkraínu. „Góðu fréttirnar eru að sólar- og vindorku fylla að verulegu leyti upp í skarðið en aukningin í kolum virðist hlutfallslega lítil og tímabundin,“ segir Fatih Birol, framkvæmdastjóri IEA. Þrátt fyrir að losunin sé minni en hún hefði getað orðið er þróunin langt frá því sem þarf til að hafa hemil á loftslagsbreytingum af völdum manna. Rakið hefur verið í hverri vísindaskýrslunni á fætur annarri um áratugaskeið að mannkynið þarf að draga hratt úr losun gróðurhúsalofttegunda svo hægt sé að forðast verstu afleiðingar hnattrænnar hlýnunar. Metaukning í framleiðslu endurnýjanlegra orkugjafa Raforkuframleiðsla með vindi og sólarorku jókst um 700 teravattstundir á árinu og hefur hún aldrei aukist eins mikið á einu ári. Ef ekki hefði verið fyrir vöxt í endurnýjanlegri orku hefði losun mannkynsins geta verið allt að 600 milljónum tonnum meiri í ár. Um fimmtungur framleiðsluaukningar endurnýjanlegra orkugjafa kom frá vatnsaflsvirkjunum þrátt fyrir mikla þurrka víða um jörðina. Horfur er á því að losun Evrópusambandsríkja dragist saman á milli ára þrátt fyrir aukinn kolabruna. Búist er við því að kolin hverfi fljótt aftur enda standi til að bæta við um fimmtíu gígavöttum af endurnýjanlegri orku á næsta ári. Í Kína er hægagangur í efnahagsmálum og bakslag fyrir endurnýjanlega orkugjafa talið leiða til þess að losun standi í stað í ár. Uppfært 24. október 2022 Orðalagi fréttarinnar var breytt til að skerpa á að spá Alþjóðaorkumálastofnunarinnar nær aðeins til losunar gróðurhúsalofttegunda vegna bruna á jarðefnaeldsneyti.
Loftslagsmál Orkumál Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Fleiri fréttir Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Sjá meira