Læknar óskast til starfa - sól og góðum móttökum heitið! Björg Eyþórsdóttir skrifar 21. október 2022 14:31 Austurland hefur gott orð á sér fyrir svo margra hluta sakir. Hér er hitastigið alltaf ásættanlegt á sumrin, skíðasnjórinn í tonnavís á veturna og falleg hauststól sem mýkir lendinguna fyrir okkur úr sumri yfir í vetur. Við höfum óspillta náttúruna í bakgarðinum, afþreyingu fyrir fjölskylduna á hverju strái og öflugt fólk sem vinnur að því alla daga að gera þetta samfélag gott fyrir þá sem hér búa. Hér hefur verið næg atvinna í boði, þjónusta við íbúa víða metnaðarfull, uppbygging og framfarir sjáanlegar og nú horfum við einnig fram á að greiðist úr íbúðarhúsnæðisvandanum sem við, eins og aðrir landshlutar, höfum staðið frammi fyrir. Þrátt fyrir paradísina sem Austurland er, þá finnst auðvitað alltaf eitthvað sem betur má fara. Þrátt fyrir vilja og metnað þessa góða samfélags, næst ekki að manna Heilbrigðisstofnunina okkar svo ásættanlegt sé. Það sem af er hausti hefur í tvígang þurft að loka skurðstofu HSA á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupsstað vegna manneklu. Í annað skiptið var enginn svæfngarlæknir á staðnum og í hitt skiptið vantaði skurðlækni. Án þessara sérfræðinga er ekki hægt að halda skurðstofu, og þar af leiðandi lífsnauðsynlegri neyðarþjónustu, opinni. Nú horfum við svo fram á að þær konur sem eiga von á barni í lok árs eða byrjun þess næsta, þurfa að eyða jólunum að heiman ásamt fjölskyldum sínum og jafnvel stærra stuðningsneti, þegar starfandi skurðlæknir er í fríi. Í fyrsta lagi er þetta óásættanlegt fyrir þá sem þurfa að nota þjónustuna, í þessu tilviki barnshafandi konur og fjölskyldur þeirra, að þurfa að fara að heiman og dvelja annarsstaðar með öllu því álagi sem því fylgir. Það hjálpar alveg örugglega ekki til þegar kemur að því að lágmarka streitu fyrir fæðingu sem við vitum að er mikilvægt. Í ofanálag er óvissuþátturinn um hvort konan og ófætt barn hennar þurfi síðan yfir höfuð á þjónustunni að halda þegar til kastanna kemur. Í öðru lagi er ástandið óásættanlegt fyrir sérfræðinginn, sem þó sinnir þessu starfi alla jafna, að eiga erfitt með að taka sér frí frá vinnu til að vera með sinni fjölskyldu af því hann veit að enginn leysir hann af á meðan. Það er streituvaldur í starfi og einkalífi, sem sennilega seint myndi teljast eftirsóknarverður og fæstir ráða við til lengri tíma. Í þriðja lagi er þetta óboðlegt fyrir alla íbúa fjórðungsins, að ekki takist að halda úti bráðaþjónustu alla daga ársins. Íbúar upplifa óöryggi þegar ekki er hægt að treysta á að neyðarþjónusta sé til staðar og í ofanálag kemur síðan óvissuþátturinn sem snýr að færð og veðri. Fjallvegir á milli byggðakjarna eru stundum illfærir yfir háveturinn og flugið ótraust líka af sömu ástæðu. Ástandið heldur svo áfram að vinda upp á sig vegna þess að flugvöllurinn okkar er staðsettur á Egilsstöðum en sjúkrahúsið í Neskaupsstað, sem gerir það að verkum að stundum þarf að flytja sjúklinga oftar en einu sinni á milli staða til að koma viðkomandi í ákjósanlegt eða lífsnauðsynlegt úrræði. En þau mál í heild sinni eru reyndar efni í aðra grein. En hver er ástæðan fyrir því að við náum ekki að halda uppi nauðsynlegri þjónustu alla daga ársins? Það er ekki hægt að benda í neina ákveðna átt í leit að sökudólgum þar sem virkt samtal um leiðir til úrbóta hefur verið í gangi á milli þeirra sem að málinu koma. Það er allsstaðar vilji til að laga ástandið en einhversstaðar stendur hnífurinn pikkfastur í kúnni. Það er eflaust fleiri en einn þáttur sem veldur því að læknamönnun er ekki ásættanleg á austurlandi, og það á reyndar jafnt við um sjúkrahúsið eins og heilsugæslurnar. Hver svosem ástæðan fyrir því er að hingað fást ekki læknar til starfa og búsetu, þá hljótum við öll að vera sammála um að hér þarf eitthvað að breytast. Það þarf að vinna markvisst og samhent að því að koma þessum málum í réttan farveg. Sveitarfélögin, Heilbrigðisstofnun Austurlands og í raun samfélagið allt þarf að finna leiðir til að gera landshlutann okkar eftirsóknarverðan og ákjósanlegan stað til að búa og starfa. Töfralausnin er sennilega ekki til en með vilja og metnað samfélagsins alls, nauðsynlegri aðstoð stjórnvalda, góðu sumrin og allan skíðasnjóinn, hljótum við að geta í sameiningu fundið lausnina sem við öll erum að bíða eftir. Höfundur er hjúkrunarfræðingur og sveitarstjórnarfulltrúi í Múlaþingi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Múlaþing Fjarðabyggð Heilbrigðisstofnun Austurlands Byggðamál Heilbrigðismál Mest lesið Halldór 06.09.2025 Halldór Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Sjá meira
Austurland hefur gott orð á sér fyrir svo margra hluta sakir. Hér er hitastigið alltaf ásættanlegt á sumrin, skíðasnjórinn í tonnavís á veturna og falleg hauststól sem mýkir lendinguna fyrir okkur úr sumri yfir í vetur. Við höfum óspillta náttúruna í bakgarðinum, afþreyingu fyrir fjölskylduna á hverju strái og öflugt fólk sem vinnur að því alla daga að gera þetta samfélag gott fyrir þá sem hér búa. Hér hefur verið næg atvinna í boði, þjónusta við íbúa víða metnaðarfull, uppbygging og framfarir sjáanlegar og nú horfum við einnig fram á að greiðist úr íbúðarhúsnæðisvandanum sem við, eins og aðrir landshlutar, höfum staðið frammi fyrir. Þrátt fyrir paradísina sem Austurland er, þá finnst auðvitað alltaf eitthvað sem betur má fara. Þrátt fyrir vilja og metnað þessa góða samfélags, næst ekki að manna Heilbrigðisstofnunina okkar svo ásættanlegt sé. Það sem af er hausti hefur í tvígang þurft að loka skurðstofu HSA á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupsstað vegna manneklu. Í annað skiptið var enginn svæfngarlæknir á staðnum og í hitt skiptið vantaði skurðlækni. Án þessara sérfræðinga er ekki hægt að halda skurðstofu, og þar af leiðandi lífsnauðsynlegri neyðarþjónustu, opinni. Nú horfum við svo fram á að þær konur sem eiga von á barni í lok árs eða byrjun þess næsta, þurfa að eyða jólunum að heiman ásamt fjölskyldum sínum og jafnvel stærra stuðningsneti, þegar starfandi skurðlæknir er í fríi. Í fyrsta lagi er þetta óásættanlegt fyrir þá sem þurfa að nota þjónustuna, í þessu tilviki barnshafandi konur og fjölskyldur þeirra, að þurfa að fara að heiman og dvelja annarsstaðar með öllu því álagi sem því fylgir. Það hjálpar alveg örugglega ekki til þegar kemur að því að lágmarka streitu fyrir fæðingu sem við vitum að er mikilvægt. Í ofanálag er óvissuþátturinn um hvort konan og ófætt barn hennar þurfi síðan yfir höfuð á þjónustunni að halda þegar til kastanna kemur. Í öðru lagi er ástandið óásættanlegt fyrir sérfræðinginn, sem þó sinnir þessu starfi alla jafna, að eiga erfitt með að taka sér frí frá vinnu til að vera með sinni fjölskyldu af því hann veit að enginn leysir hann af á meðan. Það er streituvaldur í starfi og einkalífi, sem sennilega seint myndi teljast eftirsóknarverður og fæstir ráða við til lengri tíma. Í þriðja lagi er þetta óboðlegt fyrir alla íbúa fjórðungsins, að ekki takist að halda úti bráðaþjónustu alla daga ársins. Íbúar upplifa óöryggi þegar ekki er hægt að treysta á að neyðarþjónusta sé til staðar og í ofanálag kemur síðan óvissuþátturinn sem snýr að færð og veðri. Fjallvegir á milli byggðakjarna eru stundum illfærir yfir háveturinn og flugið ótraust líka af sömu ástæðu. Ástandið heldur svo áfram að vinda upp á sig vegna þess að flugvöllurinn okkar er staðsettur á Egilsstöðum en sjúkrahúsið í Neskaupsstað, sem gerir það að verkum að stundum þarf að flytja sjúklinga oftar en einu sinni á milli staða til að koma viðkomandi í ákjósanlegt eða lífsnauðsynlegt úrræði. En þau mál í heild sinni eru reyndar efni í aðra grein. En hver er ástæðan fyrir því að við náum ekki að halda uppi nauðsynlegri þjónustu alla daga ársins? Það er ekki hægt að benda í neina ákveðna átt í leit að sökudólgum þar sem virkt samtal um leiðir til úrbóta hefur verið í gangi á milli þeirra sem að málinu koma. Það er allsstaðar vilji til að laga ástandið en einhversstaðar stendur hnífurinn pikkfastur í kúnni. Það er eflaust fleiri en einn þáttur sem veldur því að læknamönnun er ekki ásættanleg á austurlandi, og það á reyndar jafnt við um sjúkrahúsið eins og heilsugæslurnar. Hver svosem ástæðan fyrir því er að hingað fást ekki læknar til starfa og búsetu, þá hljótum við öll að vera sammála um að hér þarf eitthvað að breytast. Það þarf að vinna markvisst og samhent að því að koma þessum málum í réttan farveg. Sveitarfélögin, Heilbrigðisstofnun Austurlands og í raun samfélagið allt þarf að finna leiðir til að gera landshlutann okkar eftirsóknarverðan og ákjósanlegan stað til að búa og starfa. Töfralausnin er sennilega ekki til en með vilja og metnað samfélagsins alls, nauðsynlegri aðstoð stjórnvalda, góðu sumrin og allan skíðasnjóinn, hljótum við að geta í sameiningu fundið lausnina sem við öll erum að bíða eftir. Höfundur er hjúkrunarfræðingur og sveitarstjórnarfulltrúi í Múlaþingi.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun