„Gerðu ljósið í eldhúsinu rautt”: Tæknin komin mun lengra en fólk heldur Snorri Másson skrifar 14. október 2022 07:33 Fjallað var um meiriháttar framfarir á sviði íslenskrar máltækni í Íslandi í dag, þar sem tekið var hús á fyrirtækinu Miðeind. Þar er nú hægt að biðja snjalltæki um að slökkva og kveikja ljós, skipta um lag í hátölurum og einnig má leiðrétta ófullkominn texta sjálfvirkt með miklum árangri. Allt á íslensku. Sjá má dæmi um þessar aðgerðir í innslaginu hér að ofan ásamt því sem rætt er við Vilhjálm Þorsteinsson, stofnanda Miðeindar. Vilhjálmur segir að raddgreiningartæknin sé að verða sífellt betri, en að mönnum sé eðlislægt að nota tækni þar sem hægt er að tala og fá svör. „Þannig að ég held að þetta muni gerast smám saman,“ segir Vilhjálmur. Vilhjálmur Þorsteinsson forritari og fjárfestir með meiru er eigandi Miðeindar ehf. sem sinnir uppbyggingu máltækni sem hluti af máltækniáætlun stjórnvalda. Hann segir íslenska tungu snaran þátt í sjálfstæði þjóðarinnar og að tæknin muni hjálpa við að viðhalda henni.Vísir/Garpur Smáforritið Embla hefur þegar sýnt íslenskum notendum hvers það er megnugt og þar er hægt að spyrja út í ýmislegt gagnlegt, á íslensku. En eins sniðug og Embla er, felst starf Miðeindar ekki síður í að búa til grunntækni sem síðan má afhenda stórfyrirtækjunum; Apple, Google, Facebook; sem svo vonandi byggja ofan á hann til að bjóða upp á íslensku í sínum tækjum. „Áhrif tækninnar eru geysilega mikil og eiga bara eftir að fara vaxandi með tilkomu gervigreindar. Við þurfum að passa okkur að íslenskan sé þarna og mæti börnunum okkar og okkur sjálfum þar sem við viljum vera; til dæmis í samskiptum við spjaldtölvurnar, símana okkar og tölvurnar sem við erum með á skrifstofunum,“ segir Vilhjálmur. Máltækniáætlun stjórnvalda frá 2018 til 2022 er nú lokið og óvíst hvert framhaldið verður. Vilhjálmur teldi æskilegast að halda áfram á sömu braut nema með aukinni áherslu á gervigreind og að ýta tækninni út til atvinnulífs og almennings. Ísland í dag Íslensk tunga Íslensk fræði Tækni Gervigreind Tengdar fréttir Lygileg nákvæmni í byltingarkenndum ókeypis búnaði Máltækni hefur fleygt áfram á síðustu árum og landsmenn hafa nú ókeypis aðgang að forriti sem breytir töluðu máli í ritað á svipstundu. Þetta auðveldar líf margra til muna og er næstum því fullkomið, en alls ekki alveg. 16. nóvember 2021 23:16 Mest lesið Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Fleiri fréttir Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Sjá meira
Sjá má dæmi um þessar aðgerðir í innslaginu hér að ofan ásamt því sem rætt er við Vilhjálm Þorsteinsson, stofnanda Miðeindar. Vilhjálmur segir að raddgreiningartæknin sé að verða sífellt betri, en að mönnum sé eðlislægt að nota tækni þar sem hægt er að tala og fá svör. „Þannig að ég held að þetta muni gerast smám saman,“ segir Vilhjálmur. Vilhjálmur Þorsteinsson forritari og fjárfestir með meiru er eigandi Miðeindar ehf. sem sinnir uppbyggingu máltækni sem hluti af máltækniáætlun stjórnvalda. Hann segir íslenska tungu snaran þátt í sjálfstæði þjóðarinnar og að tæknin muni hjálpa við að viðhalda henni.Vísir/Garpur Smáforritið Embla hefur þegar sýnt íslenskum notendum hvers það er megnugt og þar er hægt að spyrja út í ýmislegt gagnlegt, á íslensku. En eins sniðug og Embla er, felst starf Miðeindar ekki síður í að búa til grunntækni sem síðan má afhenda stórfyrirtækjunum; Apple, Google, Facebook; sem svo vonandi byggja ofan á hann til að bjóða upp á íslensku í sínum tækjum. „Áhrif tækninnar eru geysilega mikil og eiga bara eftir að fara vaxandi með tilkomu gervigreindar. Við þurfum að passa okkur að íslenskan sé þarna og mæti börnunum okkar og okkur sjálfum þar sem við viljum vera; til dæmis í samskiptum við spjaldtölvurnar, símana okkar og tölvurnar sem við erum með á skrifstofunum,“ segir Vilhjálmur. Máltækniáætlun stjórnvalda frá 2018 til 2022 er nú lokið og óvíst hvert framhaldið verður. Vilhjálmur teldi æskilegast að halda áfram á sömu braut nema með aukinni áherslu á gervigreind og að ýta tækninni út til atvinnulífs og almennings.
Ísland í dag Íslensk tunga Íslensk fræði Tækni Gervigreind Tengdar fréttir Lygileg nákvæmni í byltingarkenndum ókeypis búnaði Máltækni hefur fleygt áfram á síðustu árum og landsmenn hafa nú ókeypis aðgang að forriti sem breytir töluðu máli í ritað á svipstundu. Þetta auðveldar líf margra til muna og er næstum því fullkomið, en alls ekki alveg. 16. nóvember 2021 23:16 Mest lesið Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Fleiri fréttir Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Sjá meira
Lygileg nákvæmni í byltingarkenndum ókeypis búnaði Máltækni hefur fleygt áfram á síðustu árum og landsmenn hafa nú ókeypis aðgang að forriti sem breytir töluðu máli í ritað á svipstundu. Þetta auðveldar líf margra til muna og er næstum því fullkomið, en alls ekki alveg. 16. nóvember 2021 23:16