„75 eldflaugaárásir á úkraínskar borgir í dag eru óréttlætanlegar og tilefnislausar árásir á óbreytta borgara. Þetta eru glæpir gegn mannkyni,“ segir í tilkynningu frá hópnum.
„Við biðjum rússnesku ríkisstjórnina um að hætta árásunum og kalla hermenn aftur heim; þannig að ástandið verði eins og það var fyrir innlimun Krímskaga árið 2014. Við biðjum í Evrópu og Atlantshafsbandalagið um að auka stuðning sinn við Úkraínu.“

Tanya Korolenko, einn skipuleggjenda mótmælanna, segir að hún hafi komið til að sýna Rússum að Úkraínumenn væru óhræddir. Til að sýna samstöðu.
„Þeir munu ekki hræða okkur með eldflaugum og ég kom hingað til að sýna samstöðu með minni þjóð. Mér líður eins og það sé 24. febrúar, þetta er eins og önnur byrjun á stríðinu; eins og þeir hafi farið yfir strikið,“ segir Tanya.
„Sumir vina minna eru orðnir mjög hræddir og eru farnir að pakka ofan í töskur,“ bætir hún við.

Rætt var við Tönyu Korolenko í kvöldfréttum Stöðvar 2.