Hafði lögguna undir sem sagðist viss um að hann hefði verið í símanum Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 10. október 2022 18:04 Lögregla sagði ökumanninn hafa verið að tala í símann undir stýri. Getty Karlmaður sem sakaður var um að hafa talað í símann við akstur hafði lögreglu undir í héraðsdómi sem kveðinn var upp fyrir helgi. Lögreglunni tókst ekki að sýna fram á að hann hafi notað símann við akstur, gegn eindreginni neitun ökumannsins, og var hann því sýknaður. Maðurinn var nýlega búinn að aka fram hjá lögreglustöðinni við Flatahraun þegar hann sá lögreglubíl með blá ljós nálgast. Hann stöðvaði bílinn úti í vegkanti og upp að honum gekk lögreglumaður, sem tjáði ökumanninum að hann hafi verið að tala í símann undir stýri. Þessu neitaði ökumaðurinn eindregið. Hann bauð lögreglu að skoða símann og fletti upp nýlegum símtölum til að sýna fram á sakleysi sitt. Lögreglumenn höfðu ekki áhuga á því að skoða símann en bentu honum á að leita á lögreglustöð – eftir að hafa sektað hann. Einu sönnunargögn lögreglu var vitnisburður lögreglumannanna sem stöðvuðu ökumanninn. Þeir sögðust hafa séð hann tala í símann en aðspurðir kváðu þeir nánari upplýsingar almennt ekki þurfa að liggja fyrir í tilvikum sem þessum, eins og það er orðað í héraðsdómi. Þeir hafi því ekki þurft að skoða símann sérstaklega, þó ökumaðurinn hafi boðið þeim það. Héraðsdómari kvað enga eiginlega rannsókn hafa farið fram hjá lögreglu í málinu. Fyrir dómi lagði ökumaðurinn fram gögnin sem lögregla hafði ekki áhuga á að skoða þegar hann var stöðvaður. Ákæruvaldið þurfti að bera hallann af sönnunarskortinum og var ökumaðurinn því sýknaður. Ríkissjóði ber að greiða sakarkostnað mannsins - upp á 300 þúsund krónur. Dómsmál Lögreglumál Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Fleiri fréttir Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Sjá meira
Maðurinn var nýlega búinn að aka fram hjá lögreglustöðinni við Flatahraun þegar hann sá lögreglubíl með blá ljós nálgast. Hann stöðvaði bílinn úti í vegkanti og upp að honum gekk lögreglumaður, sem tjáði ökumanninum að hann hafi verið að tala í símann undir stýri. Þessu neitaði ökumaðurinn eindregið. Hann bauð lögreglu að skoða símann og fletti upp nýlegum símtölum til að sýna fram á sakleysi sitt. Lögreglumenn höfðu ekki áhuga á því að skoða símann en bentu honum á að leita á lögreglustöð – eftir að hafa sektað hann. Einu sönnunargögn lögreglu var vitnisburður lögreglumannanna sem stöðvuðu ökumanninn. Þeir sögðust hafa séð hann tala í símann en aðspurðir kváðu þeir nánari upplýsingar almennt ekki þurfa að liggja fyrir í tilvikum sem þessum, eins og það er orðað í héraðsdómi. Þeir hafi því ekki þurft að skoða símann sérstaklega, þó ökumaðurinn hafi boðið þeim það. Héraðsdómari kvað enga eiginlega rannsókn hafa farið fram hjá lögreglu í málinu. Fyrir dómi lagði ökumaðurinn fram gögnin sem lögregla hafði ekki áhuga á að skoða þegar hann var stöðvaður. Ákæruvaldið þurfti að bera hallann af sönnunarskortinum og var ökumaðurinn því sýknaður. Ríkissjóði ber að greiða sakarkostnað mannsins - upp á 300 þúsund krónur.
Dómsmál Lögreglumál Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Fleiri fréttir Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Sjá meira