Stressuð að byrja í íslenskum skóla Óttar Kolbeinsson Proppé og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa 8. október 2022 23:00 Fyrsti skóladagur Yevu er á mánudaginn. Hin fimmtán ára Yeva frá Úkraínu kveðst stressuð fyrir því að byrja í íslenskum skóla. Hún byrjar á mánudaginn og bindur vonir við að skólagangan verði góð. Úkraínumenn á Íslandi blésu í dag til hátíðar í Kolaportinu í Reykjavík í þakkarskyni fyrir góðar móttökur og stuðning Íslendinga. Hátíðin nefnist Úkraína þakkar Íslandi og þar má meðal annars sjá bæði ljósmynda- og myndlistarsýningu frá Úkraínu. Gestum og gangandi er boðið upp á úkraínskan mat og þá eru handunnir úkraínskir munir til sölu. Stofnanir, fyrirtæki og samtök fengu viðurkenningarskjöl í dag fyrir að hafa reynst úkraínsku flóttafólki vel. Hátíðin stendur yfir alla helgina og opið er í Kolaportinu frá klukkan 12 til 18 á morgun. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 kíktum við á hátíðina og ræddum við Tönyu Korolenko, sem er ein af skipuleggjendum hátíðarinnar, og mæðgurnar Yevu og Nataliu. „Stundum eru Úkraínumenn ekki til fyrirmyndar hvað kurteisi varðar, ef þú skilur hvað ég meina. Við erum stressuð, við erum í áfalli og fólk hefur upplifað stríðið á mismunandi hátt. Sumir verða ágengir, reiðir og kannski stundum kröfuharðir. En við erum góðviljuð, skapandi, róleg og það er það sem við vildum sýna með þessu,“ segir Tanya. Tanya er einn skipuleggjenda hátíðarinnar.Vísir/Dúi „Við viljum þakka öllum Íslendingum. Þeir hafa gert mikið fyrir okkur. Þeir hafa hjálpað okkur mikið. Og ekki bara Íslendingar heldur allir sem búa á Íslandi,“ segir Natalia, flóttamaður frá Úkraínu sem kom til landsins fyrir mánuði síðan. Yeva, dóttir hennar, er fimmtán ára og byrjar í skóla hér á landi á mánudaginn. „Á mánudaginn verður fyrsti dagurinn minn í íslenskum skóla. Ég fór þangað og hitti fjórar stelpur. Þær voru mjög góðar og ég vona að þetta verði í lagi því ég er dálítið hrædd en ég vona að þetta verði allt í lagi,“ segir hún. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands var meðal þeirra sem mættu á hátíðina en hann var viðstaddur afhjúpun nýs vegglistaverks, sem unnið er af úkraínskum listamönnum. Verkið prýðir húsgafl við Laugaveg 36 í Reykjavík og tjáir þakklæti Úkraínumanna með táknrænum hætti. Forseti virðir listaverkið fyrir sér.Forseti Íslands Fjölmargir voru viðstaddir hátíðina sem fram fór í dag og heldur áfram á morgun.Forseti Íslands Úkraína Flóttafólk á Íslandi Innrás Rússa í Úkraínu Reykjavík Forseti Íslands Innflytjendamál Mest lesið Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Fleiri fréttir Hringvegurinn enn lokaður en unnið að mokstri Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann Sjá meira
Hátíðin nefnist Úkraína þakkar Íslandi og þar má meðal annars sjá bæði ljósmynda- og myndlistarsýningu frá Úkraínu. Gestum og gangandi er boðið upp á úkraínskan mat og þá eru handunnir úkraínskir munir til sölu. Stofnanir, fyrirtæki og samtök fengu viðurkenningarskjöl í dag fyrir að hafa reynst úkraínsku flóttafólki vel. Hátíðin stendur yfir alla helgina og opið er í Kolaportinu frá klukkan 12 til 18 á morgun. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 kíktum við á hátíðina og ræddum við Tönyu Korolenko, sem er ein af skipuleggjendum hátíðarinnar, og mæðgurnar Yevu og Nataliu. „Stundum eru Úkraínumenn ekki til fyrirmyndar hvað kurteisi varðar, ef þú skilur hvað ég meina. Við erum stressuð, við erum í áfalli og fólk hefur upplifað stríðið á mismunandi hátt. Sumir verða ágengir, reiðir og kannski stundum kröfuharðir. En við erum góðviljuð, skapandi, róleg og það er það sem við vildum sýna með þessu,“ segir Tanya. Tanya er einn skipuleggjenda hátíðarinnar.Vísir/Dúi „Við viljum þakka öllum Íslendingum. Þeir hafa gert mikið fyrir okkur. Þeir hafa hjálpað okkur mikið. Og ekki bara Íslendingar heldur allir sem búa á Íslandi,“ segir Natalia, flóttamaður frá Úkraínu sem kom til landsins fyrir mánuði síðan. Yeva, dóttir hennar, er fimmtán ára og byrjar í skóla hér á landi á mánudaginn. „Á mánudaginn verður fyrsti dagurinn minn í íslenskum skóla. Ég fór þangað og hitti fjórar stelpur. Þær voru mjög góðar og ég vona að þetta verði í lagi því ég er dálítið hrædd en ég vona að þetta verði allt í lagi,“ segir hún. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands var meðal þeirra sem mættu á hátíðina en hann var viðstaddur afhjúpun nýs vegglistaverks, sem unnið er af úkraínskum listamönnum. Verkið prýðir húsgafl við Laugaveg 36 í Reykjavík og tjáir þakklæti Úkraínumanna með táknrænum hætti. Forseti virðir listaverkið fyrir sér.Forseti Íslands Fjölmargir voru viðstaddir hátíðina sem fram fór í dag og heldur áfram á morgun.Forseti Íslands
Úkraína Flóttafólk á Íslandi Innrás Rússa í Úkraínu Reykjavík Forseti Íslands Innflytjendamál Mest lesið Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Fleiri fréttir Hringvegurinn enn lokaður en unnið að mokstri Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann Sjá meira