Telja að lífið yrði skemmtilegra ef ekki væru til snjallsímar Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 7. október 2022 19:06 Íslendingar hafa aldrei verið óhamingjusamari. Guðmunda er á tíræðisaldri og segist hamingjusamasta kona landsins. vísir Sérfræðingur hjá Embætti landlæknis telur óhóflega snjallsímanotkun vera þátt í dvínandi hamingju landsmanna. Tólf ára nemendur í Laugalækjarskóla telja að lífið yrði skemmtilegra ef ekki væru til snjallsímar. Fréttastofa ræddi við þá og leitaði ráða hjá hamingjusamasta íbúa Hrafnistu. Mælingar Embættis landlæknis sýna að Íslendingar hafa aldrei verið jafn óhamingjusamir og nú. Sviðsstjóri hjá embættinu segir að einn þáttur í minni hamingju barna sé sú þróun að börn eigi erfiðara með að njóta gæðastunda með foreldrum, meðal annars vegna snjallsímanotkunar foreldra. „Þau eru alltaf í símanum“ Eru foreldrar ykkar oft í símanum? „Guð minn almáttugur, já. Þau eru alltaf í símanum, eða oft í símanum. Þau eru oft að skamma okkur og segja: Þessi unga kynslóð er alltaf í símanum en svo eru þau sjálf oft í símanum,“ segja Dagmar og Dagný, 12 ára nemendur í Laugalækjarskóla. Eigið þið einhvern tímann erfitt með að ná sambandi við foreldra ykkar því þeir eru á kafi í símanum? „Nei, þeir eru alltaf til staðar og hjálpa mér með heimanám og hætta alltaf í símanum ef ég þarf hjálp eða ef systkini mín þurfa hjálp,“ segir Ari Bergur Garðarsson, 12 ára nemandi í Laugalækjarskóla. „Já síminn kemur aldrei á undan, það eru ég og systkini mín sem koma alltaf á undan,“ segir Kári Erlendsson, 12 ára nemandi í Laugalækjarskóla. Dagný Lind Stefánsdóttir, Dagmar Rut Brekadóttir, Ari Bergur Garðarsson og Kári Erlendsson eru í Laugalækjarskóla.einar árnason Þeir segja þægilegt að geta átt samskipti við vinina í gegnum snjallsímann en telja að það væri skemmtilegra að vera barn ef snjallforritin væru ekki til. „Ef það væri hægt að hafa enga síma í heiminum þá væri það geggjað,“ segir Ari Bergur. „Já það er oftast skemmtilegra ef fólk er ekki að hanga í símanum því þá nær það samskiptum og athyglin fer í annað en símana,“ segir Kári. „Hamingjusamasta konan“ Og á tímum óhamingjunnar þá leituðum við til Hrafnistu og fengum að ræða við konu sem getur ekki talist óhamingjusöm. „Ég myndi bara segja að ég væri hamingjusamasta konan hérna,“ segir Guðmunda Bergsveinsdóttir, 99 ára. Guðmunda Bergsveinsdóttir er 99 ára og segist vera hamingjusamasta kona landsins.einar árnason Jákvæðni lykillinn að hamingjunni Jákvæðni og mannleg samskipti séu lykillinn að hamingjunni. Guðmunda segist fegin að snjallsímar hafi ekki verið til þegar hún var að alast upp en hún telur foreldra og börn verja of miklum tíma í símunum þó að tækin séu stórkostleg. Heldur þú að allir væru hamingjusamari ef við værum ekki öll með nefið ofan í símanum? „Já, ég er alveg viss um það. Það gæti verið hamingjusamara. Ég myndi segja að aðalatriðið í uppeldinu sé að foreldrarnir gefi sér nógan tíma fyrir börnin sín.“ Þegar Guðmunda horfir til baka segir hún að hamingjusömustu stundirnar hafi verið með langömmubörnunum. „Það stendur best upp úr. Jafnvel betra en mín eigin börn þó að manni þyki afskaplega vænt um þau.“ Geðheilbrigði Heilbrigðismál Eldri borgarar Grunnskólar Tækni Tengdar fréttir Íslendingar aldrei óhamingjusamari: „Verðum að finna gæðastundir án snjallsíma“ Íslendingar mælast sífellt óhamingjusamari og síðustu tvö ár hafa komið illa út í mælingum Landlæknis. Eftir hrun jókst hamingja þar sem foreldrar eyddu meiri tíma á heimilinu með börnum. Í heimsfaraldri kórónaveiru gerðist það sama en þá virðast heimavinna og snjallsímar hafa komið í veg fyrir gæðastundir á heimilum fólks. 5. október 2022 22:54 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Sjá meira
Mælingar Embættis landlæknis sýna að Íslendingar hafa aldrei verið jafn óhamingjusamir og nú. Sviðsstjóri hjá embættinu segir að einn þáttur í minni hamingju barna sé sú þróun að börn eigi erfiðara með að njóta gæðastunda með foreldrum, meðal annars vegna snjallsímanotkunar foreldra. „Þau eru alltaf í símanum“ Eru foreldrar ykkar oft í símanum? „Guð minn almáttugur, já. Þau eru alltaf í símanum, eða oft í símanum. Þau eru oft að skamma okkur og segja: Þessi unga kynslóð er alltaf í símanum en svo eru þau sjálf oft í símanum,“ segja Dagmar og Dagný, 12 ára nemendur í Laugalækjarskóla. Eigið þið einhvern tímann erfitt með að ná sambandi við foreldra ykkar því þeir eru á kafi í símanum? „Nei, þeir eru alltaf til staðar og hjálpa mér með heimanám og hætta alltaf í símanum ef ég þarf hjálp eða ef systkini mín þurfa hjálp,“ segir Ari Bergur Garðarsson, 12 ára nemandi í Laugalækjarskóla. „Já síminn kemur aldrei á undan, það eru ég og systkini mín sem koma alltaf á undan,“ segir Kári Erlendsson, 12 ára nemandi í Laugalækjarskóla. Dagný Lind Stefánsdóttir, Dagmar Rut Brekadóttir, Ari Bergur Garðarsson og Kári Erlendsson eru í Laugalækjarskóla.einar árnason Þeir segja þægilegt að geta átt samskipti við vinina í gegnum snjallsímann en telja að það væri skemmtilegra að vera barn ef snjallforritin væru ekki til. „Ef það væri hægt að hafa enga síma í heiminum þá væri það geggjað,“ segir Ari Bergur. „Já það er oftast skemmtilegra ef fólk er ekki að hanga í símanum því þá nær það samskiptum og athyglin fer í annað en símana,“ segir Kári. „Hamingjusamasta konan“ Og á tímum óhamingjunnar þá leituðum við til Hrafnistu og fengum að ræða við konu sem getur ekki talist óhamingjusöm. „Ég myndi bara segja að ég væri hamingjusamasta konan hérna,“ segir Guðmunda Bergsveinsdóttir, 99 ára. Guðmunda Bergsveinsdóttir er 99 ára og segist vera hamingjusamasta kona landsins.einar árnason Jákvæðni lykillinn að hamingjunni Jákvæðni og mannleg samskipti séu lykillinn að hamingjunni. Guðmunda segist fegin að snjallsímar hafi ekki verið til þegar hún var að alast upp en hún telur foreldra og börn verja of miklum tíma í símunum þó að tækin séu stórkostleg. Heldur þú að allir væru hamingjusamari ef við værum ekki öll með nefið ofan í símanum? „Já, ég er alveg viss um það. Það gæti verið hamingjusamara. Ég myndi segja að aðalatriðið í uppeldinu sé að foreldrarnir gefi sér nógan tíma fyrir börnin sín.“ Þegar Guðmunda horfir til baka segir hún að hamingjusömustu stundirnar hafi verið með langömmubörnunum. „Það stendur best upp úr. Jafnvel betra en mín eigin börn þó að manni þyki afskaplega vænt um þau.“
Geðheilbrigði Heilbrigðismál Eldri borgarar Grunnskólar Tækni Tengdar fréttir Íslendingar aldrei óhamingjusamari: „Verðum að finna gæðastundir án snjallsíma“ Íslendingar mælast sífellt óhamingjusamari og síðustu tvö ár hafa komið illa út í mælingum Landlæknis. Eftir hrun jókst hamingja þar sem foreldrar eyddu meiri tíma á heimilinu með börnum. Í heimsfaraldri kórónaveiru gerðist það sama en þá virðast heimavinna og snjallsímar hafa komið í veg fyrir gæðastundir á heimilum fólks. 5. október 2022 22:54 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Sjá meira
Íslendingar aldrei óhamingjusamari: „Verðum að finna gæðastundir án snjallsíma“ Íslendingar mælast sífellt óhamingjusamari og síðustu tvö ár hafa komið illa út í mælingum Landlæknis. Eftir hrun jókst hamingja þar sem foreldrar eyddu meiri tíma á heimilinu með börnum. Í heimsfaraldri kórónaveiru gerðist það sama en þá virðast heimavinna og snjallsímar hafa komið í veg fyrir gæðastundir á heimilum fólks. 5. október 2022 22:54