Fékk íslenskt nafn og ævintýralega fæðingarsögu Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 7. október 2022 23:00 Snáðinn steinsvaf þegar fréttastofa leit við á fæðingardeildinni í dag. Einn daginn fær hann að heimsækja Ísland á ný. Annað er varla í boði þegar maður ber íslenskt millinafn. vísir/einar Frönsk kona sem hefur setið föst á Íslandi í tvo mánuði eftir að hafa misst vatnið óvænt í ferðalagi fæddi fyrirbura á Landspítalanum í síðustu viku. Hún hefur nú gefið honum íslenskt millinafn og er staðráðin í að sýna honum Ísland einn daginn. Hjónin Gaëlle Barbé og Maxim Hosdez ákváðu að skella sér til Íslands um miðjan ágúst síðastliðinn þegar hún var kominn rúma fimm mánuði á leið. Planið var að nýta tímann saman áður en nýr fjölskyldumeðlimur myndi koma í heiminn. Gaëlle Barbé og Maxim Hosdez lentu á Íslandi þann 13. ágúst síðastliðinn. Nóttina, daginn eftir að þau lentu, missti Gaëlle svo vatnið, komin aðeins fimm og hálfan mánuði á leið.aðsend Sá hafði þó önnur plön fyrir foreldra sína, sem náðu ekkert að skoða landið, því sama dag og þau lentu missti Gaëlle vatnið. „Nóttina 13. til 14. ágúst var ég lögð inn á spítala vegna þess að ég var kominn fimm og hálfan mánuð á leið og missti vatnið. Þannig að við fórum á sjúkrahúsið í Reykjavík 14. ágúst,“ segir Gaëlle. Læknarnir vildu því halda henni hér - töldu fæðinguna geta borið brátt að og því mátti hún ekki fljúga heim. Milo Bjarmi er ansi lítill og krúttlegur.aðsend Drengurinn kom svo í heiminn á mánudag í síðustu viku og foreldrarnir ákváðu að gefa honum íslenskt millinafn. Við litum við hjá Gaëlle og hittum Milo Bjarma á fæðingardeildinni í dag. Hægt er að sjá innslagið í spilaranum hér að neðan. „Við maðurinn minn vorum búin að velja nafn, Milo, og okkur fannst gott að bæta öðru nafni við því það er hefð í Frakklandi að bera millinafn. Því ákváðum við að gera það að smá minjagrip eftir ævintýrið og velja íslenskt nafn. Það er Bjarmi,“ segir Gaëlle. Milo Bjarmi Hosdez. Valið á íslenska nafninu var nokkuð erfitt, segir Gaëlle, en þau hjón báðu um lista yfir algengustu íslensku nöfnin og völdu það sem þeim þótti fallegast. Hún vonast til að komast loks heim með sjúkraflugi í næstu viku en er staðráðin í að heimsækja Ísland aftur einn daginn. Gaëlle hefur setið föst á Íslandi síðan um miðjan ágúst. Hún vonast til að komast heim með sjúkraflugi í næstu viku.vísir/einar „Já, okkur finnst við verða að koma aftur og þá gefst líka tækifæri til að fara í ferð með Milo svo hann geti líka séð Ísland. Ég veit líka að þessi ferð átti stað í hjarta mannsins míns en þetta átti að vera síðasta stóra ferðin sem við færum í fyrir komu sonar okkar. Þannig okkur finnst við eiga óklárað frí og viljum koma aftur til Íslands, “segir Gaëlle. Frakkland Börn og uppeldi Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Sjá meira
Hjónin Gaëlle Barbé og Maxim Hosdez ákváðu að skella sér til Íslands um miðjan ágúst síðastliðinn þegar hún var kominn rúma fimm mánuði á leið. Planið var að nýta tímann saman áður en nýr fjölskyldumeðlimur myndi koma í heiminn. Gaëlle Barbé og Maxim Hosdez lentu á Íslandi þann 13. ágúst síðastliðinn. Nóttina, daginn eftir að þau lentu, missti Gaëlle svo vatnið, komin aðeins fimm og hálfan mánuði á leið.aðsend Sá hafði þó önnur plön fyrir foreldra sína, sem náðu ekkert að skoða landið, því sama dag og þau lentu missti Gaëlle vatnið. „Nóttina 13. til 14. ágúst var ég lögð inn á spítala vegna þess að ég var kominn fimm og hálfan mánuð á leið og missti vatnið. Þannig að við fórum á sjúkrahúsið í Reykjavík 14. ágúst,“ segir Gaëlle. Læknarnir vildu því halda henni hér - töldu fæðinguna geta borið brátt að og því mátti hún ekki fljúga heim. Milo Bjarmi er ansi lítill og krúttlegur.aðsend Drengurinn kom svo í heiminn á mánudag í síðustu viku og foreldrarnir ákváðu að gefa honum íslenskt millinafn. Við litum við hjá Gaëlle og hittum Milo Bjarma á fæðingardeildinni í dag. Hægt er að sjá innslagið í spilaranum hér að neðan. „Við maðurinn minn vorum búin að velja nafn, Milo, og okkur fannst gott að bæta öðru nafni við því það er hefð í Frakklandi að bera millinafn. Því ákváðum við að gera það að smá minjagrip eftir ævintýrið og velja íslenskt nafn. Það er Bjarmi,“ segir Gaëlle. Milo Bjarmi Hosdez. Valið á íslenska nafninu var nokkuð erfitt, segir Gaëlle, en þau hjón báðu um lista yfir algengustu íslensku nöfnin og völdu það sem þeim þótti fallegast. Hún vonast til að komast loks heim með sjúkraflugi í næstu viku en er staðráðin í að heimsækja Ísland aftur einn daginn. Gaëlle hefur setið föst á Íslandi síðan um miðjan ágúst. Hún vonast til að komast heim með sjúkraflugi í næstu viku.vísir/einar „Já, okkur finnst við verða að koma aftur og þá gefst líka tækifæri til að fara í ferð með Milo svo hann geti líka séð Ísland. Ég veit líka að þessi ferð átti stað í hjarta mannsins míns en þetta átti að vera síðasta stóra ferðin sem við færum í fyrir komu sonar okkar. Þannig okkur finnst við eiga óklárað frí og viljum koma aftur til Íslands, “segir Gaëlle.
Frakkland Börn og uppeldi Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Sjá meira