Þetta kemur fram í frétt Sky News þar sem vísað er í opinberar tölur frá heilbrigðisyfirvöldum í Bretlandi en dauðsföll vegna Covid eru ekki í þeim tölum.
Mannskæðar hitabylgjur geisuðu á Bretlandi í sumar og í júlí fór hitinn yfir fjörutíu gráður á nokkrum stöðum í fyrsta sinn frá því að mælingar hófust. Þá gaf Heilbrigðisöryggisstofnun Bretlands (UKHSA) út rauða hitaviðvörun í fyrsta sinn.
Ríflega þúsund umfram dauðsföll voru skráð á fjögurra daga tímabili í júlí en flest umfram dauðsföll á einu tímabili voru frá áttunda til sautjánda ágúst, þar sem 1.458 dauðsföll voru skráð.
Isabel Oliver, yfirmaður vísinda hjá stofnuninni, segir áætluð umfram dauðsföll á tímabilinu sýna fram á að mikill hiti geti leitt til ótímabærs dauða hjá einstaklingum sem eru viðkvæmir.
„Fleiri umfram dauðsföll áttu sér stað á heitustu dögum ársins og hlýrra loftslag þýðir að við verðum að venjast því að lifa örugglega í heitustu sumrum framtíðarinnar,“ segir Oliver.