Villtum dýrum í Evrópu fjölgar á ný Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 8. október 2022 16:18 Úlfur í nágrenni Puebla de Sanabria á Spáni Miguel A. Quintas/Getty Images Aðgerðir til að fyrirbyggja útrýmingu villtra dýra hafa gefist afar vel á síðustu áratugum og nú er svo komið að dýr sem fyrir fáum áratugum voru í útrýmingarhættu farnast vel í villtri náttúru Evrópu. Evrópusambandið hyggst setja aðildarríkjum sínum enn strangari kröfur til að styrkja tilvist villtra dýra. Fjöldi villtra dýrategunda í útrýmingarhættu Mannskepnan hefur öldum saman stundað gegndarlausar veiðar á villtum dýrum náttúrunnar. Svo gegndarlausar að um miðbik síðustu aldar var fjöldinn allur af villtum dýrum í alvarlegri útrýmingarhættu. Fyrir hálfri öld er eins og stjórnvöld víða um Evrópu hafi vaknað upp við vondan draum og ákveðið að snúa við blaðinu. Og það virðist vera að skila góðum árangri samkvæmt nýútkominni skýrslu um endurheimt villtra dýra í Evrópu, sem nú kemur út í 2. sinn. Úlfum fjölgar gríðarlega í Evrópu Einna bestur og mestur viðsnúningur hefur verið á tilvist gráúlfsins, sem hefur verið ráðandi hunddýr á jörðinni í þúsundir ára, en í byrjun 8. áratugarins hafði manninum næstum tekist að útrýma honum í Evrópu, örfáir úlfar voru þá á lífi á afmörkuðum svæðum í Suður- og norðaustur-Evrópu. Sett var veiðibann á úlfinn og markvissar aðgerðir settar í gang. Síðan þá hefur honum fjölgað um 1.800% og nú er talið að 17.000 úlfar finnist á meginlandi Evrópu. Annað dæmi um jákvæða þróun er fjölgun hafarnarins í Evrópu. Nú er talið að 12.500 hafarnarpör fljúgi um Evrópu, og hefur fjölgað um 450% á síðustu 50 árum. Það má aðallega þakka veiðibanni og banni á hættulegu skordýraeitri. Fleiri dæmi mætti nefna, um miðja síðustu öld voru einungis 1.200 bjórar á lífi í Evrópu, þá var sett á veiðibann og gripið til umfangsmikilla aðgerða til að fjölga þeim og sleppa þeim í votlendi víða í Evrópu. Nú finnast 200.000 bjórar í Evrópu sem þýðir fjölgun upp á 16.700% Þá hefur skógarbjörnum fjölgað á sama tíma um nær 50% og nú er talið að yfir 50.000 skógarbirnir lifi á meginlandi Evrópu. Evrópusambandið kynnir nýjar aðgerðir Evrópusambandið kynnti í sumar tillögur að umfangsmikilli lagasetningu til að takast á við fækkun villtra dýra í náttúrunni. Samkvæmt þeim verður öllum aðildarríkjum sambandsins gert að setja löglega bindandi markmið um að endurheimta og styrkja villt dýralíf í lofti, á láði og legi. Umhverfismál Dýr Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Sjá meira
Fjöldi villtra dýrategunda í útrýmingarhættu Mannskepnan hefur öldum saman stundað gegndarlausar veiðar á villtum dýrum náttúrunnar. Svo gegndarlausar að um miðbik síðustu aldar var fjöldinn allur af villtum dýrum í alvarlegri útrýmingarhættu. Fyrir hálfri öld er eins og stjórnvöld víða um Evrópu hafi vaknað upp við vondan draum og ákveðið að snúa við blaðinu. Og það virðist vera að skila góðum árangri samkvæmt nýútkominni skýrslu um endurheimt villtra dýra í Evrópu, sem nú kemur út í 2. sinn. Úlfum fjölgar gríðarlega í Evrópu Einna bestur og mestur viðsnúningur hefur verið á tilvist gráúlfsins, sem hefur verið ráðandi hunddýr á jörðinni í þúsundir ára, en í byrjun 8. áratugarins hafði manninum næstum tekist að útrýma honum í Evrópu, örfáir úlfar voru þá á lífi á afmörkuðum svæðum í Suður- og norðaustur-Evrópu. Sett var veiðibann á úlfinn og markvissar aðgerðir settar í gang. Síðan þá hefur honum fjölgað um 1.800% og nú er talið að 17.000 úlfar finnist á meginlandi Evrópu. Annað dæmi um jákvæða þróun er fjölgun hafarnarins í Evrópu. Nú er talið að 12.500 hafarnarpör fljúgi um Evrópu, og hefur fjölgað um 450% á síðustu 50 árum. Það má aðallega þakka veiðibanni og banni á hættulegu skordýraeitri. Fleiri dæmi mætti nefna, um miðja síðustu öld voru einungis 1.200 bjórar á lífi í Evrópu, þá var sett á veiðibann og gripið til umfangsmikilla aðgerða til að fjölga þeim og sleppa þeim í votlendi víða í Evrópu. Nú finnast 200.000 bjórar í Evrópu sem þýðir fjölgun upp á 16.700% Þá hefur skógarbjörnum fjölgað á sama tíma um nær 50% og nú er talið að yfir 50.000 skógarbirnir lifi á meginlandi Evrópu. Evrópusambandið kynnir nýjar aðgerðir Evrópusambandið kynnti í sumar tillögur að umfangsmikilli lagasetningu til að takast á við fækkun villtra dýra í náttúrunni. Samkvæmt þeim verður öllum aðildarríkjum sambandsins gert að setja löglega bindandi markmið um að endurheimta og styrkja villt dýralíf í lofti, á láði og legi.
Umhverfismál Dýr Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Sjá meira