Þetta kemur fram í Facebook-færslu Ingu þar sem hún vísar í umræður á bæjarstjórnarfundi bæjarstjórnar Akureyrar í gær. Þar kvaddi Brynjólfur sér til hljóðs til að útskýra sína aðkomu að því máli sem kom upp innan flokksins á Akureyri.
Málið snýst um meinta niðrandi og framkomu karla í Flokki fólksins á Akureyri gegn flokkssystrum sínum. Síðan það kom upp hefur ýmislegt verð látið flakka og ásakanir um svik og pretti gengið á bága bóga.
Í síðustu viku sögðu Brynjólfur Ingason og Jón Hjaltason sig úr flokknum og gáfu þeir út að þeir myndu mynda nýja hreyfingu í bæjarstjórn. Þeir eru verulega ósáttir við það hvernig flokkurinn hefur tekið á málinu.
Á bæjarstjórnarfundi í gær fór Brynjólfur yfir málið og sagði þar meðal annars að þann 6. september hafi hann fengið orðsendingu frá formanni flokkins Ingu, um að hann yrði að fara án tafar í veikindaleyfi, ella verið vikið úr flokknum. Brottrekstur hans hafi hins vegar afturkallaður síðar. Í viðtali við Vísi þann 14. september sagði Brynjólfur það sama.
Í færslu á Facebook segir Inga hins vegar að þarna sé verið að ljúga upp á formanninn, líkt og hún orðar það.
„[É]g hef aldrei haft samband við Brynjólf Ingvarsson og hótað honum brottvikningu úr Flokki fólksins og aldrei heldur dregið neitt slíkt til baka. Hér er óhætt að segja að frjálslega sé farið með staðreyndir svo ekki sé meira sagt,“ skrifar Inga.