MeToo bylgja framhaldsskólanema: Tímabært að rödd þeirra fái að heyrast Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 4. október 2022 22:06 Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir er talskona Stígamóta. Vísir/Arnar Talskona Stígamóta telur að MeToo-bylgja framhaldsskólanema sé að hefjast. 70 prósent þeirra sem leiti til samtakanna hafi verið beitt kynferðisofbeldi fyrir 18 ára aldur. Mikilvægt sé að skólastjórnendur í framhaldsskólum hlusti á nemendur og tilbúnir með viðbragðsáætlanir. Nemendur í Menntaskólanum í Hamrahlíð mótmæltu því í gær að nemendur skólans sem eru þolendur kynferðisofbeldis þurfi að mæta gerendum sínum á göngum skólans. Una Ragnarsdóttir, varaforseti nemendafélags menntaskólans, segir að viðbrögð skólastjórnenda hafi verið góð en málið varpi ljósi á stærri spurningar. „Eins og hvar er miðlæg viðbragðsáætlun Menntamálaráðuneytisins í kynferðisbrotamálum sem hefur verið kallað eftir lengi og enn virðist ekkert vera að breytast. Hvaða ítök hefur skólastjórn raunverulega til að gera eitthvað? Hverju þarf að breyta innan kerfisins til að þolendur fái þann stuðning sem þeir þurfa og geti stundað nám án raskana?“ spyr Una. Brynhildur Karlsdóttir, söngkona og fyrrverandi nemandi við MH, skrifaði í dag grein sem birtist á Vísi um svipaða upplifun hennar innan veggja skólans árið 2013. Hún var þá sautján ára og hafði verið nauðgað af vini sínum og samnemanda. Hún segir lítið hafa breyst hjá skólanum síðan þá. Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir talskona Stígamóta segir tímabært að rödd framhaldsskólanema fái að heyrast. „Ég held að það sé allt í lagi að kalla þetta MeToo bylgju framhaldsskólanema. Á Stígamótum vitum við að kynferðisofbeldi beinist fyrst og fremst að ungu fólki. 70 prósent af þeim sem koma til okkar voru beitt ofbeldi fyrir 18 ára aldur. Þannig að ég held að þau séu bara að láta samfélagið og skólastjórnendur vita að í öllum framhaldsskólum eru brotaþolar kynferðisofbeldis. Og mjög líklegt að í öllum framhaldsskólum séu líka gerendur kynferðisofbeldis,“ segir Steinunn.´ Klippa: Vilja ekki mæta nauðgurum á göngunum Hún segir eðlilega kröfu frá brotaþolum að þurfa ekki að mæta meintum gerendum á göngum skólans. „Þetta er auðvitað eitthvað sem við hjá Stígamótum höfum unnið við með brotaþolum í áraraðir. Við höfum setið með fullt af menntaskólastúlkum í viðtalsherbergjum og hjálpað þeim að vinna í gegnum þær tilfinningar sem fylgja kynferðisofbeldinu og síðan því að þurfa að mæta gerandanum trekk í trekk,“ segir Steinunn. Steinunn og fræðslustýra Stígamóta ávörpuðu nemendur í MH í morgun og töluðu þar að auki við kennara skólans. Hún leggur áherslu á að hlustað verði á nemendur og brugðist verði við því sem skólastjórnendum er bent á. „Ég held að það sé mjög mikilvægt að skólastjórnendur – allir – séu núna tilbúnir að svona mál geti komið upp í þeirra skóla hvenær sem er, þannig að verið tilbúin með viðbragðsáætlanir,“ segir Steinunn. Framhaldsskólar MeToo Kynferðisofbeldi Reykjavík Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Óttast að enginn hlusti á menntaskólanema sem verði fyrir ofbeldi Nemendur í Menntaskólanum við Hamrahlíð hafa mótmælt því í dag og í gær að nemendur við skólann, sem eru þolendur kynferðisofbeldis, þurfi að mæta gerendum sínum á göngum skólans. Fyrrverandi nemandi segir lítið hafa breyst frá því að hann var í þessari sömu stöðu fyrir áratug. 4. október 2022 20:30 Bylting í MH: Vilja ekki mæta nauðgurum sínum á göngunum Nemendur í Menntaskólanum við Hamrahlíð mótmæltu því í gær að nemendur skólans sem eru þolendur kynferðisofbeldis þurfi að mæta gerendum sínum á göngum skólans. Þeir segja viðbrögð skólans vera ófullnægjandi. Fyrrverandi nemandi við skólann segir söguna vera að endurtaka sig. Fyrir tíu árum hafi henni verið nauðgað af samnemanda sínum. 4. október 2022 12:00 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Hringvegurinn opinn á ný Innlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Fleiri fréttir Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Sjá meira
Nemendur í Menntaskólanum í Hamrahlíð mótmæltu því í gær að nemendur skólans sem eru þolendur kynferðisofbeldis þurfi að mæta gerendum sínum á göngum skólans. Una Ragnarsdóttir, varaforseti nemendafélags menntaskólans, segir að viðbrögð skólastjórnenda hafi verið góð en málið varpi ljósi á stærri spurningar. „Eins og hvar er miðlæg viðbragðsáætlun Menntamálaráðuneytisins í kynferðisbrotamálum sem hefur verið kallað eftir lengi og enn virðist ekkert vera að breytast. Hvaða ítök hefur skólastjórn raunverulega til að gera eitthvað? Hverju þarf að breyta innan kerfisins til að þolendur fái þann stuðning sem þeir þurfa og geti stundað nám án raskana?“ spyr Una. Brynhildur Karlsdóttir, söngkona og fyrrverandi nemandi við MH, skrifaði í dag grein sem birtist á Vísi um svipaða upplifun hennar innan veggja skólans árið 2013. Hún var þá sautján ára og hafði verið nauðgað af vini sínum og samnemanda. Hún segir lítið hafa breyst hjá skólanum síðan þá. Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir talskona Stígamóta segir tímabært að rödd framhaldsskólanema fái að heyrast. „Ég held að það sé allt í lagi að kalla þetta MeToo bylgju framhaldsskólanema. Á Stígamótum vitum við að kynferðisofbeldi beinist fyrst og fremst að ungu fólki. 70 prósent af þeim sem koma til okkar voru beitt ofbeldi fyrir 18 ára aldur. Þannig að ég held að þau séu bara að láta samfélagið og skólastjórnendur vita að í öllum framhaldsskólum eru brotaþolar kynferðisofbeldis. Og mjög líklegt að í öllum framhaldsskólum séu líka gerendur kynferðisofbeldis,“ segir Steinunn.´ Klippa: Vilja ekki mæta nauðgurum á göngunum Hún segir eðlilega kröfu frá brotaþolum að þurfa ekki að mæta meintum gerendum á göngum skólans. „Þetta er auðvitað eitthvað sem við hjá Stígamótum höfum unnið við með brotaþolum í áraraðir. Við höfum setið með fullt af menntaskólastúlkum í viðtalsherbergjum og hjálpað þeim að vinna í gegnum þær tilfinningar sem fylgja kynferðisofbeldinu og síðan því að þurfa að mæta gerandanum trekk í trekk,“ segir Steinunn. Steinunn og fræðslustýra Stígamóta ávörpuðu nemendur í MH í morgun og töluðu þar að auki við kennara skólans. Hún leggur áherslu á að hlustað verði á nemendur og brugðist verði við því sem skólastjórnendum er bent á. „Ég held að það sé mjög mikilvægt að skólastjórnendur – allir – séu núna tilbúnir að svona mál geti komið upp í þeirra skóla hvenær sem er, þannig að verið tilbúin með viðbragðsáætlanir,“ segir Steinunn.
Framhaldsskólar MeToo Kynferðisofbeldi Reykjavík Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Óttast að enginn hlusti á menntaskólanema sem verði fyrir ofbeldi Nemendur í Menntaskólanum við Hamrahlíð hafa mótmælt því í dag og í gær að nemendur við skólann, sem eru þolendur kynferðisofbeldis, þurfi að mæta gerendum sínum á göngum skólans. Fyrrverandi nemandi segir lítið hafa breyst frá því að hann var í þessari sömu stöðu fyrir áratug. 4. október 2022 20:30 Bylting í MH: Vilja ekki mæta nauðgurum sínum á göngunum Nemendur í Menntaskólanum við Hamrahlíð mótmæltu því í gær að nemendur skólans sem eru þolendur kynferðisofbeldis þurfi að mæta gerendum sínum á göngum skólans. Þeir segja viðbrögð skólans vera ófullnægjandi. Fyrrverandi nemandi við skólann segir söguna vera að endurtaka sig. Fyrir tíu árum hafi henni verið nauðgað af samnemanda sínum. 4. október 2022 12:00 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Hringvegurinn opinn á ný Innlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Fleiri fréttir Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Sjá meira
Óttast að enginn hlusti á menntaskólanema sem verði fyrir ofbeldi Nemendur í Menntaskólanum við Hamrahlíð hafa mótmælt því í dag og í gær að nemendur við skólann, sem eru þolendur kynferðisofbeldis, þurfi að mæta gerendum sínum á göngum skólans. Fyrrverandi nemandi segir lítið hafa breyst frá því að hann var í þessari sömu stöðu fyrir áratug. 4. október 2022 20:30
Bylting í MH: Vilja ekki mæta nauðgurum sínum á göngunum Nemendur í Menntaskólanum við Hamrahlíð mótmæltu því í gær að nemendur skólans sem eru þolendur kynferðisofbeldis þurfi að mæta gerendum sínum á göngum skólans. Þeir segja viðbrögð skólans vera ófullnægjandi. Fyrrverandi nemandi við skólann segir söguna vera að endurtaka sig. Fyrir tíu árum hafi henni verið nauðgað af samnemanda sínum. 4. október 2022 12:00