MeToo bylgja framhaldsskólanema: Tímabært að rödd þeirra fái að heyrast Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 4. október 2022 22:06 Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir er talskona Stígamóta. Vísir/Arnar Talskona Stígamóta telur að MeToo-bylgja framhaldsskólanema sé að hefjast. 70 prósent þeirra sem leiti til samtakanna hafi verið beitt kynferðisofbeldi fyrir 18 ára aldur. Mikilvægt sé að skólastjórnendur í framhaldsskólum hlusti á nemendur og tilbúnir með viðbragðsáætlanir. Nemendur í Menntaskólanum í Hamrahlíð mótmæltu því í gær að nemendur skólans sem eru þolendur kynferðisofbeldis þurfi að mæta gerendum sínum á göngum skólans. Una Ragnarsdóttir, varaforseti nemendafélags menntaskólans, segir að viðbrögð skólastjórnenda hafi verið góð en málið varpi ljósi á stærri spurningar. „Eins og hvar er miðlæg viðbragðsáætlun Menntamálaráðuneytisins í kynferðisbrotamálum sem hefur verið kallað eftir lengi og enn virðist ekkert vera að breytast. Hvaða ítök hefur skólastjórn raunverulega til að gera eitthvað? Hverju þarf að breyta innan kerfisins til að þolendur fái þann stuðning sem þeir þurfa og geti stundað nám án raskana?“ spyr Una. Brynhildur Karlsdóttir, söngkona og fyrrverandi nemandi við MH, skrifaði í dag grein sem birtist á Vísi um svipaða upplifun hennar innan veggja skólans árið 2013. Hún var þá sautján ára og hafði verið nauðgað af vini sínum og samnemanda. Hún segir lítið hafa breyst hjá skólanum síðan þá. Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir talskona Stígamóta segir tímabært að rödd framhaldsskólanema fái að heyrast. „Ég held að það sé allt í lagi að kalla þetta MeToo bylgju framhaldsskólanema. Á Stígamótum vitum við að kynferðisofbeldi beinist fyrst og fremst að ungu fólki. 70 prósent af þeim sem koma til okkar voru beitt ofbeldi fyrir 18 ára aldur. Þannig að ég held að þau séu bara að láta samfélagið og skólastjórnendur vita að í öllum framhaldsskólum eru brotaþolar kynferðisofbeldis. Og mjög líklegt að í öllum framhaldsskólum séu líka gerendur kynferðisofbeldis,“ segir Steinunn.´ Klippa: Vilja ekki mæta nauðgurum á göngunum Hún segir eðlilega kröfu frá brotaþolum að þurfa ekki að mæta meintum gerendum á göngum skólans. „Þetta er auðvitað eitthvað sem við hjá Stígamótum höfum unnið við með brotaþolum í áraraðir. Við höfum setið með fullt af menntaskólastúlkum í viðtalsherbergjum og hjálpað þeim að vinna í gegnum þær tilfinningar sem fylgja kynferðisofbeldinu og síðan því að þurfa að mæta gerandanum trekk í trekk,“ segir Steinunn. Steinunn og fræðslustýra Stígamóta ávörpuðu nemendur í MH í morgun og töluðu þar að auki við kennara skólans. Hún leggur áherslu á að hlustað verði á nemendur og brugðist verði við því sem skólastjórnendum er bent á. „Ég held að það sé mjög mikilvægt að skólastjórnendur – allir – séu núna tilbúnir að svona mál geti komið upp í þeirra skóla hvenær sem er, þannig að verið tilbúin með viðbragðsáætlanir,“ segir Steinunn. Framhaldsskólar MeToo Kynferðisofbeldi Reykjavík Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Óttast að enginn hlusti á menntaskólanema sem verði fyrir ofbeldi Nemendur í Menntaskólanum við Hamrahlíð hafa mótmælt því í dag og í gær að nemendur við skólann, sem eru þolendur kynferðisofbeldis, þurfi að mæta gerendum sínum á göngum skólans. Fyrrverandi nemandi segir lítið hafa breyst frá því að hann var í þessari sömu stöðu fyrir áratug. 4. október 2022 20:30 Bylting í MH: Vilja ekki mæta nauðgurum sínum á göngunum Nemendur í Menntaskólanum við Hamrahlíð mótmæltu því í gær að nemendur skólans sem eru þolendur kynferðisofbeldis þurfi að mæta gerendum sínum á göngum skólans. Þeir segja viðbrögð skólans vera ófullnægjandi. Fyrrverandi nemandi við skólann segir söguna vera að endurtaka sig. Fyrir tíu árum hafi henni verið nauðgað af samnemanda sínum. 4. október 2022 12:00 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Fleiri fréttir Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Sjá meira
Nemendur í Menntaskólanum í Hamrahlíð mótmæltu því í gær að nemendur skólans sem eru þolendur kynferðisofbeldis þurfi að mæta gerendum sínum á göngum skólans. Una Ragnarsdóttir, varaforseti nemendafélags menntaskólans, segir að viðbrögð skólastjórnenda hafi verið góð en málið varpi ljósi á stærri spurningar. „Eins og hvar er miðlæg viðbragðsáætlun Menntamálaráðuneytisins í kynferðisbrotamálum sem hefur verið kallað eftir lengi og enn virðist ekkert vera að breytast. Hvaða ítök hefur skólastjórn raunverulega til að gera eitthvað? Hverju þarf að breyta innan kerfisins til að þolendur fái þann stuðning sem þeir þurfa og geti stundað nám án raskana?“ spyr Una. Brynhildur Karlsdóttir, söngkona og fyrrverandi nemandi við MH, skrifaði í dag grein sem birtist á Vísi um svipaða upplifun hennar innan veggja skólans árið 2013. Hún var þá sautján ára og hafði verið nauðgað af vini sínum og samnemanda. Hún segir lítið hafa breyst hjá skólanum síðan þá. Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir talskona Stígamóta segir tímabært að rödd framhaldsskólanema fái að heyrast. „Ég held að það sé allt í lagi að kalla þetta MeToo bylgju framhaldsskólanema. Á Stígamótum vitum við að kynferðisofbeldi beinist fyrst og fremst að ungu fólki. 70 prósent af þeim sem koma til okkar voru beitt ofbeldi fyrir 18 ára aldur. Þannig að ég held að þau séu bara að láta samfélagið og skólastjórnendur vita að í öllum framhaldsskólum eru brotaþolar kynferðisofbeldis. Og mjög líklegt að í öllum framhaldsskólum séu líka gerendur kynferðisofbeldis,“ segir Steinunn.´ Klippa: Vilja ekki mæta nauðgurum á göngunum Hún segir eðlilega kröfu frá brotaþolum að þurfa ekki að mæta meintum gerendum á göngum skólans. „Þetta er auðvitað eitthvað sem við hjá Stígamótum höfum unnið við með brotaþolum í áraraðir. Við höfum setið með fullt af menntaskólastúlkum í viðtalsherbergjum og hjálpað þeim að vinna í gegnum þær tilfinningar sem fylgja kynferðisofbeldinu og síðan því að þurfa að mæta gerandanum trekk í trekk,“ segir Steinunn. Steinunn og fræðslustýra Stígamóta ávörpuðu nemendur í MH í morgun og töluðu þar að auki við kennara skólans. Hún leggur áherslu á að hlustað verði á nemendur og brugðist verði við því sem skólastjórnendum er bent á. „Ég held að það sé mjög mikilvægt að skólastjórnendur – allir – séu núna tilbúnir að svona mál geti komið upp í þeirra skóla hvenær sem er, þannig að verið tilbúin með viðbragðsáætlanir,“ segir Steinunn.
Framhaldsskólar MeToo Kynferðisofbeldi Reykjavík Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Óttast að enginn hlusti á menntaskólanema sem verði fyrir ofbeldi Nemendur í Menntaskólanum við Hamrahlíð hafa mótmælt því í dag og í gær að nemendur við skólann, sem eru þolendur kynferðisofbeldis, þurfi að mæta gerendum sínum á göngum skólans. Fyrrverandi nemandi segir lítið hafa breyst frá því að hann var í þessari sömu stöðu fyrir áratug. 4. október 2022 20:30 Bylting í MH: Vilja ekki mæta nauðgurum sínum á göngunum Nemendur í Menntaskólanum við Hamrahlíð mótmæltu því í gær að nemendur skólans sem eru þolendur kynferðisofbeldis þurfi að mæta gerendum sínum á göngum skólans. Þeir segja viðbrögð skólans vera ófullnægjandi. Fyrrverandi nemandi við skólann segir söguna vera að endurtaka sig. Fyrir tíu árum hafi henni verið nauðgað af samnemanda sínum. 4. október 2022 12:00 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Fleiri fréttir Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Sjá meira
Óttast að enginn hlusti á menntaskólanema sem verði fyrir ofbeldi Nemendur í Menntaskólanum við Hamrahlíð hafa mótmælt því í dag og í gær að nemendur við skólann, sem eru þolendur kynferðisofbeldis, þurfi að mæta gerendum sínum á göngum skólans. Fyrrverandi nemandi segir lítið hafa breyst frá því að hann var í þessari sömu stöðu fyrir áratug. 4. október 2022 20:30
Bylting í MH: Vilja ekki mæta nauðgurum sínum á göngunum Nemendur í Menntaskólanum við Hamrahlíð mótmæltu því í gær að nemendur skólans sem eru þolendur kynferðisofbeldis þurfi að mæta gerendum sínum á göngum skólans. Þeir segja viðbrögð skólans vera ófullnægjandi. Fyrrverandi nemandi við skólann segir söguna vera að endurtaka sig. Fyrir tíu árum hafi henni verið nauðgað af samnemanda sínum. 4. október 2022 12:00