Hver vitleysan rekur aðra Hildur Björnsdóttir skrifar 4. október 2022 11:01 Starfsemi grunnskóla og leikskóla í Reykjavík er víða í uppnámi. Áralöng vanræksla innviða og innantóm fyrirheit um hvers kyns endurbætur skilja fjölskyldur eftir í þröngri stöðu. Leikskólastarf í uppnámi Á dögunum bárust fregnir af því að flytja þyrfti alla starfsemi leikskólans Grandaborgar á aðra leikskóla. Í ljós hafði komið að skólplögn undir húsinu hafði farið í sundur, með þeim afleiðingum að mengun barst í jarðveg. Kanna þarf hvort skólpmengun gæti hafa borist í loftræstikerfi hússins og skapað óheilnæmt umhverfi fyrir börn og starfsfólk. Einungis örfáum vikum fyrr hafði skólastarf í Grandaborg þegar orðið fyrir töluverðu raski vegna myglu sem upp kom í húsnæðinu. Ekki er langt síðan skólastarf komst í uppnám á leikskólunum Vesturborg og Ægisborg – sem tilheyra sama borgarhverfi – af sömu ástæðu. Athygli vekur að heildarúttekt á skólahúsnæði borgarinnar, sem framkvæmd var síðastliðið haust, leiddi ekki í ljós fyrirliggjandi skemmdir – og vekur upp spurningar um áreiðanleika úttektarinnar. Leikskólavandinn snýr nefnilega ekki aðeins að skorti á leikskólarýmum, heldur jafnframt áralöngu viðhaldsleysi. Til að kóróna vitleysuna - og fullkomna afneitun borgarstjóra á fyrirliggjandi vanda - veitti borgin sjálfri sér verðlaun á dögunum fyrir hálfkláraðar endurbætur á húsnæði sem nú hýsir leikskólann Brákaborg. Viðbrögð starfsmanna létu ekki á sér standa. Þarna var borgarstjóri að verðlauna sjálfan sig fyrir ófullnægjandi verk - á leikskóla sem ekki hefur verið fullkláraður og starfar nú við óviðunandi skilyrði. Skilyrði sem hvorki geta talist viðunandi fyrir börn né starfsfólk. Grunnskólastarf í uppnámi Melaskóli náði hámarksafkastagetu fyrir fjölmörgum árum og kosningar eftir kosningar lofa fulltrúar meirihlutans bót og betrun. Á liðnu kjörtímabili skilaði stýrihópur niðurstöðu forgangsröðunar vegna viðbygginga og endurbóta á skólahúsnæði í Reykjavík. Af fjórum verkefnum sem röðuðust í fyrsta forgang voru tveir skólar í Vesturbæ - Melaskóli og Hagaskóli - auk Réttarholtsskóla og skólanna í Laugardal. Nemendur og starfsfólk Hagaskóla hafa verið á vergangi vegna myglu sem upp kom í húsnæðinu. Tveir árgangar voru fluttir í Ármúla meðan viðgerðir standa yfir en á dögunum var þó ákveðið að senda einn árgang í Korpuskóla í Grafarvogi, vegna óviðunandi brunavarna í Ármúlanum. Hver vitleysan rekur aðra. Vandamálin eru víða og sannarlega ekki aðeins í Vesturbæ. Laugardalur glímir við erfiða stöðu vegna plássleysis. Skólastarf í Vogaskóla er nú í uppnámi vegna myglu. Öll þekkjum við vandræðaganginn úr Fossvogsskóla. Skólastarf var lagt niður í Staðarhverfi. Mygla hefur komið upp í skólum víða um borg og komið óviðunandi uppnámi á skólastarf. Gerum betur Starfsfólk grunnskóla og leikskóla borgarinnar á þakklæti og hrós skilið fyrir að starfa undir krefjandi aðstæðum við erfið skilyrði. Áralöng uppsöfnuð viðhaldsþörf á skólahúsnæði borgarinnar virðist nú hafa komið skólastarfi í uppnám víða um borg. Þúsundir barna fá ekki þann aðgang að menntun sem þau eiga rétt til. Á borgarstjórnarfundi í dag hefur Sjálfstæðisflokkur sett skóla- og íþróttamál í Vesturbæ á dagskrá. Áður höfum við fjallað um stöðuna í Laugardal – og munum á komandi mánuðum taka stöðuna innan sérhvers borgarhverfis. Málaflokkinn þarf að setja í forgang, því öll viljum við tryggja börnum í borginni aðgang að heilnæmu skólahúsnæði og framsæknu skólastarfi. Við getum gert betur. Höfundur er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Björnsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Borgarstjórn Reykjavík Skóla - og menntamál Grunnskólar Leikskólar Mest lesið Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Starfsemi grunnskóla og leikskóla í Reykjavík er víða í uppnámi. Áralöng vanræksla innviða og innantóm fyrirheit um hvers kyns endurbætur skilja fjölskyldur eftir í þröngri stöðu. Leikskólastarf í uppnámi Á dögunum bárust fregnir af því að flytja þyrfti alla starfsemi leikskólans Grandaborgar á aðra leikskóla. Í ljós hafði komið að skólplögn undir húsinu hafði farið í sundur, með þeim afleiðingum að mengun barst í jarðveg. Kanna þarf hvort skólpmengun gæti hafa borist í loftræstikerfi hússins og skapað óheilnæmt umhverfi fyrir börn og starfsfólk. Einungis örfáum vikum fyrr hafði skólastarf í Grandaborg þegar orðið fyrir töluverðu raski vegna myglu sem upp kom í húsnæðinu. Ekki er langt síðan skólastarf komst í uppnám á leikskólunum Vesturborg og Ægisborg – sem tilheyra sama borgarhverfi – af sömu ástæðu. Athygli vekur að heildarúttekt á skólahúsnæði borgarinnar, sem framkvæmd var síðastliðið haust, leiddi ekki í ljós fyrirliggjandi skemmdir – og vekur upp spurningar um áreiðanleika úttektarinnar. Leikskólavandinn snýr nefnilega ekki aðeins að skorti á leikskólarýmum, heldur jafnframt áralöngu viðhaldsleysi. Til að kóróna vitleysuna - og fullkomna afneitun borgarstjóra á fyrirliggjandi vanda - veitti borgin sjálfri sér verðlaun á dögunum fyrir hálfkláraðar endurbætur á húsnæði sem nú hýsir leikskólann Brákaborg. Viðbrögð starfsmanna létu ekki á sér standa. Þarna var borgarstjóri að verðlauna sjálfan sig fyrir ófullnægjandi verk - á leikskóla sem ekki hefur verið fullkláraður og starfar nú við óviðunandi skilyrði. Skilyrði sem hvorki geta talist viðunandi fyrir börn né starfsfólk. Grunnskólastarf í uppnámi Melaskóli náði hámarksafkastagetu fyrir fjölmörgum árum og kosningar eftir kosningar lofa fulltrúar meirihlutans bót og betrun. Á liðnu kjörtímabili skilaði stýrihópur niðurstöðu forgangsröðunar vegna viðbygginga og endurbóta á skólahúsnæði í Reykjavík. Af fjórum verkefnum sem röðuðust í fyrsta forgang voru tveir skólar í Vesturbæ - Melaskóli og Hagaskóli - auk Réttarholtsskóla og skólanna í Laugardal. Nemendur og starfsfólk Hagaskóla hafa verið á vergangi vegna myglu sem upp kom í húsnæðinu. Tveir árgangar voru fluttir í Ármúla meðan viðgerðir standa yfir en á dögunum var þó ákveðið að senda einn árgang í Korpuskóla í Grafarvogi, vegna óviðunandi brunavarna í Ármúlanum. Hver vitleysan rekur aðra. Vandamálin eru víða og sannarlega ekki aðeins í Vesturbæ. Laugardalur glímir við erfiða stöðu vegna plássleysis. Skólastarf í Vogaskóla er nú í uppnámi vegna myglu. Öll þekkjum við vandræðaganginn úr Fossvogsskóla. Skólastarf var lagt niður í Staðarhverfi. Mygla hefur komið upp í skólum víða um borg og komið óviðunandi uppnámi á skólastarf. Gerum betur Starfsfólk grunnskóla og leikskóla borgarinnar á þakklæti og hrós skilið fyrir að starfa undir krefjandi aðstæðum við erfið skilyrði. Áralöng uppsöfnuð viðhaldsþörf á skólahúsnæði borgarinnar virðist nú hafa komið skólastarfi í uppnám víða um borg. Þúsundir barna fá ekki þann aðgang að menntun sem þau eiga rétt til. Á borgarstjórnarfundi í dag hefur Sjálfstæðisflokkur sett skóla- og íþróttamál í Vesturbæ á dagskrá. Áður höfum við fjallað um stöðuna í Laugardal – og munum á komandi mánuðum taka stöðuna innan sérhvers borgarhverfis. Málaflokkinn þarf að setja í forgang, því öll viljum við tryggja börnum í borginni aðgang að heilnæmu skólahúsnæði og framsæknu skólastarfi. Við getum gert betur. Höfundur er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun