Óska eftir skjótri inngöngu í NATO Samúel Karl Ólason skrifar 30. september 2022 14:56 Úkraínumenn hafa farið fram á að umsókn þeirra í Atlantshafsbandalagið fái flýtimeðferð. Forsetaembætti Úkraínu Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, tilkynnti nú fyrir skömmu að ríkisstjórn hans hafi formlega sótt um skjóta inngöngu í Atlantshafsbandalagið (NATO). Það er í kjölfar þess að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, skrifaði undir ólöglega innlimun fjögurra héraða Úkraínu. Litlar sem engar líkur eru á því að umsóknin verði samþykkt á meðan Úkraínumenn verjast innrás Rússa en með umsókninni vilja Úkraínumenn bregðast við innlimun Rússa á Donetsk, Luhansk, Saporisjía og Kherson. Pútín hélt ræðu fyrir undirritun innlimunarinnar í dag og þar hvatti hann Úkraínumenn til viðræðna við Rússa. Sjá einnig: Bölsótaðist út í Vesturlönd Selenskí sagði í ávarpi sem hann birti í kjölfarið að Úkraínumenn væru tilbúnir til viðræðna við Rússa. Fyrst þyrftu Rússar þó að fá sér annan forseta. Úkraínumenn hafa lengi sagt að reyni Rússar að innlima fleiri héruð Úkraínu muni það gera útaf við friðarviðræður. Þær hafa þó ekki farið fram frá því ódæði rússneskra hermanna í Bucha og víðar í Úkraínu urðu ljós. #Ukraine applies for accelerated accession to @NATO #StrongerTogether @ZelenskyyUa pic.twitter.com/bR0EC5QIb3— MFA of Ukraine (@MFA_Ukraine) September 30, 2022 Herða refsiaðgerðir gegn Rússum Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, fordæmdi aðgerðir Rússa í dag og opinberaði hertar refsiaðgerðir gegn Rússlandi. Þá hét hann því að G7 ríkin, ríkustu iðnvæddu ríki heims, myndu beita öll þau ríki sem viðurkennni innlimunina einnig refsiaðgerðum. Biden sagði innlimunina alfarið ólöglega og ógilda. Rússar væru að brjóta alþjóðalög, brjóta gegn stofnsamningi Sameinuðu þjóðinni og sýna öllum friðsömum ríkjum heimsins lítilsvirðingu. Forsetinn sagði að Bandaríkin og aðrir bakhjarlar myndu ekki láta af stuðningi sínum við Úkraínu. Sjá einnig: Umkringdir rússneskir hermenn sagðir hörfa frá Lyman Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sagði fyrr í dag að ólögmæt innlimun Pútíns á héruðum Úkraínu myndi engu breyta. The illegal annexation proclaimed by Putin won t change anything. All territories illegally occupied by Russian invaders are Ukrainian land and will always be part of this sovereign nation.— Ursula von der Leyen (@vonderleyen) September 30, 2022 Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland NATO Bandaríkin Evrópusambandið Tengdar fréttir Bölsótaðist út í Vesturlönd Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir að þau héruð Úkraínu sem hann innlimaði einhliða og ólöglega í rússneska sambandsríkið í dag tilheyri Rússlandi. Þau hafi tilheyrt rússneska keisaraveldinu og Sovétríkin hafi rekið Þjóðverja þaðan í seinni heimsstyrjöldinni. 30. september 2022 14:22 Umkringdir rússneskir hermenn sagðir hörfa frá Lyman Úkraínumenn eru sagðir hafa nánast umkringt hóp rússneskra hermanna í borginni Lyman í norðanverðu Donetsk-héraði. Rússar eru sagðir undirbúa það að hörfa frá bænum á sama tíma og forseti Rússlands lýsir yfir innlimun héraðsins. 30. september 2022 12:16 Putin með sjónarspil í tilefni ólöglegrar innlimunar Í hádeginu fer fram athöfn í Kreml þar sem Vladimir Putin forseti Rússlands undirritar formlega yfirlýsingu um innlimun fjögurra héraða í Úkraínu í rússneska sambandslýðveldið. Bandaríkjaforseti segir að Bandaríkin muni aldrei viðurkenna þennan gjörning. 30. september 2022 11:24 23 látnir og 28 særðir eftir árás í Zaporizhzhia Að minnsta kosti 23 eru látnir og 28 særðir eftir árás á bílalest almennra borgara í Zaporizhzhia. Úkraínumenn segja Rússa hafa staðið að árásinni en Rússar segja Úkraínumenn ábyrga. 30. september 2022 07:50 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri fréttir Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Sjá meira
Litlar sem engar líkur eru á því að umsóknin verði samþykkt á meðan Úkraínumenn verjast innrás Rússa en með umsókninni vilja Úkraínumenn bregðast við innlimun Rússa á Donetsk, Luhansk, Saporisjía og Kherson. Pútín hélt ræðu fyrir undirritun innlimunarinnar í dag og þar hvatti hann Úkraínumenn til viðræðna við Rússa. Sjá einnig: Bölsótaðist út í Vesturlönd Selenskí sagði í ávarpi sem hann birti í kjölfarið að Úkraínumenn væru tilbúnir til viðræðna við Rússa. Fyrst þyrftu Rússar þó að fá sér annan forseta. Úkraínumenn hafa lengi sagt að reyni Rússar að innlima fleiri héruð Úkraínu muni það gera útaf við friðarviðræður. Þær hafa þó ekki farið fram frá því ódæði rússneskra hermanna í Bucha og víðar í Úkraínu urðu ljós. #Ukraine applies for accelerated accession to @NATO #StrongerTogether @ZelenskyyUa pic.twitter.com/bR0EC5QIb3— MFA of Ukraine (@MFA_Ukraine) September 30, 2022 Herða refsiaðgerðir gegn Rússum Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, fordæmdi aðgerðir Rússa í dag og opinberaði hertar refsiaðgerðir gegn Rússlandi. Þá hét hann því að G7 ríkin, ríkustu iðnvæddu ríki heims, myndu beita öll þau ríki sem viðurkennni innlimunina einnig refsiaðgerðum. Biden sagði innlimunina alfarið ólöglega og ógilda. Rússar væru að brjóta alþjóðalög, brjóta gegn stofnsamningi Sameinuðu þjóðinni og sýna öllum friðsömum ríkjum heimsins lítilsvirðingu. Forsetinn sagði að Bandaríkin og aðrir bakhjarlar myndu ekki láta af stuðningi sínum við Úkraínu. Sjá einnig: Umkringdir rússneskir hermenn sagðir hörfa frá Lyman Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sagði fyrr í dag að ólögmæt innlimun Pútíns á héruðum Úkraínu myndi engu breyta. The illegal annexation proclaimed by Putin won t change anything. All territories illegally occupied by Russian invaders are Ukrainian land and will always be part of this sovereign nation.— Ursula von der Leyen (@vonderleyen) September 30, 2022
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland NATO Bandaríkin Evrópusambandið Tengdar fréttir Bölsótaðist út í Vesturlönd Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir að þau héruð Úkraínu sem hann innlimaði einhliða og ólöglega í rússneska sambandsríkið í dag tilheyri Rússlandi. Þau hafi tilheyrt rússneska keisaraveldinu og Sovétríkin hafi rekið Þjóðverja þaðan í seinni heimsstyrjöldinni. 30. september 2022 14:22 Umkringdir rússneskir hermenn sagðir hörfa frá Lyman Úkraínumenn eru sagðir hafa nánast umkringt hóp rússneskra hermanna í borginni Lyman í norðanverðu Donetsk-héraði. Rússar eru sagðir undirbúa það að hörfa frá bænum á sama tíma og forseti Rússlands lýsir yfir innlimun héraðsins. 30. september 2022 12:16 Putin með sjónarspil í tilefni ólöglegrar innlimunar Í hádeginu fer fram athöfn í Kreml þar sem Vladimir Putin forseti Rússlands undirritar formlega yfirlýsingu um innlimun fjögurra héraða í Úkraínu í rússneska sambandslýðveldið. Bandaríkjaforseti segir að Bandaríkin muni aldrei viðurkenna þennan gjörning. 30. september 2022 11:24 23 látnir og 28 særðir eftir árás í Zaporizhzhia Að minnsta kosti 23 eru látnir og 28 særðir eftir árás á bílalest almennra borgara í Zaporizhzhia. Úkraínumenn segja Rússa hafa staðið að árásinni en Rússar segja Úkraínumenn ábyrga. 30. september 2022 07:50 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri fréttir Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Sjá meira
Bölsótaðist út í Vesturlönd Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir að þau héruð Úkraínu sem hann innlimaði einhliða og ólöglega í rússneska sambandsríkið í dag tilheyri Rússlandi. Þau hafi tilheyrt rússneska keisaraveldinu og Sovétríkin hafi rekið Þjóðverja þaðan í seinni heimsstyrjöldinni. 30. september 2022 14:22
Umkringdir rússneskir hermenn sagðir hörfa frá Lyman Úkraínumenn eru sagðir hafa nánast umkringt hóp rússneskra hermanna í borginni Lyman í norðanverðu Donetsk-héraði. Rússar eru sagðir undirbúa það að hörfa frá bænum á sama tíma og forseti Rússlands lýsir yfir innlimun héraðsins. 30. september 2022 12:16
Putin með sjónarspil í tilefni ólöglegrar innlimunar Í hádeginu fer fram athöfn í Kreml þar sem Vladimir Putin forseti Rússlands undirritar formlega yfirlýsingu um innlimun fjögurra héraða í Úkraínu í rússneska sambandslýðveldið. Bandaríkjaforseti segir að Bandaríkin muni aldrei viðurkenna þennan gjörning. 30. september 2022 11:24
23 látnir og 28 særðir eftir árás í Zaporizhzhia Að minnsta kosti 23 eru látnir og 28 særðir eftir árás á bílalest almennra borgara í Zaporizhzhia. Úkraínumenn segja Rússa hafa staðið að árásinni en Rússar segja Úkraínumenn ábyrga. 30. september 2022 07:50