Fjöldi látinna í Flórída á reiki eftir fellibylinn Ian Fanndís Birna Logadóttir skrifar 30. september 2022 07:30 Staðan eftir fellibylinn var einna verst í Fort Meyers í Flórída. AP/Steve Helber Fellibylurinn Ian sem gekk á land í Flórída á miðvikudag stefnir nú á Suður-Karólínu en fjölmargir íbúar flúðu úr stærstu borg ríkisins, Charleston, í gær. Ríkisstjóri Flórída segir ljóst að fellibylurinn, sem er einn sá stærsti í sögu Bandaríkjanna, hafi verið mannskæður en verið er að staðfesta fjölda látinna. Fellibyljamiðstöð Bandaríkjanna varaði í morgun við lífshættulegu sjávarflóði við strendur Suður-Karólínu og nærliggjandi ríkja en dregið hefur úr styrk fellibylsins. Vindhraði er þó áfram mikill, um 140 kílómetrar á klukkustund eða tæplega 39 metrar á sekúndu. Here are the 11 PM EDT Sep 29 Key Messages for Hurricane #Ian, which is expected to cause life-threatening flooding, storm surge, and strong winds in portions of the Carolinas tomorrow. For more: https://t.co/tW4KeFW0gB pic.twitter.com/rXQdc8Mb3A— National Hurricane Center (@NHC_Atlantic) September 30, 2022 Fellibylurinn gekk yfir Flórída í gær og voru þúsundir íbúa innlyksa á heimilum sínum á en samkvæmt AP hefur verið staðfest að í hið minnsta fjórir hefðu látist í ríkinu, þó líklega séu þeir mun fleiri. Aðrir fréttamiðlar greina frá því að mun fleiri hefðu látist en CNN grenir til að mynda frá því að fjöldinn væri kominn upp í nítján. Áður höfðu þrír látist þegar Ian fór yfir Kúbu fyrr í vikunni. Joe Biden Bandaríkjaforseti sagði í ávarpi í gær að bandaríska þjóðin væri í sárum. Óttast væri að Ian myndi reynast mannskæðasti fellibylur í sögu Flórída. Houses are destroyed and some are floating away as Ian's eyewall hammers southwest Florida. This is video from Fort Myers Beach, Florida off Estero Blvd by Loni Architects pic.twitter.com/6GqrxLRv9Q— Kaitlin Wright (@wxkaitlin) September 28, 2022 Þá er ljóst að tjónið er gríðarlegt en fellibylurinn er einn sá stærsti í sögu Bandaríkjanna. Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, sagði tjónið hvað mest við Fort Myers Beach þar sem fjöldi heimila hafði gjöreyðilagst en að hans sögn var aðkoman ólýsanleg. Í einhverjum tilfellum hafi aðeins steypukápurnar verið eftir. Þá voru einhver tjón á samgöngum en hluti Sanibel brúarinnar féll til að mynda í sjóinn og milljónir manna voru án rafmagns. Ríkisstjórinn sagði ljóst að fellibylurinn hafi verið mannskæður en að það þyrfti að fara eftir ákveðnu ferli til að staðfesta fjölda látinna. Umfangsmikið björgunarstarf stendur nú yfir. Aerial videos of Lee County and the city of Kissimmee, both in Florida, show some of the widespread destruction caused by Hurricane Ian.Latest storm updates: https://t.co/c4xMkaF9q0 pic.twitter.com/lcDPjPJpIL— The New York Times (@nytimes) September 29, 2022 Bandaríkin Veður Náttúruhamfarir Fellibylurinn Ian Tengdar fréttir Ian gæti orðið sá mannskæðasti í sögu Flórída Fellibylurinn Ian, sem gekk á land í Flórída í Bandaríkjunum í gær, hefur skilið eftir sig slóð eyðileggingar og óttast er að hann sé mannskæðasti fellibylur í sögu Flórída. Íbúðarhús eru víða gjörónýt, þak fauk af spítala, vegir skemmdust og brýr hrundu. 29. september 2022 20:10 Fellibylurinn í myndskeiðum: Ian skilur eftir sig mikla eyðileggingu í Flórída Útlit er fyrir að fellibylurinn Ian, sem gekk á land í Flórída í Bandaríkjunum í gær, hafi valdið gífurlegum skemmdum í sjávarbyggðum þar. Myndbönd frá Flórída sem tekin voru í gær og í nótt sýna að sjór gekk langt inn á land og olli mikilli eyðileggingu. 29. september 2022 11:38 Tvær milljónir án rafmagns og fólk innlyksa eftir Ian Fjöldi fólks er innlyksa í húsum sínum vegna flóða og tvær milljónir manna eru án rafmagns á suðvestanverðum Flórídaskaga í Bandaríkjunum eftir að fellibylurinn Ian gekk þar yfir í nótt. Fellibylurinn er einn sá öflugasti sem gengið hefur á land í Bandaríkjunum. 29. september 2022 09:05 Ian muni valda gríðarlegri eyðileggingu í Flórída Fellibylurinn Ian hefur hefur valdið gríðarlegum flóðum á vesturströnd Flórída síðan hann gekk á land í kvöld, klukkan sjö að íslenskum tíma. Ríkisstjóri segir viðbúið að fellibylurinn muni skilja eftir sig gríðarlegar rústir. Bylurinn hefur þegar valdið tveimur dauðsföllum á Kúbu og rafmagnsleysi um alla eyjuna. 28. september 2022 23:40 Rafmagnslaust á Kúbu vegna fellibylsins Ian Rafmagn er farið af á allri Kúbu eftir að fellibylurinn Ian gekk yfir vesturhluta eyjarinnar í gær og í nótt. 28. september 2022 07:07 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent Fleiri fréttir Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Sjá meira
Fellibyljamiðstöð Bandaríkjanna varaði í morgun við lífshættulegu sjávarflóði við strendur Suður-Karólínu og nærliggjandi ríkja en dregið hefur úr styrk fellibylsins. Vindhraði er þó áfram mikill, um 140 kílómetrar á klukkustund eða tæplega 39 metrar á sekúndu. Here are the 11 PM EDT Sep 29 Key Messages for Hurricane #Ian, which is expected to cause life-threatening flooding, storm surge, and strong winds in portions of the Carolinas tomorrow. For more: https://t.co/tW4KeFW0gB pic.twitter.com/rXQdc8Mb3A— National Hurricane Center (@NHC_Atlantic) September 30, 2022 Fellibylurinn gekk yfir Flórída í gær og voru þúsundir íbúa innlyksa á heimilum sínum á en samkvæmt AP hefur verið staðfest að í hið minnsta fjórir hefðu látist í ríkinu, þó líklega séu þeir mun fleiri. Aðrir fréttamiðlar greina frá því að mun fleiri hefðu látist en CNN grenir til að mynda frá því að fjöldinn væri kominn upp í nítján. Áður höfðu þrír látist þegar Ian fór yfir Kúbu fyrr í vikunni. Joe Biden Bandaríkjaforseti sagði í ávarpi í gær að bandaríska þjóðin væri í sárum. Óttast væri að Ian myndi reynast mannskæðasti fellibylur í sögu Flórída. Houses are destroyed and some are floating away as Ian's eyewall hammers southwest Florida. This is video from Fort Myers Beach, Florida off Estero Blvd by Loni Architects pic.twitter.com/6GqrxLRv9Q— Kaitlin Wright (@wxkaitlin) September 28, 2022 Þá er ljóst að tjónið er gríðarlegt en fellibylurinn er einn sá stærsti í sögu Bandaríkjanna. Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, sagði tjónið hvað mest við Fort Myers Beach þar sem fjöldi heimila hafði gjöreyðilagst en að hans sögn var aðkoman ólýsanleg. Í einhverjum tilfellum hafi aðeins steypukápurnar verið eftir. Þá voru einhver tjón á samgöngum en hluti Sanibel brúarinnar féll til að mynda í sjóinn og milljónir manna voru án rafmagns. Ríkisstjórinn sagði ljóst að fellibylurinn hafi verið mannskæður en að það þyrfti að fara eftir ákveðnu ferli til að staðfesta fjölda látinna. Umfangsmikið björgunarstarf stendur nú yfir. Aerial videos of Lee County and the city of Kissimmee, both in Florida, show some of the widespread destruction caused by Hurricane Ian.Latest storm updates: https://t.co/c4xMkaF9q0 pic.twitter.com/lcDPjPJpIL— The New York Times (@nytimes) September 29, 2022
Bandaríkin Veður Náttúruhamfarir Fellibylurinn Ian Tengdar fréttir Ian gæti orðið sá mannskæðasti í sögu Flórída Fellibylurinn Ian, sem gekk á land í Flórída í Bandaríkjunum í gær, hefur skilið eftir sig slóð eyðileggingar og óttast er að hann sé mannskæðasti fellibylur í sögu Flórída. Íbúðarhús eru víða gjörónýt, þak fauk af spítala, vegir skemmdust og brýr hrundu. 29. september 2022 20:10 Fellibylurinn í myndskeiðum: Ian skilur eftir sig mikla eyðileggingu í Flórída Útlit er fyrir að fellibylurinn Ian, sem gekk á land í Flórída í Bandaríkjunum í gær, hafi valdið gífurlegum skemmdum í sjávarbyggðum þar. Myndbönd frá Flórída sem tekin voru í gær og í nótt sýna að sjór gekk langt inn á land og olli mikilli eyðileggingu. 29. september 2022 11:38 Tvær milljónir án rafmagns og fólk innlyksa eftir Ian Fjöldi fólks er innlyksa í húsum sínum vegna flóða og tvær milljónir manna eru án rafmagns á suðvestanverðum Flórídaskaga í Bandaríkjunum eftir að fellibylurinn Ian gekk þar yfir í nótt. Fellibylurinn er einn sá öflugasti sem gengið hefur á land í Bandaríkjunum. 29. september 2022 09:05 Ian muni valda gríðarlegri eyðileggingu í Flórída Fellibylurinn Ian hefur hefur valdið gríðarlegum flóðum á vesturströnd Flórída síðan hann gekk á land í kvöld, klukkan sjö að íslenskum tíma. Ríkisstjóri segir viðbúið að fellibylurinn muni skilja eftir sig gríðarlegar rústir. Bylurinn hefur þegar valdið tveimur dauðsföllum á Kúbu og rafmagnsleysi um alla eyjuna. 28. september 2022 23:40 Rafmagnslaust á Kúbu vegna fellibylsins Ian Rafmagn er farið af á allri Kúbu eftir að fellibylurinn Ian gekk yfir vesturhluta eyjarinnar í gær og í nótt. 28. september 2022 07:07 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent Fleiri fréttir Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Sjá meira
Ian gæti orðið sá mannskæðasti í sögu Flórída Fellibylurinn Ian, sem gekk á land í Flórída í Bandaríkjunum í gær, hefur skilið eftir sig slóð eyðileggingar og óttast er að hann sé mannskæðasti fellibylur í sögu Flórída. Íbúðarhús eru víða gjörónýt, þak fauk af spítala, vegir skemmdust og brýr hrundu. 29. september 2022 20:10
Fellibylurinn í myndskeiðum: Ian skilur eftir sig mikla eyðileggingu í Flórída Útlit er fyrir að fellibylurinn Ian, sem gekk á land í Flórída í Bandaríkjunum í gær, hafi valdið gífurlegum skemmdum í sjávarbyggðum þar. Myndbönd frá Flórída sem tekin voru í gær og í nótt sýna að sjór gekk langt inn á land og olli mikilli eyðileggingu. 29. september 2022 11:38
Tvær milljónir án rafmagns og fólk innlyksa eftir Ian Fjöldi fólks er innlyksa í húsum sínum vegna flóða og tvær milljónir manna eru án rafmagns á suðvestanverðum Flórídaskaga í Bandaríkjunum eftir að fellibylurinn Ian gekk þar yfir í nótt. Fellibylurinn er einn sá öflugasti sem gengið hefur á land í Bandaríkjunum. 29. september 2022 09:05
Ian muni valda gríðarlegri eyðileggingu í Flórída Fellibylurinn Ian hefur hefur valdið gríðarlegum flóðum á vesturströnd Flórída síðan hann gekk á land í kvöld, klukkan sjö að íslenskum tíma. Ríkisstjóri segir viðbúið að fellibylurinn muni skilja eftir sig gríðarlegar rústir. Bylurinn hefur þegar valdið tveimur dauðsföllum á Kúbu og rafmagnsleysi um alla eyjuna. 28. september 2022 23:40
Rafmagnslaust á Kúbu vegna fellibylsins Ian Rafmagn er farið af á allri Kúbu eftir að fellibylurinn Ian gekk yfir vesturhluta eyjarinnar í gær og í nótt. 28. september 2022 07:07