Gjaldskrárhækkun Strætó skárri kostur af tveimur slæmum Árni Sæberg og Óttar Kolbeinsson Proppé skrifa 27. september 2022 23:37 Í dag var tilkynnt að gjaldskrá Strætó muni hækka um 12,5 prósent. Þetta er mesta hækkun sem fyrirtækið hefur farið í í langan tíma en fjárhagsstaða þess hefur verið afar slæm upp á síðkastið. Stjórnarmaður í Strætó segir nauðsynlegt að skoða hvernig eigi að reka almenningssamgöngur hér á landi. Notendur Strætó þurfa að greiða 12,5 prósentum hærra gjald frá og með laugardeginum. Stakt fargjald hækkar í 550 krónur, þrjátíu daga nemakort í 4500 krónur og árskortið fer í 90 þúsund krónur. Undanfarin ár hefur fargjald í strætó almennt hækkað um tíu krónur á ári en nú hækkar stakt fargjald um heilar sextíu krónur milli ára. Á tíu árum hefur gjaldið hækkað um tvö hundruð krónur. stöð 2 Þá hækkar árskort í strætó um heilar tíu þúsund krónur. Í því samhengi má nefna að á milli 2019 og 2021 hækkaði árskort aðeins um 5.200 krónur. stöð 2 Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, sagði í samtali við fréttastofu í dag að ástæða hækkunar gjaldskrár væri einföld; afar slæm fjárhagsstaða fyrirtækisins. Farið hafi verið í ýmsar aðgerðir til að bregðast við henni, óskað hafi verið eftir fjármagni frá sveitarfélögunum sem eiga strætó, styrkjum frá ríkinu vegna taps í heimsfaraldrinum og rekstrinum hafi verið hagrætt. Til þess að forðast frekari hagræðingu með tilheyrandi fækkun ferða hafi gjaldskráin verið hækkuð. Alveg ljóst að reksturinn er í mjög slæmum málum. Alexandra Briem, borgarfulltrúi Pírata á sæti í stjórn Strætó fyrir hönd Reykjavíkurborgar. Hún segir í samtali við fréttastofu að alveg ljóst sé að rekstur Strætó sé í mjög slæmum málum. „Það er fyrst og fremst út af Covid en líka vegna verðhækkana vegna stríðsins í Úkraínu og fleira. Það er ljóst að við þurfum einhvern veginn að loka þessu bili. Stjórn Strætó fékk það mjög skýrt frá sveitarfélögunum, sem standa að rekstrinum, að þau myndu ekki og gætu raunar ekki lokað þessu gati alveg ein. Strætó myndi þurfa að sýna einhverja viðleitni og við höfðum þá í rauninni aðeins um tvennt að velja í Strætó. Það var annað hvort að fara í töluvert veigamikla þjónustuskerðingu eða þá að fara í gjaldskrárhækkun. Ég held að við hljótum að vera sammála um það sé skárri kosturinn en það langaði engan að gera þetta. Þetta er ömurlegt,“ segir Alexandra. Ekki í samræmi við stefnu í samgöngumálum Alexandra segir að gjaldskrárhækkun Strætó sé ekki í samræmi við stefnu meirihlutans í borgarstjórn í samgöngumálum sem snúist um að koma fleira fólki í almenningssamgöngur en að stjórn Strætó hafi engin önnur leið verið fær. „Hvað varðar að fara í einhverjar aðgerðir af hálfu sveitarfélaganna, þá er það eitthvað sem þarf að ráðast sveitarfélagamegin. Ég myndi líka segja að við þurfum að fara að skoða það hvernig við ætlum að reka almenningssamgöngur. Er í lagi að þær séu fastar í þessari spennitreyju og þessu endalausa rifrildi milli ríkis og sveitarfélaga?“ segir hún. Strætó Samgöngur Reykjavík Verðlag Neytendur Tengdar fréttir Strætó hækkar verðið Notendur Strætó þurfa að greiða 12,5 prósentum hærra gjald frá og með laugardeginum. Stakt fargjald hækkar í 550 krónur, þrjátíu daga nemakort í 4500 krónur og árskortið fer í 90 þúsund krónur. 27. september 2022 11:41 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Fleiri fréttir Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Sjá meira
Notendur Strætó þurfa að greiða 12,5 prósentum hærra gjald frá og með laugardeginum. Stakt fargjald hækkar í 550 krónur, þrjátíu daga nemakort í 4500 krónur og árskortið fer í 90 þúsund krónur. Undanfarin ár hefur fargjald í strætó almennt hækkað um tíu krónur á ári en nú hækkar stakt fargjald um heilar sextíu krónur milli ára. Á tíu árum hefur gjaldið hækkað um tvö hundruð krónur. stöð 2 Þá hækkar árskort í strætó um heilar tíu þúsund krónur. Í því samhengi má nefna að á milli 2019 og 2021 hækkaði árskort aðeins um 5.200 krónur. stöð 2 Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, sagði í samtali við fréttastofu í dag að ástæða hækkunar gjaldskrár væri einföld; afar slæm fjárhagsstaða fyrirtækisins. Farið hafi verið í ýmsar aðgerðir til að bregðast við henni, óskað hafi verið eftir fjármagni frá sveitarfélögunum sem eiga strætó, styrkjum frá ríkinu vegna taps í heimsfaraldrinum og rekstrinum hafi verið hagrætt. Til þess að forðast frekari hagræðingu með tilheyrandi fækkun ferða hafi gjaldskráin verið hækkuð. Alveg ljóst að reksturinn er í mjög slæmum málum. Alexandra Briem, borgarfulltrúi Pírata á sæti í stjórn Strætó fyrir hönd Reykjavíkurborgar. Hún segir í samtali við fréttastofu að alveg ljóst sé að rekstur Strætó sé í mjög slæmum málum. „Það er fyrst og fremst út af Covid en líka vegna verðhækkana vegna stríðsins í Úkraínu og fleira. Það er ljóst að við þurfum einhvern veginn að loka þessu bili. Stjórn Strætó fékk það mjög skýrt frá sveitarfélögunum, sem standa að rekstrinum, að þau myndu ekki og gætu raunar ekki lokað þessu gati alveg ein. Strætó myndi þurfa að sýna einhverja viðleitni og við höfðum þá í rauninni aðeins um tvennt að velja í Strætó. Það var annað hvort að fara í töluvert veigamikla þjónustuskerðingu eða þá að fara í gjaldskrárhækkun. Ég held að við hljótum að vera sammála um það sé skárri kosturinn en það langaði engan að gera þetta. Þetta er ömurlegt,“ segir Alexandra. Ekki í samræmi við stefnu í samgöngumálum Alexandra segir að gjaldskrárhækkun Strætó sé ekki í samræmi við stefnu meirihlutans í borgarstjórn í samgöngumálum sem snúist um að koma fleira fólki í almenningssamgöngur en að stjórn Strætó hafi engin önnur leið verið fær. „Hvað varðar að fara í einhverjar aðgerðir af hálfu sveitarfélaganna, þá er það eitthvað sem þarf að ráðast sveitarfélagamegin. Ég myndi líka segja að við þurfum að fara að skoða það hvernig við ætlum að reka almenningssamgöngur. Er í lagi að þær séu fastar í þessari spennitreyju og þessu endalausa rifrildi milli ríkis og sveitarfélaga?“ segir hún.
Strætó Samgöngur Reykjavík Verðlag Neytendur Tengdar fréttir Strætó hækkar verðið Notendur Strætó þurfa að greiða 12,5 prósentum hærra gjald frá og með laugardeginum. Stakt fargjald hækkar í 550 krónur, þrjátíu daga nemakort í 4500 krónur og árskortið fer í 90 þúsund krónur. 27. september 2022 11:41 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Fleiri fréttir Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Sjá meira
Strætó hækkar verðið Notendur Strætó þurfa að greiða 12,5 prósentum hærra gjald frá og með laugardeginum. Stakt fargjald hækkar í 550 krónur, þrjátíu daga nemakort í 4500 krónur og árskortið fer í 90 þúsund krónur. 27. september 2022 11:41