Gjaldskrárhækkun Strætó skárri kostur af tveimur slæmum Árni Sæberg og Óttar Kolbeinsson Proppé skrifa 27. september 2022 23:37 Í dag var tilkynnt að gjaldskrá Strætó muni hækka um 12,5 prósent. Þetta er mesta hækkun sem fyrirtækið hefur farið í í langan tíma en fjárhagsstaða þess hefur verið afar slæm upp á síðkastið. Stjórnarmaður í Strætó segir nauðsynlegt að skoða hvernig eigi að reka almenningssamgöngur hér á landi. Notendur Strætó þurfa að greiða 12,5 prósentum hærra gjald frá og með laugardeginum. Stakt fargjald hækkar í 550 krónur, þrjátíu daga nemakort í 4500 krónur og árskortið fer í 90 þúsund krónur. Undanfarin ár hefur fargjald í strætó almennt hækkað um tíu krónur á ári en nú hækkar stakt fargjald um heilar sextíu krónur milli ára. Á tíu árum hefur gjaldið hækkað um tvö hundruð krónur. stöð 2 Þá hækkar árskort í strætó um heilar tíu þúsund krónur. Í því samhengi má nefna að á milli 2019 og 2021 hækkaði árskort aðeins um 5.200 krónur. stöð 2 Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, sagði í samtali við fréttastofu í dag að ástæða hækkunar gjaldskrár væri einföld; afar slæm fjárhagsstaða fyrirtækisins. Farið hafi verið í ýmsar aðgerðir til að bregðast við henni, óskað hafi verið eftir fjármagni frá sveitarfélögunum sem eiga strætó, styrkjum frá ríkinu vegna taps í heimsfaraldrinum og rekstrinum hafi verið hagrætt. Til þess að forðast frekari hagræðingu með tilheyrandi fækkun ferða hafi gjaldskráin verið hækkuð. Alveg ljóst að reksturinn er í mjög slæmum málum. Alexandra Briem, borgarfulltrúi Pírata á sæti í stjórn Strætó fyrir hönd Reykjavíkurborgar. Hún segir í samtali við fréttastofu að alveg ljóst sé að rekstur Strætó sé í mjög slæmum málum. „Það er fyrst og fremst út af Covid en líka vegna verðhækkana vegna stríðsins í Úkraínu og fleira. Það er ljóst að við þurfum einhvern veginn að loka þessu bili. Stjórn Strætó fékk það mjög skýrt frá sveitarfélögunum, sem standa að rekstrinum, að þau myndu ekki og gætu raunar ekki lokað þessu gati alveg ein. Strætó myndi þurfa að sýna einhverja viðleitni og við höfðum þá í rauninni aðeins um tvennt að velja í Strætó. Það var annað hvort að fara í töluvert veigamikla þjónustuskerðingu eða þá að fara í gjaldskrárhækkun. Ég held að við hljótum að vera sammála um það sé skárri kosturinn en það langaði engan að gera þetta. Þetta er ömurlegt,“ segir Alexandra. Ekki í samræmi við stefnu í samgöngumálum Alexandra segir að gjaldskrárhækkun Strætó sé ekki í samræmi við stefnu meirihlutans í borgarstjórn í samgöngumálum sem snúist um að koma fleira fólki í almenningssamgöngur en að stjórn Strætó hafi engin önnur leið verið fær. „Hvað varðar að fara í einhverjar aðgerðir af hálfu sveitarfélaganna, þá er það eitthvað sem þarf að ráðast sveitarfélagamegin. Ég myndi líka segja að við þurfum að fara að skoða það hvernig við ætlum að reka almenningssamgöngur. Er í lagi að þær séu fastar í þessari spennitreyju og þessu endalausa rifrildi milli ríkis og sveitarfélaga?“ segir hún. Strætó Samgöngur Reykjavík Verðlag Neytendur Tengdar fréttir Strætó hækkar verðið Notendur Strætó þurfa að greiða 12,5 prósentum hærra gjald frá og með laugardeginum. Stakt fargjald hækkar í 550 krónur, þrjátíu daga nemakort í 4500 krónur og árskortið fer í 90 þúsund krónur. 27. september 2022 11:41 Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Fleiri fréttir Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Sjá meira
Notendur Strætó þurfa að greiða 12,5 prósentum hærra gjald frá og með laugardeginum. Stakt fargjald hækkar í 550 krónur, þrjátíu daga nemakort í 4500 krónur og árskortið fer í 90 þúsund krónur. Undanfarin ár hefur fargjald í strætó almennt hækkað um tíu krónur á ári en nú hækkar stakt fargjald um heilar sextíu krónur milli ára. Á tíu árum hefur gjaldið hækkað um tvö hundruð krónur. stöð 2 Þá hækkar árskort í strætó um heilar tíu þúsund krónur. Í því samhengi má nefna að á milli 2019 og 2021 hækkaði árskort aðeins um 5.200 krónur. stöð 2 Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, sagði í samtali við fréttastofu í dag að ástæða hækkunar gjaldskrár væri einföld; afar slæm fjárhagsstaða fyrirtækisins. Farið hafi verið í ýmsar aðgerðir til að bregðast við henni, óskað hafi verið eftir fjármagni frá sveitarfélögunum sem eiga strætó, styrkjum frá ríkinu vegna taps í heimsfaraldrinum og rekstrinum hafi verið hagrætt. Til þess að forðast frekari hagræðingu með tilheyrandi fækkun ferða hafi gjaldskráin verið hækkuð. Alveg ljóst að reksturinn er í mjög slæmum málum. Alexandra Briem, borgarfulltrúi Pírata á sæti í stjórn Strætó fyrir hönd Reykjavíkurborgar. Hún segir í samtali við fréttastofu að alveg ljóst sé að rekstur Strætó sé í mjög slæmum málum. „Það er fyrst og fremst út af Covid en líka vegna verðhækkana vegna stríðsins í Úkraínu og fleira. Það er ljóst að við þurfum einhvern veginn að loka þessu bili. Stjórn Strætó fékk það mjög skýrt frá sveitarfélögunum, sem standa að rekstrinum, að þau myndu ekki og gætu raunar ekki lokað þessu gati alveg ein. Strætó myndi þurfa að sýna einhverja viðleitni og við höfðum þá í rauninni aðeins um tvennt að velja í Strætó. Það var annað hvort að fara í töluvert veigamikla þjónustuskerðingu eða þá að fara í gjaldskrárhækkun. Ég held að við hljótum að vera sammála um það sé skárri kosturinn en það langaði engan að gera þetta. Þetta er ömurlegt,“ segir Alexandra. Ekki í samræmi við stefnu í samgöngumálum Alexandra segir að gjaldskrárhækkun Strætó sé ekki í samræmi við stefnu meirihlutans í borgarstjórn í samgöngumálum sem snúist um að koma fleira fólki í almenningssamgöngur en að stjórn Strætó hafi engin önnur leið verið fær. „Hvað varðar að fara í einhverjar aðgerðir af hálfu sveitarfélaganna, þá er það eitthvað sem þarf að ráðast sveitarfélagamegin. Ég myndi líka segja að við þurfum að fara að skoða það hvernig við ætlum að reka almenningssamgöngur. Er í lagi að þær séu fastar í þessari spennitreyju og þessu endalausa rifrildi milli ríkis og sveitarfélaga?“ segir hún.
Strætó Samgöngur Reykjavík Verðlag Neytendur Tengdar fréttir Strætó hækkar verðið Notendur Strætó þurfa að greiða 12,5 prósentum hærra gjald frá og með laugardeginum. Stakt fargjald hækkar í 550 krónur, þrjátíu daga nemakort í 4500 krónur og árskortið fer í 90 þúsund krónur. 27. september 2022 11:41 Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Fleiri fréttir Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Sjá meira
Strætó hækkar verðið Notendur Strætó þurfa að greiða 12,5 prósentum hærra gjald frá og með laugardeginum. Stakt fargjald hækkar í 550 krónur, þrjátíu daga nemakort í 4500 krónur og árskortið fer í 90 þúsund krónur. 27. september 2022 11:41